Viðskipti innlent

Stjórnvöld fá tillögur að gjöf

Björk guðmundsdóttir „Við erum ekki að finna upp hjólið,“ segir Björk.Markaðurinn/stefán
Björk guðmundsdóttir „Við erum ekki að finna upp hjólið,“ segir Björk.Markaðurinn/stefán

„Við ætlum að afhenda stjórnvöldum pakka af tillögum með slaufu,“ segir Björk Guðmundsdóttir söngkona. Henni er full alvara.

Átta vinnuhópar fólks úr ýmsum kimum samfélagsins hafa frá á sunnudag fyrir tæpum hálfum mánuði unnið að tillögum um nýsköpun og fjölbreytileika í samfélags- og atvinnuþróun á Íslandi án stóriðju. Áætlað er að hundrað manns hafi tekið þátt í verkefninu.

Að fundinum fyrir hálfum mánuði stóðu Háskólinn í Reykjavík, Klak og Fræ, stofnun innan HR um almannaheill. Björk segir þátttakendur hafa verið ólma í að hittast aftur svo einhver niðurstaða fáist um tillögur sem verði afhentar stjórnvöldum. „Við erum að vinna úr raunhæfum úrlausnum,“ segir hún.

Björk, sem lagði grunn að verkefninu fyrir rúmum tveimur mánuðum, segir meirihluta hópsins búa yfir mikilli reynslu á sviði nýsköpunar og rekstri sprotafyrirtækja. „Við erum ekki að finna upp hjólið en núna er kannski grundvöllur fyrir því að það sé hlustað á okkur,“ segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×