Áhrif Landsmóts eru ómetanleg 18. júní 2008 10:13 Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sótti fyrsta landsmót sitt árið 1966. Þá var hann tíu ára gamall og var í sveit í Skagafirði. Landsmót var þá haldið á Hólum í Hjaltadal. Mynd/E.Ól „Ég held að áhrif Landsmóts séu algjörlega ómetanleg og verði seint reiknuð út til fulls. Annars vegar er það þannig að mót af þessu tagi skapa í sjálfu sér mikil verðmæti. Þarna kemur saman mikill fjöldi fólks sem hefur heilmikil áhrif á efnahag svæðisins í kring. Þessi mót hafa sýnt það að þau laða til sín fjölda útlendinga sem styrkja okkar gjaldeyrisgrundvöll,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Einar telur að landsmót feli í sér alls konar aðra kynningu á landinu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta er líka til þess fallið að auka áhuga bæði Íslendinga og útlendinga á hestamennskunni. Hestamennskan er gífurlega mikil atvinnugrein og vaxandi og í sumum héruðum er hún burðarásin í atvinnulífinu. Svona mót þar sem að þúsundir manna koma alls staðar að af landinu og víða úr heiminum hefur auðvitað mikla þýðingu til að styrkja bakland þessarar atvinnustarfsemi,“ segir Einar. Hann telur að svona mót hafi gífurleg áhrif á lítinn stað eins og Hellu. Allt gistipláss í nágrenninu sé löngu upppantað auk þess sem þetta hefur mikil áhrif á hvers konar þjónustu. Aðspurður um stuðning hins opinbera við landsmót segir Einar að Alþingi hafi með fjárveitingum lagt fram peninga til þess að byggja upp sýningaraðstöðu á landsmótsstöðum. Bæði á Gaddstaðaflötum nú á Hellu og líka áður til dæmis á Vindheimamelum í Skagafirði. „Hestamennska er stunduð af miklum fjölda fólks og það er að mínu mati eðlilegt að ríkisvaldið komi að því að byggja upp þessa innviði eins og við gerum með önnur íþróttamót eins og landsmót ungmennafélaganna og annað slíkt,“ segir Einar. Einar nefnir að þegar hann var formaður Ferðamálaráðs þá beitti hann sér fyrir því að ferðamálaráð stóð straum af kostnaði við markaðssetningu á markaðssíðu ferðamálaráðs þá. Segir hann að það hafi haft mikil og jákvæð áhrif. Einar er þekktur fyrir afskipti sín af sjávarútvegsmálum og segist ekki mikill hestamaður en segist þó sæmilega reiðfær. „Þegar ég var yngri þá var ég ágætlega liðtækur á hesti en á seinni árum hefur minna farið fyrir reiðmennsku. Ég umgengst mikið af hestamönnum og hef mörg tækifæri til að skreppa á bak þó ég eigi enga hesta sjálfur,“ segir Einar. Hann hefur sótt þó nokkur landsmót og nefnir að fyrsta landsmót sem hann sótti hafi verið árið 1966 þegar hann var í sveit í Skagafirði þá tíu ára gamall. Þá var landsmót haldið á Hólum í Hjaltadal. Síðan hefur hann sótt nokkur landsmót og seinni ár sérstaklega á Vindheimamelum í Skagafirði. Einar fór í fyrra á heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið var í Hollandi og segir þá upplifun ógleymanlega. Einar var á síðasta Landsmóti sem haldið var á Vindheimamelum í Skagafirði og segir að það hafi verið gífurleg upplifun og mjög skemmtilegt hafi verið að sækja það mót. „Stemningin sem myndast þarna er engu lagi lík, bæði á meðan á mótinu stendur sem og allur félagsskapurinn í kringum þetta,“ segir Einar að lokum. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
„Ég held að áhrif Landsmóts séu algjörlega ómetanleg og verði seint reiknuð út til fulls. Annars vegar er það þannig að mót af þessu tagi skapa í sjálfu sér mikil verðmæti. Þarna kemur saman mikill fjöldi fólks sem hefur heilmikil áhrif á efnahag svæðisins í kring. Þessi mót hafa sýnt það að þau laða til sín fjölda útlendinga sem styrkja okkar gjaldeyrisgrundvöll,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Einar telur að landsmót feli í sér alls konar aðra kynningu á landinu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta er líka til þess fallið að auka áhuga bæði Íslendinga og útlendinga á hestamennskunni. Hestamennskan er gífurlega mikil atvinnugrein og vaxandi og í sumum héruðum er hún burðarásin í atvinnulífinu. Svona mót þar sem að þúsundir manna koma alls staðar að af landinu og víða úr heiminum hefur auðvitað mikla þýðingu til að styrkja bakland þessarar atvinnustarfsemi,“ segir Einar. Hann telur að svona mót hafi gífurleg áhrif á lítinn stað eins og Hellu. Allt gistipláss í nágrenninu sé löngu upppantað auk þess sem þetta hefur mikil áhrif á hvers konar þjónustu. Aðspurður um stuðning hins opinbera við landsmót segir Einar að Alþingi hafi með fjárveitingum lagt fram peninga til þess að byggja upp sýningaraðstöðu á landsmótsstöðum. Bæði á Gaddstaðaflötum nú á Hellu og líka áður til dæmis á Vindheimamelum í Skagafirði. „Hestamennska er stunduð af miklum fjölda fólks og það er að mínu mati eðlilegt að ríkisvaldið komi að því að byggja upp þessa innviði eins og við gerum með önnur íþróttamót eins og landsmót ungmennafélaganna og annað slíkt,“ segir Einar. Einar nefnir að þegar hann var formaður Ferðamálaráðs þá beitti hann sér fyrir því að ferðamálaráð stóð straum af kostnaði við markaðssetningu á markaðssíðu ferðamálaráðs þá. Segir hann að það hafi haft mikil og jákvæð áhrif. Einar er þekktur fyrir afskipti sín af sjávarútvegsmálum og segist ekki mikill hestamaður en segist þó sæmilega reiðfær. „Þegar ég var yngri þá var ég ágætlega liðtækur á hesti en á seinni árum hefur minna farið fyrir reiðmennsku. Ég umgengst mikið af hestamönnum og hef mörg tækifæri til að skreppa á bak þó ég eigi enga hesta sjálfur,“ segir Einar. Hann hefur sótt þó nokkur landsmót og nefnir að fyrsta landsmót sem hann sótti hafi verið árið 1966 þegar hann var í sveit í Skagafirði þá tíu ára gamall. Þá var landsmót haldið á Hólum í Hjaltadal. Síðan hefur hann sótt nokkur landsmót og seinni ár sérstaklega á Vindheimamelum í Skagafirði. Einar fór í fyrra á heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið var í Hollandi og segir þá upplifun ógleymanlega. Einar var á síðasta Landsmóti sem haldið var á Vindheimamelum í Skagafirði og segir að það hafi verið gífurleg upplifun og mjög skemmtilegt hafi verið að sækja það mót. „Stemningin sem myndast þarna er engu lagi lík, bæði á meðan á mótinu stendur sem og allur félagsskapurinn í kringum þetta,“ segir Einar að lokum.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira