Erlent

Kínverjar æfir út í CNN

Óli Tynes skrifar
Jack Cafferty.
Jack Cafferty.

Kínverjar hafa krafist afsökunarbeiðni frá sjónvarpsstöðinni CNN eftir að álitsgjafi stöðvarinnar kallaði þá skúrka og skransala.

Jack Cafferty lét þessi orð falla í þættinum "The Situation Room." Í orðsendingu frá kínverska utanríkisráðuneytinu er þess krafist að bæði CNN og Cafferty dragi sín illu orð til baka og biðji alla kínversku þjóðina afsökunar.

Í orðum sínum var Cafferty að vísa til þess að margir kínverskir vöruflokkar hafa verið teknir úr sölu á vesturlöndum. Til dæmis eitraður gæludýramatur og leikföng sem voru máluð með málningu sem innihélt blý. Einnig var hann að vísa til Tíbets.

Í mótmælum Kínverja er Cafferty kallaður "anchor" eða fréttalesari, sem hann er raunar ekki. Hann hefur hinsvegar bæði stýrt sérstökum fréttaþáttum CNN og er þar tíður álitsgjafi. CNN hefur ekki enn tjáð sig um mótmæli Kínverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×