Erlent

Ráðist gegn stjórnarandstöðunni í Zimbabwe

Óli Tynes skrifar
Lögreglan í Zimbabwe hefur haft í nógu að snúast síðan Mugabe tapaði í kosningunum.
Lögreglan í Zimbabwe hefur haft í nógu að snúast síðan Mugabe tapaði í kosningunum.

Vopnaðir lögreglumenn réðust í dag inn í höfuðstöðvar stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe og hantóku þar um eitthundrað manns sem voru fluttir á brott í rútum. Talsmaður stjórnarandstöðunnar sagði að lögreglumennirnir hefðu einnig fjarlægt tölvur úr höfuðstöðvunum.

Mikil spenna hefur ríkt í landinu eftir kosningarnar 29 mars síðasliðinn, þar sem stjórnarandstaðan fór með sigur af hólmi. Mugabe forseti þrjóskast hinsvegar við að fara frá völdum. Kosningatölur hafa enn ekki verið birtar.

Mugabe fyrskipaði endurtalningu á hluta atkvæðanna og yfirvöld segja að þær tölur verði birtar um helgina. Ekki kæmi á óvart þótt útkoman yrði hagstæð fyrir forsetann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×