Urriðavöllur dýrastur 6. ágúst 2008 00:01 Grafarholtsvöllur er þriðji dýrasti völlur á Íslandi. Markaðurinn/Arnþór Urriðavöllur er dýrasti golfvöllur landsins árið 2008. Urriðavöllur er rekinn af Golfklúbbnum Oddi. Hringurinn á Urriðavelli kostar 7.400 krónur án afsláttar. Næstur í kjölfarið kemur Vífilsstaðavöllur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Gjaldið þar er 7.000 krónur. Golfklúbbur Reykjavíkur, stærsti golfklúbbur landsins með þrjá átján holu velli og alls 2.750 meðlimi, hefur alla sína velli á topp tíu-listanum. Grafarholtsvöllur og Korpan eru í þriðja til fjórða sæti en Garðavöllur á Akranesi er í sjötta til níunda sæti. Ekki láta allir golfarar verðið á dýrasta golfvelli landsins stöðva sig. Nýverið spilaði Mel Gibson á Urriðavelli og lét sig ekki muna um að greiða fyrir sjö rástíma, 28 vallargjöld og þrjá golfbíla. Þar að auki greiddi hann fyrir leigu á fjórum golfsettum. Lauslega áætlað má telja að Gibson hafi greitt á milli 220 til 280 þúsund fyrir hringinn. Gibson vildi víst fá frið til að leika hringinn og bókaði því þrjá rástíma á undan og þrjá á eftir til að hafa næði til að spila. Ef til vill kippa stórstjörnur sér ekki upp við sjö þúsund króna vallargjald þegar vallargjaldið á dýrasta golfvelli í heimi er 500 dalir fyrir hringinn, andvirði 40.000 króna. Nú státa þrír vellir í Las Vegas í Bandaríkjunum þeirri nafnbót. Á Shadow Creek, sem lengstum hefur verið dýrasti golfvöllur í heimi, færðu ýmislegt þegar greitt er fyrir vallargjaldið. Innifalið í vallargjaldinu er ekki einungis leyfi til að spila á vellinum því kylfingar eru sóttir á limósínu á hótelið og þegar komið er á völlinn tekur einkakylfusveinn á móti kylfingnum og fylgir leikmanninum eftir á hringnum. Að loknum leik er leikmanninum loks ekið til baka til að fullkomna daginn. Félögum í golfklúbbum innan Golfsambands Íslands (GSÍ) hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Allt frá stofnun GSÍ árið 1942 hefur klúbbum og völlum fjölgað stöðugt. Í upphafi tilheyrðu einungis þrír vellir GSÍ, Golfklúbbur Akureyrar, Golfklúbbur Vestmannaeyja og Golfklúbbur Reykjavíkur. Hinn 1. október síðastliðinn voru 14.037 einstaklingar meðlimir innan golfklúbba sem eru aðilar að GSÍ. Alls er 61 klúbbur innan sambandsins og sem ráða samtals yfir 670 holum. GA og GV er fyrsta sérsamband innan Íþrótta-og ólympíusambands Íslands en í dag hefur 61 klúbbur aðild að sambandinu og hafa þeir aldrei verið fleiri. Markaðir Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Urriðavöllur er dýrasti golfvöllur landsins árið 2008. Urriðavöllur er rekinn af Golfklúbbnum Oddi. Hringurinn á Urriðavelli kostar 7.400 krónur án afsláttar. Næstur í kjölfarið kemur Vífilsstaðavöllur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Gjaldið þar er 7.000 krónur. Golfklúbbur Reykjavíkur, stærsti golfklúbbur landsins með þrjá átján holu velli og alls 2.750 meðlimi, hefur alla sína velli á topp tíu-listanum. Grafarholtsvöllur og Korpan eru í þriðja til fjórða sæti en Garðavöllur á Akranesi er í sjötta til níunda sæti. Ekki láta allir golfarar verðið á dýrasta golfvelli landsins stöðva sig. Nýverið spilaði Mel Gibson á Urriðavelli og lét sig ekki muna um að greiða fyrir sjö rástíma, 28 vallargjöld og þrjá golfbíla. Þar að auki greiddi hann fyrir leigu á fjórum golfsettum. Lauslega áætlað má telja að Gibson hafi greitt á milli 220 til 280 þúsund fyrir hringinn. Gibson vildi víst fá frið til að leika hringinn og bókaði því þrjá rástíma á undan og þrjá á eftir til að hafa næði til að spila. Ef til vill kippa stórstjörnur sér ekki upp við sjö þúsund króna vallargjald þegar vallargjaldið á dýrasta golfvelli í heimi er 500 dalir fyrir hringinn, andvirði 40.000 króna. Nú státa þrír vellir í Las Vegas í Bandaríkjunum þeirri nafnbót. Á Shadow Creek, sem lengstum hefur verið dýrasti golfvöllur í heimi, færðu ýmislegt þegar greitt er fyrir vallargjaldið. Innifalið í vallargjaldinu er ekki einungis leyfi til að spila á vellinum því kylfingar eru sóttir á limósínu á hótelið og þegar komið er á völlinn tekur einkakylfusveinn á móti kylfingnum og fylgir leikmanninum eftir á hringnum. Að loknum leik er leikmanninum loks ekið til baka til að fullkomna daginn. Félögum í golfklúbbum innan Golfsambands Íslands (GSÍ) hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Allt frá stofnun GSÍ árið 1942 hefur klúbbum og völlum fjölgað stöðugt. Í upphafi tilheyrðu einungis þrír vellir GSÍ, Golfklúbbur Akureyrar, Golfklúbbur Vestmannaeyja og Golfklúbbur Reykjavíkur. Hinn 1. október síðastliðinn voru 14.037 einstaklingar meðlimir innan golfklúbba sem eru aðilar að GSÍ. Alls er 61 klúbbur innan sambandsins og sem ráða samtals yfir 670 holum. GA og GV er fyrsta sérsamband innan Íþrótta-og ólympíusambands Íslands en í dag hefur 61 klúbbur aðild að sambandinu og hafa þeir aldrei verið fleiri.
Markaðir Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira