Erlent

Scotland Yard menn komnir til Pakistans

Óli Tynes skrifar
Frá morðstaðnum.
Frá morðstaðnum.

Lítil sveit lögreglumanna frá Scotland Yard er komin til Pakistans til þess að rannsaka morðið á Benazir Bhutto. Pervez Musharraf forseti óskaði eftir aðstoð bresku lögreglunnar við að upplýsa málið.

Margir stuðningsmenn Bhutto saka yfirvöld um að bera ábyrgð á morðinu. Almennt er það þó kennt Al Kæda, sem hefur tvisvar reynt að myrða Musharraf sjálfan.

Á blaðamannafundi í gær sagði forsetinn að hann væri ekki ánægður með rannsókn innlendra fram að þessu. Til dæmis var vettvangurinn þveginn og hreinsaður fljótlega eftir tilræðið, sem kostaði 23 manneskjur lífið fyrir utan Bhutto.

Hann vísaði því þó algerlega á bug að yfirvöld væru að reyna að fela sönnunargögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×