Sjúkk við sleppum -líklega Óli Tynes skrifar 17. apríl 2008 13:30 Sagan um þrettán ára þýskan strák sem leiðrétti útreikninga NASA var of góð til þess að vera sönn. Hún birtist fyrst í þýska blaðinu Potsdamer Neueste Nachrichten og hjá frönsku fréttastofunni AFP. Báðir þessir miðlar þykja nokkuð áreiðanlegir. Málið snýst um möguleikana á því að risaloftsteininn Apophis lendi á jörðinni árið 2036. NASA hafði reiknað út að möguleikarnir væru 1/45000. Það sagði hinn þrettán ára gamli Nico Marquardt að væri tveim núllum of mikið. Hann sagði að NASA hefði gleymt að taka inn í dæmið möguleikana á því að Apophis rækist á einhvern þeirra þúsunda gervihnatta sem eru á braut um jörðu. Apophis fer fyrst framhjá jörðinni föstudaginn 13. apríl (O, oh) árið 2029. Ef loftsteinninn rækist þá á eitthvert af gervitunglunum myndi það hundraðfalda líkurnar á því að hann rækist á jörðina árið 2036. Líkurnar yrðu þá 1/450. Þýska blaðið og AFP sögðu í gær að NASA hefði viðurkennt að hafa gert mistök. Það er rangt. Og geimferðastöðin hafði ekki gleymt gervitunglunum. Þvert á móti var það Nico sem hafði gleymt að taka áfallshorn loftsteinsins með í reikninginn. Það er 40 gráður frá miðbaug jarðar og því engin hætta á að hann rekist á einhvern gervihnattanna. NASA og Nico eru þó sammála um hvað myndi gerast EF Apophis lenti á Atlantshafi. Loftsteinninn er 320 metrar um sig, samsettur úr járni og iridium. Þyngdin er 200 milljarðar tonna. Áreksturinn myndi valda gífurlegum flóðbylgjum sem myndu ekki aðeins eyða hafnarborgum heldur ná víða langt inn í land. Rykský myndi umlykja jörðina um ófyrirsjáanlega framtíð. En möguleikarnir eru semsagt ennþá aðeins 1/45000. Vísindi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Sagan um þrettán ára þýskan strák sem leiðrétti útreikninga NASA var of góð til þess að vera sönn. Hún birtist fyrst í þýska blaðinu Potsdamer Neueste Nachrichten og hjá frönsku fréttastofunni AFP. Báðir þessir miðlar þykja nokkuð áreiðanlegir. Málið snýst um möguleikana á því að risaloftsteininn Apophis lendi á jörðinni árið 2036. NASA hafði reiknað út að möguleikarnir væru 1/45000. Það sagði hinn þrettán ára gamli Nico Marquardt að væri tveim núllum of mikið. Hann sagði að NASA hefði gleymt að taka inn í dæmið möguleikana á því að Apophis rækist á einhvern þeirra þúsunda gervihnatta sem eru á braut um jörðu. Apophis fer fyrst framhjá jörðinni föstudaginn 13. apríl (O, oh) árið 2029. Ef loftsteinninn rækist þá á eitthvert af gervitunglunum myndi það hundraðfalda líkurnar á því að hann rækist á jörðina árið 2036. Líkurnar yrðu þá 1/450. Þýska blaðið og AFP sögðu í gær að NASA hefði viðurkennt að hafa gert mistök. Það er rangt. Og geimferðastöðin hafði ekki gleymt gervitunglunum. Þvert á móti var það Nico sem hafði gleymt að taka áfallshorn loftsteinsins með í reikninginn. Það er 40 gráður frá miðbaug jarðar og því engin hætta á að hann rekist á einhvern gervihnattanna. NASA og Nico eru þó sammála um hvað myndi gerast EF Apophis lenti á Atlantshafi. Loftsteinninn er 320 metrar um sig, samsettur úr járni og iridium. Þyngdin er 200 milljarðar tonna. Áreksturinn myndi valda gífurlegum flóðbylgjum sem myndu ekki aðeins eyða hafnarborgum heldur ná víða langt inn í land. Rykský myndi umlykja jörðina um ófyrirsjáanlega framtíð. En möguleikarnir eru semsagt ennþá aðeins 1/45000.
Vísindi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira