Ráðherra líst vel á sölu á Kaupþingi Ingimar Karl Helgason skrifar 15. október 2008 18:00 Rætt er um að lífeyrissjóðirnir kunni að eignast 51 prósents hlut í Kaupþingi, en ótilgreindir fjárfestar það sem eftir stendur. Vísir/GVA „Það væri mikil og ljós birta í þessu öllu saman og ég vona svo sannarlega að þetta gangi hjá þeim,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Fram hefur komið að nokkrir stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa sýnt því áhuga að kaupa starfsemi og eignir Kaupþings.Björgvin segir gríðarlega mikilvægt að reyna að koma málum svo fyrir að „ríkið sitji ekki með alla stóru bankana þrjá í fanginu, heldur væri hérna einn einkarekinn banki áfram“. Viðskiptaráðherra var ekki kunnugt um að formlegt tilboð hefði verið lagt inn til skilanefndar Kaupþings um hádegið í gær. Ekki náðist í Finn Sveinbjörnsson skilanefndarformann síðdegis. Þá voru margir fundir um málið í gangi. Menn sem Markaðurinn náði tali af sögðu að ganga þyrfti frá mörgum lausum endum áður en nokkuð yrði tilkynnt. Óvíst var um stöðu formlegra viðræðna eða tilboðs þegar Markaðurinn fór í prentun. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins sem er sett yfir skilanefndina, vildi fátt segja um málið í gær. „Ég get því miður ekki tjáð mig um það á þessi stigi. En við munum að sjálfsögðu gefa upplýsingar um leið og við getum.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að lífeyrissjóðirnir myndu eignast 51 prósents hlut í bankanum, en ótilgreindir fjárfestar afganginn. Samkvæmt fyrirtækjaskrá er búið að stofna Nýja Glitni og Nýja Landsbanka. Nýja Kaupþing hefur ekki verið stofnað, ef marka má fyrirtækjaskrá og Lögbirtingablað síðdegis í gær. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur sagt að ganga þyrfti frá kaupunum áður en nýr banki yrði stofnaður. Hugmyndin væri að kaupa innlendan hluta Kaupþings og að einhverju leyti erlendan hluta. Lífeyrissjóðir sem hlut eiga að máli eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Stafir. „Ég held að það deili enginn um það að Kaupþing hafi verið með vel rekna bankaþjónustu. Í mínum huga er það ekkert slæm framtíðarsýn að hér sé rekinn traustur ríkisbanki og við hans hlið traustur markaðsbanki,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og varaformaður stjórnar LSR. Markaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
„Það væri mikil og ljós birta í þessu öllu saman og ég vona svo sannarlega að þetta gangi hjá þeim,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Fram hefur komið að nokkrir stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa sýnt því áhuga að kaupa starfsemi og eignir Kaupþings.Björgvin segir gríðarlega mikilvægt að reyna að koma málum svo fyrir að „ríkið sitji ekki með alla stóru bankana þrjá í fanginu, heldur væri hérna einn einkarekinn banki áfram“. Viðskiptaráðherra var ekki kunnugt um að formlegt tilboð hefði verið lagt inn til skilanefndar Kaupþings um hádegið í gær. Ekki náðist í Finn Sveinbjörnsson skilanefndarformann síðdegis. Þá voru margir fundir um málið í gangi. Menn sem Markaðurinn náði tali af sögðu að ganga þyrfti frá mörgum lausum endum áður en nokkuð yrði tilkynnt. Óvíst var um stöðu formlegra viðræðna eða tilboðs þegar Markaðurinn fór í prentun. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins sem er sett yfir skilanefndina, vildi fátt segja um málið í gær. „Ég get því miður ekki tjáð mig um það á þessi stigi. En við munum að sjálfsögðu gefa upplýsingar um leið og við getum.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að lífeyrissjóðirnir myndu eignast 51 prósents hlut í bankanum, en ótilgreindir fjárfestar afganginn. Samkvæmt fyrirtækjaskrá er búið að stofna Nýja Glitni og Nýja Landsbanka. Nýja Kaupþing hefur ekki verið stofnað, ef marka má fyrirtækjaskrá og Lögbirtingablað síðdegis í gær. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur sagt að ganga þyrfti frá kaupunum áður en nýr banki yrði stofnaður. Hugmyndin væri að kaupa innlendan hluta Kaupþings og að einhverju leyti erlendan hluta. Lífeyrissjóðir sem hlut eiga að máli eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Stafir. „Ég held að það deili enginn um það að Kaupþing hafi verið með vel rekna bankaþjónustu. Í mínum huga er það ekkert slæm framtíðarsýn að hér sé rekinn traustur ríkisbanki og við hans hlið traustur markaðsbanki,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og varaformaður stjórnar LSR.
Markaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira