Spákaupmaðurinn 28. maí 2008 00:01 Gömlu karlarnir Hann var góður í fyrradag, ellilífeyrisþeginn Bob Dylan. Sá gamli. Eins og alltaf. Hef nú farið á þetta sjö tónleika með karlinum í gegnum tíðina og með bestu plöturnar í Æfóninum. Fyrstu tónleikarnir eðlilega í grámóskulegu reykkófi fyrir einhverjum tuttugu árum og geymdir í gruggugri fortíð. En alltaf hefur hann verið góður, þessi bogni karlskröggur með hattinn og rámu röddina. Töffari fram í fingurgóma. Þegar tónleikunum lauk og karlinn stóð á sviðinu, baðaður í sviðsljósinu ásamt bandinu, datt mér aðeins einn maður í hug: Björgólfur gamli Guðmundsson. Enda jafnaldrar, 67 ára - löggiltir ellilífeyrisþegar. Töffarar, jafn flottir í tauinu og aftur komnir á hátindinn á ferlinum. Það getur ekki annað en dalað úr þessu, fyrir aldurs sakir, myndi ég segja. Assgotinn, hugsaði ég yfir viskíglasinu heima og hlustaði til skiptis á Highway 61 Revisited, Time out of Mind og aðrar perlur. Gott viskí, góðar plötur og fletti í gegnum netbankann á Lansavefnum. Fantafínir tónleikar. Auðvitað löngu búinn að gleyma því sem kom á milli. Og þá er ég að tala um mig, sem hef gleymt öllum leiðinlegu plötunum hans Bobba, Bob, sem hefur gleymt leiðinlegu árunum, og Björgólf, sem vill áreiðanlega ekki muna eftir gjaldþrotinu og öllu sem fylgdi á eftir Hafskipsmálinu. Enda hörmung - og þá er ég líka að tala um garmana sem Dylan gaf út í einhver tuttugu ár þar til Time out of Mind kom út. Ég er sjálfur á hátindinum núna. Kominn í hæstu hæðir. Og mun bara klífa hærra enda reikna ég ekki með að hrapa niður líkt og aðrir. Ég passa mig. Það þarf útsjónarsemi. Sýn á hlutina, skáldagáfu, þekkingu á góðu viskíi og hæfileika til að drjúpa á glasi á réttum tíma. Hannes Smára og þið hinir - allir fjárfestarnir þarna úti sem hafið farið flatt á skakkaföllum á markaði! Þið munuð koma aftur. Munið bara eftir Bob og Bjögga og þetta kemur. Sjáumst. Skál. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Gömlu karlarnir Hann var góður í fyrradag, ellilífeyrisþeginn Bob Dylan. Sá gamli. Eins og alltaf. Hef nú farið á þetta sjö tónleika með karlinum í gegnum tíðina og með bestu plöturnar í Æfóninum. Fyrstu tónleikarnir eðlilega í grámóskulegu reykkófi fyrir einhverjum tuttugu árum og geymdir í gruggugri fortíð. En alltaf hefur hann verið góður, þessi bogni karlskröggur með hattinn og rámu röddina. Töffari fram í fingurgóma. Þegar tónleikunum lauk og karlinn stóð á sviðinu, baðaður í sviðsljósinu ásamt bandinu, datt mér aðeins einn maður í hug: Björgólfur gamli Guðmundsson. Enda jafnaldrar, 67 ára - löggiltir ellilífeyrisþegar. Töffarar, jafn flottir í tauinu og aftur komnir á hátindinn á ferlinum. Það getur ekki annað en dalað úr þessu, fyrir aldurs sakir, myndi ég segja. Assgotinn, hugsaði ég yfir viskíglasinu heima og hlustaði til skiptis á Highway 61 Revisited, Time out of Mind og aðrar perlur. Gott viskí, góðar plötur og fletti í gegnum netbankann á Lansavefnum. Fantafínir tónleikar. Auðvitað löngu búinn að gleyma því sem kom á milli. Og þá er ég að tala um mig, sem hef gleymt öllum leiðinlegu plötunum hans Bobba, Bob, sem hefur gleymt leiðinlegu árunum, og Björgólf, sem vill áreiðanlega ekki muna eftir gjaldþrotinu og öllu sem fylgdi á eftir Hafskipsmálinu. Enda hörmung - og þá er ég líka að tala um garmana sem Dylan gaf út í einhver tuttugu ár þar til Time out of Mind kom út. Ég er sjálfur á hátindinum núna. Kominn í hæstu hæðir. Og mun bara klífa hærra enda reikna ég ekki með að hrapa niður líkt og aðrir. Ég passa mig. Það þarf útsjónarsemi. Sýn á hlutina, skáldagáfu, þekkingu á góðu viskíi og hæfileika til að drjúpa á glasi á réttum tíma. Hannes Smára og þið hinir - allir fjárfestarnir þarna úti sem hafið farið flatt á skakkaföllum á markaði! Þið munuð koma aftur. Munið bara eftir Bob og Bjögga og þetta kemur. Sjáumst. Skál. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira