Allir hafa áhuga á gjaldeyrisforðanum 16. apríl 2008 00:01 Áhættuálag erlends lánsfjár hefur ratað inn í verðmyndun skiptasamninga á gjaldeyrismarkaði og eytt vaxtamun milli Íslands og annarra myntsvæða. Margir hafa gripið það á lofti í umræðunni um vandræðin í efnahagslífi þjóðarinnar að auka þurfi gjaldeyrisforða Seðlabankans. Það er ekki langt síðan sú umræða komst á verulegt flug. Áður höfðu fáir fjallað um nauðsyn þess að hafa hér stóran gjaldeyrisforða nema einstaka fræðimenn og pólitíkusar. Þar sem Seðlabankinn starfar eftir verðbólgumarkmiði á ekki að vera þörf á stórum gjaldeyrisforða samkvæmt hagfræðinni – að því gefnu að markaðir séu skilvirkir. Bankinn einbeitir sér eingöngu að því að halda verðlagi stöðugu með stýrivöxtum. Í einföldu máli hefur það áhrif á gengi krónunnar í gegnum framboð og eftirspurn eftir gjaldmiðlinum. Bein inngrip á gjaldeyrismarkaði eru algjör undantekning við sérstakar aðstæður samkvæmt núverandi peningastefnu Seðlabanka Íslands sem tekin var upp árið 2001. Áður hafði bankinn yfirlýst gengismarkmið með vikmörkum. Skiptar skoðanir eru á því af hverju þessi mikla umræða blossar upp nú. Í fyrsta lagi veldur kreppa á lánsfjármarkaði því að fjármálafyrirtæki þurfa að hafa öflugan lánveitanda til þrautavara. Það er eitt af meginhlutverkum seðlabanka í heiminum. Þá er minni hætta á að þeir lendi í lausafjárvandræðum, sem á að veita þeim betri kjör á alþjóðlegum lánamörkuðum.Bankarnir of stórirVegna þess hversu stórir íslensku bankarnir eru efast margir um getu Seðlabanka Íslands til að sinna þessu hlutverki skilmerkilega. Hafa alþjóðleg matsfyrirtæki meðal annars bent á þennan vanda. Að auki hafa stjórnendur Seðlabankans lýst því yfir að þeir muni einungis geta lánað í íslenskum krónum. Stór hluti af starfsemi bankanna er erlendis og því þurfa þeir erlendan gjaldeyri fyrst og fremst lendi þeir í vandræðum. Ef Seðlabankinn vildi bjarga þeim um stundarsakir þyrfti hann líka að búa yfir öflugum gjaldeyrissjóði.Viðskiptabankarnir vonast einnig til að geta fengið erlendan gjaldeyri lánaðan hjá Seðlabankanum og lagt í staðinn inn veð í íslenskum verðbréfum ýmiss konar. Þetta er sérstaklega mikilvægt núna fyrir bankana þegar gjaldeyrir er dýr og erfitt að fá lán á sæmilegum kjörum. Þetta myndi líka leysa vanda sem skapast hefur á innlendum markaði með gjaldmiðlaskiptasamninga. Sá markaður hefur þurrkast upp vegna mikillar eftirspurnar eftir gjaldeyri. Vaxtamunur í útlöndum hefur hrunið og er það ein meginástæða fyrir gengislækkun krónunnar. Undir smásjánni Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Margir hafa gripið það á lofti í umræðunni um vandræðin í efnahagslífi þjóðarinnar að auka þurfi gjaldeyrisforða Seðlabankans. Það er ekki langt síðan sú umræða komst á verulegt flug. Áður höfðu fáir fjallað um nauðsyn þess að hafa hér stóran gjaldeyrisforða nema einstaka fræðimenn og pólitíkusar. Þar sem Seðlabankinn starfar eftir verðbólgumarkmiði á ekki að vera þörf á stórum gjaldeyrisforða samkvæmt hagfræðinni – að því gefnu að markaðir séu skilvirkir. Bankinn einbeitir sér eingöngu að því að halda verðlagi stöðugu með stýrivöxtum. Í einföldu máli hefur það áhrif á gengi krónunnar í gegnum framboð og eftirspurn eftir gjaldmiðlinum. Bein inngrip á gjaldeyrismarkaði eru algjör undantekning við sérstakar aðstæður samkvæmt núverandi peningastefnu Seðlabanka Íslands sem tekin var upp árið 2001. Áður hafði bankinn yfirlýst gengismarkmið með vikmörkum. Skiptar skoðanir eru á því af hverju þessi mikla umræða blossar upp nú. Í fyrsta lagi veldur kreppa á lánsfjármarkaði því að fjármálafyrirtæki þurfa að hafa öflugan lánveitanda til þrautavara. Það er eitt af meginhlutverkum seðlabanka í heiminum. Þá er minni hætta á að þeir lendi í lausafjárvandræðum, sem á að veita þeim betri kjör á alþjóðlegum lánamörkuðum.Bankarnir of stórirVegna þess hversu stórir íslensku bankarnir eru efast margir um getu Seðlabanka Íslands til að sinna þessu hlutverki skilmerkilega. Hafa alþjóðleg matsfyrirtæki meðal annars bent á þennan vanda. Að auki hafa stjórnendur Seðlabankans lýst því yfir að þeir muni einungis geta lánað í íslenskum krónum. Stór hluti af starfsemi bankanna er erlendis og því þurfa þeir erlendan gjaldeyri fyrst og fremst lendi þeir í vandræðum. Ef Seðlabankinn vildi bjarga þeim um stundarsakir þyrfti hann líka að búa yfir öflugum gjaldeyrissjóði.Viðskiptabankarnir vonast einnig til að geta fengið erlendan gjaldeyri lánaðan hjá Seðlabankanum og lagt í staðinn inn veð í íslenskum verðbréfum ýmiss konar. Þetta er sérstaklega mikilvægt núna fyrir bankana þegar gjaldeyrir er dýr og erfitt að fá lán á sæmilegum kjörum. Þetta myndi líka leysa vanda sem skapast hefur á innlendum markaði með gjaldmiðlaskiptasamninga. Sá markaður hefur þurrkast upp vegna mikillar eftirspurnar eftir gjaldeyri. Vaxtamunur í útlöndum hefur hrunið og er það ein meginástæða fyrir gengislækkun krónunnar.
Undir smásjánni Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira