Erlent

Hópnauðganir í Kenía

Óli Tynes skrifar
Morð, hópnauðganir og spellvirki einkenna lífið á átakasvæðum í Kenya.
Morð, hópnauðganir og spellvirki einkenna lífið á átakasvæðum í Kenya.

Nauðgunum og þá sérstaklega hópnauðgunum á konum hefur stórlega fjölgað eftir að óeirðirnar vegna forsetakosninganna í Kenía hófust. Á fjórða hundrað manns hefur nú fallið í átökunum.

Sam Thenya, forstjóri kvennasjúkrahúss í Naíróbí, segir að á síðasta sólarhring hafi nítján konur komið á sjúkrahúsið eftir að hafa verið nauðgað. Mörgum þeirra var hópnauðgað fyrir framan fjölskyldur sínar.

Thenya segir að konurnar hafi tjáð læknum að mjög margar fleiri konur hafi ekki treyst sér eða ekki komist á sjúkrahúsið.

Í tilkynningu frá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí er einnig lýst áhyggjum af því að hópar vígamanna fari um og nauðgi konum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×