Yfirlögregluþjónn í lögleysu á fjöllum 4. nóvember 2008 00:01 Yfirlögregluþjónn virðist hafa brotið lög þegar hann fór á veiðar um helgina. Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, fór á fjórhjóli til rjúpnaveiða síðastliðinn laugardag í Sanddalstungu skammt hjá Norðurárdal. Slíkt er ólöglegt, að mati Ívars Erlendssonar, meðstjórnanda í Skotveiðifélagi Íslands (Skotvís). Jón varð síðar fyrir því óláni að fótbrjóta sig þar um slóðir. „Ég hef ekki brotið neitt af mér," segir Jón Sigurður. Honum þykir það leitt að vera sakaður um slíkt, ekki síst vegna stöðu sinnar en hann hefur einnig átt sæti í nefnd dómsmálaráðherra um endurskoðun vopnalaga. „Við fórum á fjórhjólum upp eftir en við vorum ekki á veiðum á hjólunum," segir hann. Hann segir að þeir hafi ekið eftir vegslóða sem lá inn múlann og skilið hjólin eftir þar á slóðanum og segist hann ekki telja slíkt lögbrot. „Meðan maður keyrir ekki utan vegar og er ekki á hjólinu við veiðarnar þá á þetta að vera í lagi. Þessi götuskráðu hjól eru ekkert öðruvísi að þessu leyti en bílar." Hann segir enn fremur að skyttur fari akandi á bílum þennan veg þegar fært er en sú var ekki raunin síðastliðinn laugardag. Menn verði hins vegar að gæta þess, segir hann, að hleypa ekki af innan við 250 metra frá farartækinu. Aðspurður segir Ívar hins vegar það vera ólöglegt að fara til veiða á fjórhjóli. Skipti þá ekki máli hversu langt frá hjólinu skyttan sé þegar hleypt er af. „Þetta hefur verið freisting hjá fáeinum veiðimönnum að fara til veiða á hjólunum en fólk hefur verið duglegt við að láta lögregluna vita," segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvíss. „Í þessu tilfelli vil ég segja það að maðurinn sem um ræðir er afar virtur meðal okkar skotveiðimanna og þykir okkur því afar sorglegt að hann skuli hafa látið undan freistingunni en óskum honum að öðru leyti góðs bata." Á spjallborði vefsíðunnar hlað.is var því haldið fram að Jón Sigurður hafi ekki haft pinna í byssu sinni en pinni þessi kemur í veg fyrir að menn geti hlaðið byssu sína fleiri skotum en þremur. Veiði með pinnalausum byssum er því ólögleg. Hann svaraði því með eftirfarandi hætti: „Að byssurnar hafi verið pinnalausar er rakalaust bull. Verð að segja að mér finnst helvíti hart að vakna eftir skurðaðgerð í framhaldi af slæmu slysi og hitta Gróu á Leiti svona illilega fyrir." Lögreglumál Skotveiði Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, fór á fjórhjóli til rjúpnaveiða síðastliðinn laugardag í Sanddalstungu skammt hjá Norðurárdal. Slíkt er ólöglegt, að mati Ívars Erlendssonar, meðstjórnanda í Skotveiðifélagi Íslands (Skotvís). Jón varð síðar fyrir því óláni að fótbrjóta sig þar um slóðir. „Ég hef ekki brotið neitt af mér," segir Jón Sigurður. Honum þykir það leitt að vera sakaður um slíkt, ekki síst vegna stöðu sinnar en hann hefur einnig átt sæti í nefnd dómsmálaráðherra um endurskoðun vopnalaga. „Við fórum á fjórhjólum upp eftir en við vorum ekki á veiðum á hjólunum," segir hann. Hann segir að þeir hafi ekið eftir vegslóða sem lá inn múlann og skilið hjólin eftir þar á slóðanum og segist hann ekki telja slíkt lögbrot. „Meðan maður keyrir ekki utan vegar og er ekki á hjólinu við veiðarnar þá á þetta að vera í lagi. Þessi götuskráðu hjól eru ekkert öðruvísi að þessu leyti en bílar." Hann segir enn fremur að skyttur fari akandi á bílum þennan veg þegar fært er en sú var ekki raunin síðastliðinn laugardag. Menn verði hins vegar að gæta þess, segir hann, að hleypa ekki af innan við 250 metra frá farartækinu. Aðspurður segir Ívar hins vegar það vera ólöglegt að fara til veiða á fjórhjóli. Skipti þá ekki máli hversu langt frá hjólinu skyttan sé þegar hleypt er af. „Þetta hefur verið freisting hjá fáeinum veiðimönnum að fara til veiða á hjólunum en fólk hefur verið duglegt við að láta lögregluna vita," segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvíss. „Í þessu tilfelli vil ég segja það að maðurinn sem um ræðir er afar virtur meðal okkar skotveiðimanna og þykir okkur því afar sorglegt að hann skuli hafa látið undan freistingunni en óskum honum að öðru leyti góðs bata." Á spjallborði vefsíðunnar hlað.is var því haldið fram að Jón Sigurður hafi ekki haft pinna í byssu sinni en pinni þessi kemur í veg fyrir að menn geti hlaðið byssu sína fleiri skotum en þremur. Veiði með pinnalausum byssum er því ólögleg. Hann svaraði því með eftirfarandi hætti: „Að byssurnar hafi verið pinnalausar er rakalaust bull. Verð að segja að mér finnst helvíti hart að vakna eftir skurðaðgerð í framhaldi af slæmu slysi og hitta Gróu á Leiti svona illilega fyrir."
Lögreglumál Skotveiði Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira