Engar skattaívilnanir vegna hlutabréfakaupa 29. október 2008 00:01 Skúli Eggert Þórðarson „Næstum því hver einasta fjölskylda í landinu hefur tapað fjármunum upp á síðkastið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Þegar svo sé verði jafnt yfir alla að ganga. Því verði ekki veittar sérstakar ívilnanir vegna taps á hlutabréfakaupum og innlausn á kaupréttarsamningum í fyrirtækjum sem séu farin í þrot. Innlausn kaupréttarsamninga starfsmanna í fyrirtækjum reiknast til launatekna og greiðist af því fullur tekjuskattur, 35,72 prósent. Algengt er að æðstu starfsmenn banka og smærri fyrirtækja í einkageiranum hafi fengið hluta launa sinna með kaupréttarsamningi. Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að einhverjir hafi fremur skrifað undir kaupréttarsamning en haldið launum óbreyttum, jafnvel í nokkur ár. Þeir starfsmenn bankanna þriggja, sem þeirra fyrirtækja sem eru farin í þrot, sitja því uppi með að hafa greitt skatt af eign sem nú er að engu orðin. Hreiðar er einn þeirra samkvæmt þessu. Laun Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, eru dæmi um slíkt. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar var Hreiðar tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra. Hann hafði 740 milljónir króna í laun samkvæmt því, eða um 62 milljónir króna á mánuði. Í ársreikningi bankans fyrir síðasta ár námu þau hins vegar 110 milljónum, 9,1 milljón á mánuði. Afgangurinn lá í kaupréttarsamningum sem nú eru að engu orðnir. Skúli Eggert segir mál sem þetta hafa verið til meðferðar hjá embættinu og enn til athugunar. Endanleg niðurstaða liggi hins vegar ekki fyrir. Ekki sé á þessu stigi hægt að segja til um hvort málið uppfylli skilyrði um skattalegar ívilnanir. „Í eðli sínu eru kaupréttarsamningar og hlutabréfakaup áhættufjárfesting, jafnvel þótt kaupin séu að vissu leyti þáttur í atvinnurekstri,“ segir hann og bætir við að ívilnanir samkvæmt 65. grein tekjuskattslaga um lækkun á tekjuskattsstofni vegna tapaðs hlutafjár vegna vissra aðstæðna nái ekki til þess. Skúli Eggert segir almennt tap samfélagsins mikið eftir að bankarnir þrír fóru í þrot og vegna aðstæðna í efnahagslífinu. Ekki sé því hægt að veita þeim ívilnanir sem hafi tapað á áhættufjárfestingum á borð við hlutabréfakaup. Þó sé meginreglan sú að ekki séu veittar ívilnanir vegna áhættufjárfestinga. „Þegar skerðingin er svo almenn þá er mjög óvíst að lagaákvæðin eigi við,“ segir hann. Markaðir Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
„Næstum því hver einasta fjölskylda í landinu hefur tapað fjármunum upp á síðkastið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Þegar svo sé verði jafnt yfir alla að ganga. Því verði ekki veittar sérstakar ívilnanir vegna taps á hlutabréfakaupum og innlausn á kaupréttarsamningum í fyrirtækjum sem séu farin í þrot. Innlausn kaupréttarsamninga starfsmanna í fyrirtækjum reiknast til launatekna og greiðist af því fullur tekjuskattur, 35,72 prósent. Algengt er að æðstu starfsmenn banka og smærri fyrirtækja í einkageiranum hafi fengið hluta launa sinna með kaupréttarsamningi. Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að einhverjir hafi fremur skrifað undir kaupréttarsamning en haldið launum óbreyttum, jafnvel í nokkur ár. Þeir starfsmenn bankanna þriggja, sem þeirra fyrirtækja sem eru farin í þrot, sitja því uppi með að hafa greitt skatt af eign sem nú er að engu orðin. Hreiðar er einn þeirra samkvæmt þessu. Laun Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, eru dæmi um slíkt. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar var Hreiðar tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra. Hann hafði 740 milljónir króna í laun samkvæmt því, eða um 62 milljónir króna á mánuði. Í ársreikningi bankans fyrir síðasta ár námu þau hins vegar 110 milljónum, 9,1 milljón á mánuði. Afgangurinn lá í kaupréttarsamningum sem nú eru að engu orðnir. Skúli Eggert segir mál sem þetta hafa verið til meðferðar hjá embættinu og enn til athugunar. Endanleg niðurstaða liggi hins vegar ekki fyrir. Ekki sé á þessu stigi hægt að segja til um hvort málið uppfylli skilyrði um skattalegar ívilnanir. „Í eðli sínu eru kaupréttarsamningar og hlutabréfakaup áhættufjárfesting, jafnvel þótt kaupin séu að vissu leyti þáttur í atvinnurekstri,“ segir hann og bætir við að ívilnanir samkvæmt 65. grein tekjuskattslaga um lækkun á tekjuskattsstofni vegna tapaðs hlutafjár vegna vissra aðstæðna nái ekki til þess. Skúli Eggert segir almennt tap samfélagsins mikið eftir að bankarnir þrír fóru í þrot og vegna aðstæðna í efnahagslífinu. Ekki sé því hægt að veita þeim ívilnanir sem hafi tapað á áhættufjárfestingum á borð við hlutabréfakaup. Þó sé meginreglan sú að ekki séu veittar ívilnanir vegna áhættufjárfestinga. „Þegar skerðingin er svo almenn þá er mjög óvíst að lagaákvæðin eigi við,“ segir hann.
Markaðir Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira