Viðskipti innlent

Bankahólfið: Fá peninginn án flotaaðstoðar

..
..
„Hrun íslenska hagkerfisins hefur verið ófögur sjón og hið versta er að breskir sparifjáreigendur virðast hafa tapað á öllu saman," sagði nýverið í sunnudagsblaði The Times. Blaðið benti þó á að fátt væri svo með öllu illt að ekki boðaði nokkuð gott og kvað Breta geta „endurheimt eitthvað af peningum sínum og það án þess að senda flotann á vettvang". Lausnin er sögð frí á Íslandi, því hrun krónunnar þýði að ferðamenn fái hér allt á hálfvirði. Umfjöllun blaðsins er landinu vinsamleg og sérstaklega virðist blaðamaðurinn hrifinn af næturlífinu, sem hann segir „ólíklegt að hægist nokkuð þótt efnahagslíf landsins sé að hrynja", enda séu „víkingar harðari af sér en svo".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×