Erlent

Japanar náðu ekki hvalveiðikvóta sínum

Óli Tynes skrifar

Japanar kunna að hækka verð á hvalkjöti þar sem þeim tókst ekki að veiða kvóta sinn vegna áreitis hvalfriðunarsinna.

Kvótinn var 850 hrefnur en aðeins tókst að veiða 551. Einnig átti að veiða 50 langreyðar en engin náðist.

Bæði Greenpeace og Sea Shepheard sendu skip til þess að trufla hvalveiðar Japana. Japanar hafa fjármagnað vísindaveiðar sínar með sölu á hvalkjöti.

Talsmaður sjávarútvegsráðuneytisins sagði að það hefði því mikil áhrif á veiðarnar að kvótinn skyldi ekki nást.

Aðspurður um hvort það gæti leitt til hækkunar á hvalkjöti sagði talsmaðurinn að það væri ein hugsanleg leið.

Verksmiðjuskip hvalveiðiflotans er þegar komið til hafnar í Japan og hin skipin eru á heimleið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×