Þekking fjármálafólksins virkjuð 22. október 2008 00:01 Framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi segir mikilvægt að skapa frjóan vettvang fyrir það velmenntaða starfsfólk fjármálafyrirtækjanna sem er að missa vinnuna á næstunni. „Bankarnir tóku allt besta fólkið. Nú verðum við að virkja þá sem missa vinnuna og koma í veg fyrir að það fari úr landi,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Halldór segir marga óttast að stór hluti af velmenntuðu og frjóu starfsliði bankanna hverfi af landi brott eftir að bankageirinn var stokkaður upp í byrjun mánaðar. Margir horfa til Noregs. Halldór og frumkvöðullinn Hjálmar Gíslason hafa hist reglulega ásamt öðrum, svo sem forsvarsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, eftir að bankarnir fóru í þrot til að finna leiðir og hámarka þau tækifæri sem bíði starfsfólks bankanna. Þá hafa þeir kortlagt sprotageirann, sem þurfi á hæfu starfsfólki að halda, til að finna farveg fyrir þá þekkingu úr bankageiranum sem nú er á lausu. Ekki megi þó reikna með að sprotafyrirtækin geti tekið við öllum. Fleiri hafa lagt lóð sín á vogarskálarnar en Nýsköpunarmiðstöðin, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins gerðu í síðustu viku með sér samstarfssamning um leit og framboð á möguleikum til atvinnusköpunar fyrir félagsmenn fjármálafyrirtækja, svo sem farveg fyrir nýsköpun og frumkvöðlavinnu. Halldór segir hættuna felast í því að fólk í fjármálageiranum verði látið vinna uppsagnarfrest sinn og fari svo á atvinnuleysisbætur. Nær sé að hvetja fólk til að ræða saman og þróa hugmyndir sem það lumi á og vera þátttakendur í jákvæðu uppbyggingarferli á sama tíma og bætur eru greiddar. „Það er fullt af húsnæði laust og lítið mál að útvega skrifstofubúnað,“ segir Halldór. Undir smásjánni Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Bankarnir tóku allt besta fólkið. Nú verðum við að virkja þá sem missa vinnuna og koma í veg fyrir að það fari úr landi,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Halldór segir marga óttast að stór hluti af velmenntuðu og frjóu starfsliði bankanna hverfi af landi brott eftir að bankageirinn var stokkaður upp í byrjun mánaðar. Margir horfa til Noregs. Halldór og frumkvöðullinn Hjálmar Gíslason hafa hist reglulega ásamt öðrum, svo sem forsvarsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, eftir að bankarnir fóru í þrot til að finna leiðir og hámarka þau tækifæri sem bíði starfsfólks bankanna. Þá hafa þeir kortlagt sprotageirann, sem þurfi á hæfu starfsfólki að halda, til að finna farveg fyrir þá þekkingu úr bankageiranum sem nú er á lausu. Ekki megi þó reikna með að sprotafyrirtækin geti tekið við öllum. Fleiri hafa lagt lóð sín á vogarskálarnar en Nýsköpunarmiðstöðin, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins gerðu í síðustu viku með sér samstarfssamning um leit og framboð á möguleikum til atvinnusköpunar fyrir félagsmenn fjármálafyrirtækja, svo sem farveg fyrir nýsköpun og frumkvöðlavinnu. Halldór segir hættuna felast í því að fólk í fjármálageiranum verði látið vinna uppsagnarfrest sinn og fari svo á atvinnuleysisbætur. Nær sé að hvetja fólk til að ræða saman og þróa hugmyndir sem það lumi á og vera þátttakendur í jákvæðu uppbyggingarferli á sama tíma og bætur eru greiddar. „Það er fullt af húsnæði laust og lítið mál að útvega skrifstofubúnað,“ segir Halldór.
Undir smásjánni Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira