Framlög Páls Baldvins Baldvinssonar til þjóðfélagsumræðu Ögmundur Jónasson skrifar 6. desember 2008 04:45 Danski rithöfundurinn Hans Scherfig segir í einni bóka sinna að til séu þeir sem skrifi um lífið, svo hinir sem skrifi um þá sem skrifa um lífið. Þá megi ekki gleyma hinum sem lifa lífinu. Páll Baldvin Baldvinsson hefur sérhæft sig í kategóríu tvö. Hann birtist þjóðinni fyrst og fremst sem sá sem fjallar um þá sem skrifa um lífið. Sannast sagna finnst mér oft gaman að hlusta á Pál Baldvin, til dæmis í Kilju Egils Helgasonar en sá þáttur er í uppáhaldi hjá mér. Þar er Páll Baldvin fastagestur og oft með skemmtilegar vangaveltur um bókmenntir. Þess vegna þótti mér heldur miður þegar hann sá ástæðu til að gefa mér hrapalega falleinkunn fyrir framgöngu mína í nýlegum sunnudagsþætti Ævars Kjartanssonar og Ágústs Þórs Árnasonar þar sem fjalla átti um fullveldið. Þetta gerði hann í grein í Fréttablaðinu í vikunni. Ég kom í þennan þátt við forföll annars manns með minna en engum fyrirvara því þátturinn var hafinn þegar mér var kippt inn í hann. Hafði ekki einu sinni heyrt upphafið. Þar var fyrir Kristrún Heimisdóttir sem Páll Baldvin segir hafa verið beitta „ofbeldisfullri stýringu" af minni hálfu, enda sé ég „kjaftaskur" og „ráptuðra" sem tali í „tómum frösum" og ástæða til að spyrja hvort ég hafi ekki þorað að tala um „fullveldið", viðfangsefni þáttarins. Í stað þess að ræða fullveldið hafi ég farið „út og suður" um rafmagnsskömmtun í Kaliforníu, loftslagsmálin, Brusselvaldið, brunatryggingar í Reykjavík. Svo víða hafi ég farið „að varla var þráður í samtalinu." Hér endurómar Páll Baldvin ávirðingar Kristrúnar Heimisdóttur í minn garð í þættinum og að honum loknum. Bæði hún og félagar hennar á fjölmiðlum haga að sjálfsögðu sínu máli eins og þau kjósa. En skyldi vera til of mikils mælst að biðja þau að íhuga hvers vegna þessi dæmi hafi verið nefnd í umræðu um fullveldi þjóða og samfélaga? Þau voru tekin til að sýna hvar hið eiginlega vald liggur og þá einnig hvar við viljum í raun hafa það; hvers vegna við viljum mörg hver hafa lýðræðislega þröskulda fólksins í sveitarfélögum og þjóðríkjum, þröskulda sem alþjóðafjármagnið kemst ekki alveg eins glatt yfir og vill því jafnan burt. Heimsvæðingin hefur verið á forsendum fjármagnsins, hvort sem horft er til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Evrópusambandsins. Þetta var það samhengi sem þessi dæmi voru sett inn í. Rafmagnsskömmtun í Los Angeles er dæmi um borg í markaðsvæddu hagkerfi sem hélt eignarhaldi á rafmagnsveitum á sinni hendi og slapp þannig við Enron skandalinn og aðra óáran því tengda. Bandaríkin eru um sumt ekki eins miðstýrð og Evrópusambandið sem sviptir aðildarþjóðirnar fullveldi sínu í veigamiklum efnum. Raunveruleg dæmi úr lífi fólks og samfélaga skipta máli þegar talað er um fullveldi og lýðræði, völd og áhrif fólks á eigið umhverfi. Hér þarf að horfa á raunveruleikann eins og hann birtist okkur, reynsluna og lærdómana sem draga má af skerðingu fullveldis og nærlýðræðis, skerðingu þess að Jón og Gunna rétt eins og Ögmundur, Kristrún og Páll Baldvin fái um það ráðið í hvernig samfélagi þau búa. Dæmin eru allt um kring. Brunatrygginar á vegum Reykjavíkurborgar voru aflagðar þegar okkur var bannað með tilskipun Evrópusambandins að skipuleggja þær eins og við helst vildum. Þetta gerði skipulag brunatrygginga margfalt kostnaðarsamara, þyngra í vöfum og óhagkvæmara. Þetta er lítið einfalt dæmi um skerðingu á fullveldi þjóðar sem hefur neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir Jón og Gunnu og alla hina í samfélaginu - nema þá fáu sem græða. Dæmi sem þessi vekja greinilega hneykslan hjá sjálfskipuðum stýrendum umræðunnar um hvað megi og megi ekki tala um þegar fullveldi ber á góma. Loftslagsmálin, hafréttarmálin og mannréttindin nefndi ég í þættinum á hinn bóginn sem dæmi um mál sem við þyrftum að sameinast um á heimsvísu. Ég fæ engu um það ráðið þótt Páli Baldvini Baldvinssyni þyki lítið til minna röksemda og málflutnings koma. En einni spurningu langar mig til að biðja Pál Baldvin að velta fyrir sér: Getur verið að almenn umræða um kennisetningar og fræðilega teóríu án skírskotunar til þess veruleika sem við hrærumst í, og til þeirra mála sem heitast á okkur brenna, sé takmörkuð og á engan hátt fullnægjandi þegar fullveldi og önnur mikilvæg mál ber á góma? Hvaða sjálfskipaða vald hvaða sjálfskipuðu sérfræðinga ákvarðar ramma umræðunnar? Hvernig er hægt að ná fram málefnalegri, víðsýnni umræðu og traustari ákvarðanatöku um framtíðina ef ekki með vísan í reynsluna og raunveruleg dæmi úr lífi þjóða og einstaklinga? Leiðin til þess hruns sem við nú stöndum frammi fyrir var vörðuð af einstrengingslegum ramma kennisetninga sem m.a. hafa verið settar fram af fólki sem teljast fræðimenn á heimsmælikvarða og hafa jafnvel fengið Nóbelsverðlaun í nýfrjálshyggjuhagfræði. Vald og áhrif Jóns og Gunnu úti í bæ, og þeirra fullveldi í hnattvæddum heimi, á ekki að einskorðast við þröngan ramma kennisetninga. Teóría á ágætlega við í samræðum þeirra sem hafa atvinnu af því að skrifa um þá sem skrifa um lífið. En engin teóría um framtíð samfélags er góð ef hún er komin úr tengslum við þau sem lifa lífinu. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nóbelsverðlaun Ögmundur Jónasson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Danski rithöfundurinn Hans Scherfig segir í einni bóka sinna að til séu þeir sem skrifi um lífið, svo hinir sem skrifi um þá sem skrifa um lífið. Þá megi ekki gleyma hinum sem lifa lífinu. Páll Baldvin Baldvinsson hefur sérhæft sig í kategóríu tvö. Hann birtist þjóðinni fyrst og fremst sem sá sem fjallar um þá sem skrifa um lífið. Sannast sagna finnst mér oft gaman að hlusta á Pál Baldvin, til dæmis í Kilju Egils Helgasonar en sá þáttur er í uppáhaldi hjá mér. Þar er Páll Baldvin fastagestur og oft með skemmtilegar vangaveltur um bókmenntir. Þess vegna þótti mér heldur miður þegar hann sá ástæðu til að gefa mér hrapalega falleinkunn fyrir framgöngu mína í nýlegum sunnudagsþætti Ævars Kjartanssonar og Ágústs Þórs Árnasonar þar sem fjalla átti um fullveldið. Þetta gerði hann í grein í Fréttablaðinu í vikunni. Ég kom í þennan þátt við forföll annars manns með minna en engum fyrirvara því þátturinn var hafinn þegar mér var kippt inn í hann. Hafði ekki einu sinni heyrt upphafið. Þar var fyrir Kristrún Heimisdóttir sem Páll Baldvin segir hafa verið beitta „ofbeldisfullri stýringu" af minni hálfu, enda sé ég „kjaftaskur" og „ráptuðra" sem tali í „tómum frösum" og ástæða til að spyrja hvort ég hafi ekki þorað að tala um „fullveldið", viðfangsefni þáttarins. Í stað þess að ræða fullveldið hafi ég farið „út og suður" um rafmagnsskömmtun í Kaliforníu, loftslagsmálin, Brusselvaldið, brunatryggingar í Reykjavík. Svo víða hafi ég farið „að varla var þráður í samtalinu." Hér endurómar Páll Baldvin ávirðingar Kristrúnar Heimisdóttur í minn garð í þættinum og að honum loknum. Bæði hún og félagar hennar á fjölmiðlum haga að sjálfsögðu sínu máli eins og þau kjósa. En skyldi vera til of mikils mælst að biðja þau að íhuga hvers vegna þessi dæmi hafi verið nefnd í umræðu um fullveldi þjóða og samfélaga? Þau voru tekin til að sýna hvar hið eiginlega vald liggur og þá einnig hvar við viljum í raun hafa það; hvers vegna við viljum mörg hver hafa lýðræðislega þröskulda fólksins í sveitarfélögum og þjóðríkjum, þröskulda sem alþjóðafjármagnið kemst ekki alveg eins glatt yfir og vill því jafnan burt. Heimsvæðingin hefur verið á forsendum fjármagnsins, hvort sem horft er til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Evrópusambandsins. Þetta var það samhengi sem þessi dæmi voru sett inn í. Rafmagnsskömmtun í Los Angeles er dæmi um borg í markaðsvæddu hagkerfi sem hélt eignarhaldi á rafmagnsveitum á sinni hendi og slapp þannig við Enron skandalinn og aðra óáran því tengda. Bandaríkin eru um sumt ekki eins miðstýrð og Evrópusambandið sem sviptir aðildarþjóðirnar fullveldi sínu í veigamiklum efnum. Raunveruleg dæmi úr lífi fólks og samfélaga skipta máli þegar talað er um fullveldi og lýðræði, völd og áhrif fólks á eigið umhverfi. Hér þarf að horfa á raunveruleikann eins og hann birtist okkur, reynsluna og lærdómana sem draga má af skerðingu fullveldis og nærlýðræðis, skerðingu þess að Jón og Gunna rétt eins og Ögmundur, Kristrún og Páll Baldvin fái um það ráðið í hvernig samfélagi þau búa. Dæmin eru allt um kring. Brunatrygginar á vegum Reykjavíkurborgar voru aflagðar þegar okkur var bannað með tilskipun Evrópusambandins að skipuleggja þær eins og við helst vildum. Þetta gerði skipulag brunatrygginga margfalt kostnaðarsamara, þyngra í vöfum og óhagkvæmara. Þetta er lítið einfalt dæmi um skerðingu á fullveldi þjóðar sem hefur neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir Jón og Gunnu og alla hina í samfélaginu - nema þá fáu sem græða. Dæmi sem þessi vekja greinilega hneykslan hjá sjálfskipuðum stýrendum umræðunnar um hvað megi og megi ekki tala um þegar fullveldi ber á góma. Loftslagsmálin, hafréttarmálin og mannréttindin nefndi ég í þættinum á hinn bóginn sem dæmi um mál sem við þyrftum að sameinast um á heimsvísu. Ég fæ engu um það ráðið þótt Páli Baldvini Baldvinssyni þyki lítið til minna röksemda og málflutnings koma. En einni spurningu langar mig til að biðja Pál Baldvin að velta fyrir sér: Getur verið að almenn umræða um kennisetningar og fræðilega teóríu án skírskotunar til þess veruleika sem við hrærumst í, og til þeirra mála sem heitast á okkur brenna, sé takmörkuð og á engan hátt fullnægjandi þegar fullveldi og önnur mikilvæg mál ber á góma? Hvaða sjálfskipaða vald hvaða sjálfskipuðu sérfræðinga ákvarðar ramma umræðunnar? Hvernig er hægt að ná fram málefnalegri, víðsýnni umræðu og traustari ákvarðanatöku um framtíðina ef ekki með vísan í reynsluna og raunveruleg dæmi úr lífi þjóða og einstaklinga? Leiðin til þess hruns sem við nú stöndum frammi fyrir var vörðuð af einstrengingslegum ramma kennisetninga sem m.a. hafa verið settar fram af fólki sem teljast fræðimenn á heimsmælikvarða og hafa jafnvel fengið Nóbelsverðlaun í nýfrjálshyggjuhagfræði. Vald og áhrif Jóns og Gunnu úti í bæ, og þeirra fullveldi í hnattvæddum heimi, á ekki að einskorðast við þröngan ramma kennisetninga. Teóría á ágætlega við í samræðum þeirra sem hafa atvinnu af því að skrifa um þá sem skrifa um lífið. En engin teóría um framtíð samfélags er góð ef hún er komin úr tengslum við þau sem lifa lífinu. Höfundur er alþingismaður.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun