Erlent

Hættu að reykja eða deyðu

Óli Tynes skrifar
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur vakið máls á þeim möguleika að skilyrða opinbera heilbrigðisþjónustu.

Þannig væri til dæmis hægt að skylda fólk til þess að hætta að reykja, og megra sig ef það vill láta lækna sig fyrir almannafé.

Offita og reykingar eru alvarlegt heilbrigðisvandamál í Bretlandi eins og annarsstaðar. Ýmsu hefur verið velt upp til lausnar þeim vanda.

Ekki munu þó aðrir hafa gengið jafn langt og Brown í því að reka fólk til þess að taka ábyrgð á eigin heilsu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×