Yfirlögregluþjónn í lögleysu á fjöllum 4. nóvember 2008 00:01 Yfirlögregluþjónn virðist hafa brotið lög þegar hann fór á veiðar um helgina. Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, fór á fjórhjóli til rjúpnaveiða síðastliðinn laugardag í Sanddalstungu skammt hjá Norðurárdal. Slíkt er ólöglegt, að mati Ívars Erlendssonar, meðstjórnanda í Skotveiðifélagi Íslands (Skotvís). Jón varð síðar fyrir því óláni að fótbrjóta sig þar um slóðir. „Ég hef ekki brotið neitt af mér," segir Jón Sigurður. Honum þykir það leitt að vera sakaður um slíkt, ekki síst vegna stöðu sinnar en hann hefur einnig átt sæti í nefnd dómsmálaráðherra um endurskoðun vopnalaga. „Við fórum á fjórhjólum upp eftir en við vorum ekki á veiðum á hjólunum," segir hann. Hann segir að þeir hafi ekið eftir vegslóða sem lá inn múlann og skilið hjólin eftir þar á slóðanum og segist hann ekki telja slíkt lögbrot. „Meðan maður keyrir ekki utan vegar og er ekki á hjólinu við veiðarnar þá á þetta að vera í lagi. Þessi götuskráðu hjól eru ekkert öðruvísi að þessu leyti en bílar." Hann segir enn fremur að skyttur fari akandi á bílum þennan veg þegar fært er en sú var ekki raunin síðastliðinn laugardag. Menn verði hins vegar að gæta þess, segir hann, að hleypa ekki af innan við 250 metra frá farartækinu. Aðspurður segir Ívar hins vegar það vera ólöglegt að fara til veiða á fjórhjóli. Skipti þá ekki máli hversu langt frá hjólinu skyttan sé þegar hleypt er af. „Þetta hefur verið freisting hjá fáeinum veiðimönnum að fara til veiða á hjólunum en fólk hefur verið duglegt við að láta lögregluna vita," segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvíss. „Í þessu tilfelli vil ég segja það að maðurinn sem um ræðir er afar virtur meðal okkar skotveiðimanna og þykir okkur því afar sorglegt að hann skuli hafa látið undan freistingunni en óskum honum að öðru leyti góðs bata." Á spjallborði vefsíðunnar hlað.is var því haldið fram að Jón Sigurður hafi ekki haft pinna í byssu sinni en pinni þessi kemur í veg fyrir að menn geti hlaðið byssu sína fleiri skotum en þremur. Veiði með pinnalausum byssum er því ólögleg. Hann svaraði því með eftirfarandi hætti: „Að byssurnar hafi verið pinnalausar er rakalaust bull. Verð að segja að mér finnst helvíti hart að vakna eftir skurðaðgerð í framhaldi af slæmu slysi og hitta Gróu á Leiti svona illilega fyrir." Lögreglumál Skotveiði Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, fór á fjórhjóli til rjúpnaveiða síðastliðinn laugardag í Sanddalstungu skammt hjá Norðurárdal. Slíkt er ólöglegt, að mati Ívars Erlendssonar, meðstjórnanda í Skotveiðifélagi Íslands (Skotvís). Jón varð síðar fyrir því óláni að fótbrjóta sig þar um slóðir. „Ég hef ekki brotið neitt af mér," segir Jón Sigurður. Honum þykir það leitt að vera sakaður um slíkt, ekki síst vegna stöðu sinnar en hann hefur einnig átt sæti í nefnd dómsmálaráðherra um endurskoðun vopnalaga. „Við fórum á fjórhjólum upp eftir en við vorum ekki á veiðum á hjólunum," segir hann. Hann segir að þeir hafi ekið eftir vegslóða sem lá inn múlann og skilið hjólin eftir þar á slóðanum og segist hann ekki telja slíkt lögbrot. „Meðan maður keyrir ekki utan vegar og er ekki á hjólinu við veiðarnar þá á þetta að vera í lagi. Þessi götuskráðu hjól eru ekkert öðruvísi að þessu leyti en bílar." Hann segir enn fremur að skyttur fari akandi á bílum þennan veg þegar fært er en sú var ekki raunin síðastliðinn laugardag. Menn verði hins vegar að gæta þess, segir hann, að hleypa ekki af innan við 250 metra frá farartækinu. Aðspurður segir Ívar hins vegar það vera ólöglegt að fara til veiða á fjórhjóli. Skipti þá ekki máli hversu langt frá hjólinu skyttan sé þegar hleypt er af. „Þetta hefur verið freisting hjá fáeinum veiðimönnum að fara til veiða á hjólunum en fólk hefur verið duglegt við að láta lögregluna vita," segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvíss. „Í þessu tilfelli vil ég segja það að maðurinn sem um ræðir er afar virtur meðal okkar skotveiðimanna og þykir okkur því afar sorglegt að hann skuli hafa látið undan freistingunni en óskum honum að öðru leyti góðs bata." Á spjallborði vefsíðunnar hlað.is var því haldið fram að Jón Sigurður hafi ekki haft pinna í byssu sinni en pinni þessi kemur í veg fyrir að menn geti hlaðið byssu sína fleiri skotum en þremur. Veiði með pinnalausum byssum er því ólögleg. Hann svaraði því með eftirfarandi hætti: „Að byssurnar hafi verið pinnalausar er rakalaust bull. Verð að segja að mér finnst helvíti hart að vakna eftir skurðaðgerð í framhaldi af slæmu slysi og hitta Gróu á Leiti svona illilega fyrir."
Lögreglumál Skotveiði Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira