Áhrif Landsmóts eru ómetanleg 18. júní 2008 10:13 Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sótti fyrsta landsmót sitt árið 1966. Þá var hann tíu ára gamall og var í sveit í Skagafirði. Landsmót var þá haldið á Hólum í Hjaltadal. Mynd/E.Ól „Ég held að áhrif Landsmóts séu algjörlega ómetanleg og verði seint reiknuð út til fulls. Annars vegar er það þannig að mót af þessu tagi skapa í sjálfu sér mikil verðmæti. Þarna kemur saman mikill fjöldi fólks sem hefur heilmikil áhrif á efnahag svæðisins í kring. Þessi mót hafa sýnt það að þau laða til sín fjölda útlendinga sem styrkja okkar gjaldeyrisgrundvöll,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Einar telur að landsmót feli í sér alls konar aðra kynningu á landinu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta er líka til þess fallið að auka áhuga bæði Íslendinga og útlendinga á hestamennskunni. Hestamennskan er gífurlega mikil atvinnugrein og vaxandi og í sumum héruðum er hún burðarásin í atvinnulífinu. Svona mót þar sem að þúsundir manna koma alls staðar að af landinu og víða úr heiminum hefur auðvitað mikla þýðingu til að styrkja bakland þessarar atvinnustarfsemi,“ segir Einar. Hann telur að svona mót hafi gífurleg áhrif á lítinn stað eins og Hellu. Allt gistipláss í nágrenninu sé löngu upppantað auk þess sem þetta hefur mikil áhrif á hvers konar þjónustu. Aðspurður um stuðning hins opinbera við landsmót segir Einar að Alþingi hafi með fjárveitingum lagt fram peninga til þess að byggja upp sýningaraðstöðu á landsmótsstöðum. Bæði á Gaddstaðaflötum nú á Hellu og líka áður til dæmis á Vindheimamelum í Skagafirði. „Hestamennska er stunduð af miklum fjölda fólks og það er að mínu mati eðlilegt að ríkisvaldið komi að því að byggja upp þessa innviði eins og við gerum með önnur íþróttamót eins og landsmót ungmennafélaganna og annað slíkt,“ segir Einar. Einar nefnir að þegar hann var formaður Ferðamálaráðs þá beitti hann sér fyrir því að ferðamálaráð stóð straum af kostnaði við markaðssetningu á markaðssíðu ferðamálaráðs þá. Segir hann að það hafi haft mikil og jákvæð áhrif. Einar er þekktur fyrir afskipti sín af sjávarútvegsmálum og segist ekki mikill hestamaður en segist þó sæmilega reiðfær. „Þegar ég var yngri þá var ég ágætlega liðtækur á hesti en á seinni árum hefur minna farið fyrir reiðmennsku. Ég umgengst mikið af hestamönnum og hef mörg tækifæri til að skreppa á bak þó ég eigi enga hesta sjálfur,“ segir Einar. Hann hefur sótt þó nokkur landsmót og nefnir að fyrsta landsmót sem hann sótti hafi verið árið 1966 þegar hann var í sveit í Skagafirði þá tíu ára gamall. Þá var landsmót haldið á Hólum í Hjaltadal. Síðan hefur hann sótt nokkur landsmót og seinni ár sérstaklega á Vindheimamelum í Skagafirði. Einar fór í fyrra á heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið var í Hollandi og segir þá upplifun ógleymanlega. Einar var á síðasta Landsmóti sem haldið var á Vindheimamelum í Skagafirði og segir að það hafi verið gífurleg upplifun og mjög skemmtilegt hafi verið að sækja það mót. „Stemningin sem myndast þarna er engu lagi lík, bæði á meðan á mótinu stendur sem og allur félagsskapurinn í kringum þetta,“ segir Einar að lokum. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Nýskráðum bílum fjölgaði um 42 prósent milli ára Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
„Ég held að áhrif Landsmóts séu algjörlega ómetanleg og verði seint reiknuð út til fulls. Annars vegar er það þannig að mót af þessu tagi skapa í sjálfu sér mikil verðmæti. Þarna kemur saman mikill fjöldi fólks sem hefur heilmikil áhrif á efnahag svæðisins í kring. Þessi mót hafa sýnt það að þau laða til sín fjölda útlendinga sem styrkja okkar gjaldeyrisgrundvöll,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Einar telur að landsmót feli í sér alls konar aðra kynningu á landinu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta er líka til þess fallið að auka áhuga bæði Íslendinga og útlendinga á hestamennskunni. Hestamennskan er gífurlega mikil atvinnugrein og vaxandi og í sumum héruðum er hún burðarásin í atvinnulífinu. Svona mót þar sem að þúsundir manna koma alls staðar að af landinu og víða úr heiminum hefur auðvitað mikla þýðingu til að styrkja bakland þessarar atvinnustarfsemi,“ segir Einar. Hann telur að svona mót hafi gífurleg áhrif á lítinn stað eins og Hellu. Allt gistipláss í nágrenninu sé löngu upppantað auk þess sem þetta hefur mikil áhrif á hvers konar þjónustu. Aðspurður um stuðning hins opinbera við landsmót segir Einar að Alþingi hafi með fjárveitingum lagt fram peninga til þess að byggja upp sýningaraðstöðu á landsmótsstöðum. Bæði á Gaddstaðaflötum nú á Hellu og líka áður til dæmis á Vindheimamelum í Skagafirði. „Hestamennska er stunduð af miklum fjölda fólks og það er að mínu mati eðlilegt að ríkisvaldið komi að því að byggja upp þessa innviði eins og við gerum með önnur íþróttamót eins og landsmót ungmennafélaganna og annað slíkt,“ segir Einar. Einar nefnir að þegar hann var formaður Ferðamálaráðs þá beitti hann sér fyrir því að ferðamálaráð stóð straum af kostnaði við markaðssetningu á markaðssíðu ferðamálaráðs þá. Segir hann að það hafi haft mikil og jákvæð áhrif. Einar er þekktur fyrir afskipti sín af sjávarútvegsmálum og segist ekki mikill hestamaður en segist þó sæmilega reiðfær. „Þegar ég var yngri þá var ég ágætlega liðtækur á hesti en á seinni árum hefur minna farið fyrir reiðmennsku. Ég umgengst mikið af hestamönnum og hef mörg tækifæri til að skreppa á bak þó ég eigi enga hesta sjálfur,“ segir Einar. Hann hefur sótt þó nokkur landsmót og nefnir að fyrsta landsmót sem hann sótti hafi verið árið 1966 þegar hann var í sveit í Skagafirði þá tíu ára gamall. Þá var landsmót haldið á Hólum í Hjaltadal. Síðan hefur hann sótt nokkur landsmót og seinni ár sérstaklega á Vindheimamelum í Skagafirði. Einar fór í fyrra á heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið var í Hollandi og segir þá upplifun ógleymanlega. Einar var á síðasta Landsmóti sem haldið var á Vindheimamelum í Skagafirði og segir að það hafi verið gífurleg upplifun og mjög skemmtilegt hafi verið að sækja það mót. „Stemningin sem myndast þarna er engu lagi lík, bæði á meðan á mótinu stendur sem og allur félagsskapurinn í kringum þetta,“ segir Einar að lokum.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Nýskráðum bílum fjölgaði um 42 prósent milli ára Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent