Óvænt útspil Framsóknar Einar K. Guðfinnsson skrifar 22. júlí 2008 16:35 Framsóknarflokkurinn er hinn nýi, alltaf-á-móti flokkur. Dæmi: Tímabundin ráðning Tryggva Þórs Herbertssonar til að sinna ráðgjöf í efnahagsmálum hefur almennt mælst vel fyrir. Nema hjá Framsóknarflokknum. Þó Guðni Ágústsson formaður flokksins og Valgerður Sverrissdóttir varaformaður hans séu ekki samstíga um margt í stefnu flokksins, sameinast þau þó í neikvæðum viðbrögðum við ráðningu Tryggva Þórs. En eins og kunnugt er er Tryggvi virtur hagfræðingur hérlendis og erlendis og skrifaði mjög mikilvæga skýrslu um íslensk efnahagsmál ásamt Frederich Mishkin, heimsþekktum hagfræðingi. Viðbrögð framsóknarforystunnar eru býsna sérstæð. Þannig segir Guðni ráðninguna vera ástæðulausa vegna þess að svo margir hagfræðingar vinni í stofnunum hins opinbera! Ekki fannst Steingrími Hermannssyni þetta þegar hann var formaður flokksins. En um Steingrím segir í opinberri söguskýringu Framsóknarflokksins: „Hann vann afrek í sinni tíð sem enginn hefur leikið eftir." Nýlega heiðruðu framsóknarmenn Steingrím í tilefni af áttræðisafmælinu. Þá var rifjað upp hve mikla áherslu hann lagði á að hafa efnahagsráðgjafa sér við hlið í forsætisráðuneytinu. Þórður Friðjónsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafi, gerði þetta einmitt að umtalsefni og sagðist hafa verið á förum úr starfi sínu í forsætisráðuneytinu árið 1983, þegar Steingrímur bað hann um að vera áfram. Á þeim tíma voru, líkt og nú, margir hagfræðingar starfandi í Hagstofunni, Seðlabankanum og Þjóðhagsstofnun. Ráðning efnahagsráðgjafa í forsætisráðuneytið hefur hingað til ekki verið tilefni til pólitísks naggs, fyrr en nú að forystumenn Framsóknar hefja það. Hins vegar blasir við að gagnrýni framsóknarforystunnar, eins og hún er sett fram, hittir helst fyrir þann mann sem í sögubókum Framsóknar er sagður hafa unnið afrek sem enginn hefur leikið eftir og sem núverandi formaður Framsóknarflokksins vitnar oftast til og af mestri velþóknun. Valgerður og Guðni hafa sem sagt enn þann eiginleika að koma manni á óvart með því að slæma á þann mann höggi sem maður reiknaði síst með. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er hinn nýi, alltaf-á-móti flokkur. Dæmi: Tímabundin ráðning Tryggva Þórs Herbertssonar til að sinna ráðgjöf í efnahagsmálum hefur almennt mælst vel fyrir. Nema hjá Framsóknarflokknum. Þó Guðni Ágústsson formaður flokksins og Valgerður Sverrissdóttir varaformaður hans séu ekki samstíga um margt í stefnu flokksins, sameinast þau þó í neikvæðum viðbrögðum við ráðningu Tryggva Þórs. En eins og kunnugt er er Tryggvi virtur hagfræðingur hérlendis og erlendis og skrifaði mjög mikilvæga skýrslu um íslensk efnahagsmál ásamt Frederich Mishkin, heimsþekktum hagfræðingi. Viðbrögð framsóknarforystunnar eru býsna sérstæð. Þannig segir Guðni ráðninguna vera ástæðulausa vegna þess að svo margir hagfræðingar vinni í stofnunum hins opinbera! Ekki fannst Steingrími Hermannssyni þetta þegar hann var formaður flokksins. En um Steingrím segir í opinberri söguskýringu Framsóknarflokksins: „Hann vann afrek í sinni tíð sem enginn hefur leikið eftir." Nýlega heiðruðu framsóknarmenn Steingrím í tilefni af áttræðisafmælinu. Þá var rifjað upp hve mikla áherslu hann lagði á að hafa efnahagsráðgjafa sér við hlið í forsætisráðuneytinu. Þórður Friðjónsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafi, gerði þetta einmitt að umtalsefni og sagðist hafa verið á förum úr starfi sínu í forsætisráðuneytinu árið 1983, þegar Steingrímur bað hann um að vera áfram. Á þeim tíma voru, líkt og nú, margir hagfræðingar starfandi í Hagstofunni, Seðlabankanum og Þjóðhagsstofnun. Ráðning efnahagsráðgjafa í forsætisráðuneytið hefur hingað til ekki verið tilefni til pólitísks naggs, fyrr en nú að forystumenn Framsóknar hefja það. Hins vegar blasir við að gagnrýni framsóknarforystunnar, eins og hún er sett fram, hittir helst fyrir þann mann sem í sögubókum Framsóknar er sagður hafa unnið afrek sem enginn hefur leikið eftir og sem núverandi formaður Framsóknarflokksins vitnar oftast til og af mestri velþóknun. Valgerður og Guðni hafa sem sagt enn þann eiginleika að koma manni á óvart með því að slæma á þann mann höggi sem maður reiknaði síst með. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar