Urriðavöllur dýrastur 6. ágúst 2008 00:01 Grafarholtsvöllur er þriðji dýrasti völlur á Íslandi. Markaðurinn/Arnþór Urriðavöllur er dýrasti golfvöllur landsins árið 2008. Urriðavöllur er rekinn af Golfklúbbnum Oddi. Hringurinn á Urriðavelli kostar 7.400 krónur án afsláttar. Næstur í kjölfarið kemur Vífilsstaðavöllur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Gjaldið þar er 7.000 krónur. Golfklúbbur Reykjavíkur, stærsti golfklúbbur landsins með þrjá átján holu velli og alls 2.750 meðlimi, hefur alla sína velli á topp tíu-listanum. Grafarholtsvöllur og Korpan eru í þriðja til fjórða sæti en Garðavöllur á Akranesi er í sjötta til níunda sæti. Ekki láta allir golfarar verðið á dýrasta golfvelli landsins stöðva sig. Nýverið spilaði Mel Gibson á Urriðavelli og lét sig ekki muna um að greiða fyrir sjö rástíma, 28 vallargjöld og þrjá golfbíla. Þar að auki greiddi hann fyrir leigu á fjórum golfsettum. Lauslega áætlað má telja að Gibson hafi greitt á milli 220 til 280 þúsund fyrir hringinn. Gibson vildi víst fá frið til að leika hringinn og bókaði því þrjá rástíma á undan og þrjá á eftir til að hafa næði til að spila. Ef til vill kippa stórstjörnur sér ekki upp við sjö þúsund króna vallargjald þegar vallargjaldið á dýrasta golfvelli í heimi er 500 dalir fyrir hringinn, andvirði 40.000 króna. Nú státa þrír vellir í Las Vegas í Bandaríkjunum þeirri nafnbót. Á Shadow Creek, sem lengstum hefur verið dýrasti golfvöllur í heimi, færðu ýmislegt þegar greitt er fyrir vallargjaldið. Innifalið í vallargjaldinu er ekki einungis leyfi til að spila á vellinum því kylfingar eru sóttir á limósínu á hótelið og þegar komið er á völlinn tekur einkakylfusveinn á móti kylfingnum og fylgir leikmanninum eftir á hringnum. Að loknum leik er leikmanninum loks ekið til baka til að fullkomna daginn. Félögum í golfklúbbum innan Golfsambands Íslands (GSÍ) hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Allt frá stofnun GSÍ árið 1942 hefur klúbbum og völlum fjölgað stöðugt. Í upphafi tilheyrðu einungis þrír vellir GSÍ, Golfklúbbur Akureyrar, Golfklúbbur Vestmannaeyja og Golfklúbbur Reykjavíkur. Hinn 1. október síðastliðinn voru 14.037 einstaklingar meðlimir innan golfklúbba sem eru aðilar að GSÍ. Alls er 61 klúbbur innan sambandsins og sem ráða samtals yfir 670 holum. GA og GV er fyrsta sérsamband innan Íþrótta-og ólympíusambands Íslands en í dag hefur 61 klúbbur aðild að sambandinu og hafa þeir aldrei verið fleiri. Markaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Urriðavöllur er dýrasti golfvöllur landsins árið 2008. Urriðavöllur er rekinn af Golfklúbbnum Oddi. Hringurinn á Urriðavelli kostar 7.400 krónur án afsláttar. Næstur í kjölfarið kemur Vífilsstaðavöllur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Gjaldið þar er 7.000 krónur. Golfklúbbur Reykjavíkur, stærsti golfklúbbur landsins með þrjá átján holu velli og alls 2.750 meðlimi, hefur alla sína velli á topp tíu-listanum. Grafarholtsvöllur og Korpan eru í þriðja til fjórða sæti en Garðavöllur á Akranesi er í sjötta til níunda sæti. Ekki láta allir golfarar verðið á dýrasta golfvelli landsins stöðva sig. Nýverið spilaði Mel Gibson á Urriðavelli og lét sig ekki muna um að greiða fyrir sjö rástíma, 28 vallargjöld og þrjá golfbíla. Þar að auki greiddi hann fyrir leigu á fjórum golfsettum. Lauslega áætlað má telja að Gibson hafi greitt á milli 220 til 280 þúsund fyrir hringinn. Gibson vildi víst fá frið til að leika hringinn og bókaði því þrjá rástíma á undan og þrjá á eftir til að hafa næði til að spila. Ef til vill kippa stórstjörnur sér ekki upp við sjö þúsund króna vallargjald þegar vallargjaldið á dýrasta golfvelli í heimi er 500 dalir fyrir hringinn, andvirði 40.000 króna. Nú státa þrír vellir í Las Vegas í Bandaríkjunum þeirri nafnbót. Á Shadow Creek, sem lengstum hefur verið dýrasti golfvöllur í heimi, færðu ýmislegt þegar greitt er fyrir vallargjaldið. Innifalið í vallargjaldinu er ekki einungis leyfi til að spila á vellinum því kylfingar eru sóttir á limósínu á hótelið og þegar komið er á völlinn tekur einkakylfusveinn á móti kylfingnum og fylgir leikmanninum eftir á hringnum. Að loknum leik er leikmanninum loks ekið til baka til að fullkomna daginn. Félögum í golfklúbbum innan Golfsambands Íslands (GSÍ) hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Allt frá stofnun GSÍ árið 1942 hefur klúbbum og völlum fjölgað stöðugt. Í upphafi tilheyrðu einungis þrír vellir GSÍ, Golfklúbbur Akureyrar, Golfklúbbur Vestmannaeyja og Golfklúbbur Reykjavíkur. Hinn 1. október síðastliðinn voru 14.037 einstaklingar meðlimir innan golfklúbba sem eru aðilar að GSÍ. Alls er 61 klúbbur innan sambandsins og sem ráða samtals yfir 670 holum. GA og GV er fyrsta sérsamband innan Íþrótta-og ólympíusambands Íslands en í dag hefur 61 klúbbur aðild að sambandinu og hafa þeir aldrei verið fleiri.
Markaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira