Gengi hlutabréfa í Glitni hefur hækkað um 0,98 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands. Landsbankinn fylgir fast á eftir en gengi bréfa í bankanum hefur hækkað um 0,66 prósent. Þá hefur Straumur hækkað um 0,62 prósent. Færeyjabanki og Icelandair hafa sömuleiðis hækkað um tæpt prósent.
Á sama tíma hefur gengi Össurar lækkað um 1,1 prósent og færeyska flugfélagsins Atlantic Airways um rétt rúmt prósent. Þá hefur Exista lækkað um 0,56 prósent.
Önnur félög hafa staðið í stað.
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,35 prósent og stendur hún í 4.311 stigum.