Bankahólfið: Hógværir 14. maí 2008 00:01 Misjafnt er hversu umsvifamiklir stjórnendur og stjórnarmenn fjármálastofnana eru í lántökum innan þeirra bankastofnana sem þeir starfa hjá. Sem dæmi námu útistandandi lán til bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans í lok mars um 158 milljónum króna. Sigurjón Árnason bankastjóri upplýsti á uppgjörsfundi að minnst af þessu væru lán til hans og Halldórs J. Kristjánssonar. Þeir væru svo hógværir menn. Þetta væru að mestu lán til framkvæmdastjóranna og næmu nokkrum íbúðalánum, svo lág væri upphæðin. Hins vegar nema lán til bankastjórnar Landsbankans og félaga þeirra um 42 milljörðum króna. Í Kaupþingi er þessum tölum skellt saman og nam heildarupphæðin í lok mars rúmlega 35 milljörðum króna.Verra á útlenskuÞeir sem fjalla um íslensk efnahagsmál þekkja vel hversu snúið getur verið að fá æðstu stjórnendur í Seðlabankanum til að tjá sig um helstu álitaefni hverju sinni. Nú virðist hins vegar sem breyting hafi orðið á, en sá galli er þó á gjöf Njarðar að sú ákvörðun virðist hafa verið tekin að tjá sig helst á útlensku um þessi mál og vísa svo öllu á bug sem meinlegum misskilningi þegar heim er komið. Frægt var viðtal í Börsen á dögunum við Eirík Guðnason þar sem hann virtist lýsa yfir miklum áhyggjum af íslenska fjármálakerfinu og fyrir helgi birtist þýskt viðtal við Arnór Sighvatsson, þar sem hann tjáði sig með svipuðum hætti og bætti við að upptaka evru myndi auka líkur á stöðugleika. Í báðum tilfellum kepptust stjórnendur Seðlabankans við að draga úr vægi ummælanna hér heima, með takmörkuðum árangri enda orðið æði stutt milli landa í fjölmiðlun nútímans og menn fá alltaf fréttir, hvort sem þær eru á útlensku eða íslensku …EvranÁsgeir Jónsson, hagfræðingur, sagði í málstofu í Seðlabanka Íslands í gær að lausafjárþörf íslensku bankanna væri í erlendri mynt en seðlaprentunarvald Seðlabanka Íslands væri í íslenskum krónum, sem hefðu takmarkað markaðshæfi utan Íslands. Af þeim sökum gætu íslenskir bankar ekki fengið sömu lausafjárfyrirgreiðslu hjá sínum seðlabanka og til dæmis bankar á evrópska myntsvæðinu. Lausafjáráhætta þeirra hlyti því að vera hærri. Besta lausnin á þessu er að mati Ásgeirs innganga í myntbandalag Evrópu en ekki einhliða upptaka evru. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Misjafnt er hversu umsvifamiklir stjórnendur og stjórnarmenn fjármálastofnana eru í lántökum innan þeirra bankastofnana sem þeir starfa hjá. Sem dæmi námu útistandandi lán til bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans í lok mars um 158 milljónum króna. Sigurjón Árnason bankastjóri upplýsti á uppgjörsfundi að minnst af þessu væru lán til hans og Halldórs J. Kristjánssonar. Þeir væru svo hógværir menn. Þetta væru að mestu lán til framkvæmdastjóranna og næmu nokkrum íbúðalánum, svo lág væri upphæðin. Hins vegar nema lán til bankastjórnar Landsbankans og félaga þeirra um 42 milljörðum króna. Í Kaupþingi er þessum tölum skellt saman og nam heildarupphæðin í lok mars rúmlega 35 milljörðum króna.Verra á útlenskuÞeir sem fjalla um íslensk efnahagsmál þekkja vel hversu snúið getur verið að fá æðstu stjórnendur í Seðlabankanum til að tjá sig um helstu álitaefni hverju sinni. Nú virðist hins vegar sem breyting hafi orðið á, en sá galli er þó á gjöf Njarðar að sú ákvörðun virðist hafa verið tekin að tjá sig helst á útlensku um þessi mál og vísa svo öllu á bug sem meinlegum misskilningi þegar heim er komið. Frægt var viðtal í Börsen á dögunum við Eirík Guðnason þar sem hann virtist lýsa yfir miklum áhyggjum af íslenska fjármálakerfinu og fyrir helgi birtist þýskt viðtal við Arnór Sighvatsson, þar sem hann tjáði sig með svipuðum hætti og bætti við að upptaka evru myndi auka líkur á stöðugleika. Í báðum tilfellum kepptust stjórnendur Seðlabankans við að draga úr vægi ummælanna hér heima, með takmörkuðum árangri enda orðið æði stutt milli landa í fjölmiðlun nútímans og menn fá alltaf fréttir, hvort sem þær eru á útlensku eða íslensku …EvranÁsgeir Jónsson, hagfræðingur, sagði í málstofu í Seðlabanka Íslands í gær að lausafjárþörf íslensku bankanna væri í erlendri mynt en seðlaprentunarvald Seðlabanka Íslands væri í íslenskum krónum, sem hefðu takmarkað markaðshæfi utan Íslands. Af þeim sökum gætu íslenskir bankar ekki fengið sömu lausafjárfyrirgreiðslu hjá sínum seðlabanka og til dæmis bankar á evrópska myntsvæðinu. Lausafjáráhætta þeirra hlyti því að vera hærri. Besta lausnin á þessu er að mati Ásgeirs innganga í myntbandalag Evrópu en ekki einhliða upptaka evru.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira