Bakkavör aldrei lægri 12. nóvember 2008 00:01 Gengi Bakkavarar fimmtánfaldaðist frá skráningu árið 2000 til júlí 2007. Það fór undir útboðsgengi í gær og hefur aldrei verið lægra. Markaðurinn/vilhelm „Ég get ekki útskýrt hvers vegna gengi Bakkavarar er ekki hærra,“ sagði Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, á aðalfundi þess í vor. Hann vísaði til óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Gengi hlutabréfa í Bakkavör snerti 4,10 krónur á hlut í gær og hefur aldrei verið lægra. Fyrirtækið, sem þeir bræður Ágúst og Lýður Guðmundssynir stofnuðu fyrir 22 árum, var skráð á markað um miðjan maí árið 2000. Bréf þess fóru á 5,5 krónur á hlut í útboði fyrir skráninguna en endaði krónu lægra á fyrsta viðskiptadegi í Kauphöllinni. Bakkavör óx ásmegin eftir þetta sem skilaði sér í nokkuð snarpri gengishækkun hlutabréfa, ekki síst eftir 2002. Í tvígang í fyrra náði gengið hæstu hæðum, síðast 20. júlí þegar það náði 72,1 krónu á hlut. Það er fimmtánföldun á sjö árum. Tveimur dögum fyrr sló Úrvalsvísitalan hæsta gildi í 9.016 stigum. Fljótlega eftir þetta tóku gengi bréfanna dýfu líkt og vísitalan en gengisfallið á þessu rúma ári nemur 94 prósentum. Þeir Bakkabræður lögðu bréf sín í Bakkavör inn í Meið, sem síðar varð Exista, fyrir sex árum en keyptu hann til baka 10. október síðastliðinn fyrir tæpa 8,4 milljarða króna á genginu 9,7 krónur á hlut. Miðað við lokagengi bréfanna í gær nemur verðmæti hlutarins í dag 3,8 milljörðum króna og hefur því rýrnað um 4,8 milljarða á mánuði.- jab Markaðir Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Sjá meira
„Ég get ekki útskýrt hvers vegna gengi Bakkavarar er ekki hærra,“ sagði Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, á aðalfundi þess í vor. Hann vísaði til óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Gengi hlutabréfa í Bakkavör snerti 4,10 krónur á hlut í gær og hefur aldrei verið lægra. Fyrirtækið, sem þeir bræður Ágúst og Lýður Guðmundssynir stofnuðu fyrir 22 árum, var skráð á markað um miðjan maí árið 2000. Bréf þess fóru á 5,5 krónur á hlut í útboði fyrir skráninguna en endaði krónu lægra á fyrsta viðskiptadegi í Kauphöllinni. Bakkavör óx ásmegin eftir þetta sem skilaði sér í nokkuð snarpri gengishækkun hlutabréfa, ekki síst eftir 2002. Í tvígang í fyrra náði gengið hæstu hæðum, síðast 20. júlí þegar það náði 72,1 krónu á hlut. Það er fimmtánföldun á sjö árum. Tveimur dögum fyrr sló Úrvalsvísitalan hæsta gildi í 9.016 stigum. Fljótlega eftir þetta tóku gengi bréfanna dýfu líkt og vísitalan en gengisfallið á þessu rúma ári nemur 94 prósentum. Þeir Bakkabræður lögðu bréf sín í Bakkavör inn í Meið, sem síðar varð Exista, fyrir sex árum en keyptu hann til baka 10. október síðastliðinn fyrir tæpa 8,4 milljarða króna á genginu 9,7 krónur á hlut. Miðað við lokagengi bréfanna í gær nemur verðmæti hlutarins í dag 3,8 milljörðum króna og hefur því rýrnað um 4,8 milljarða á mánuði.- jab
Markaðir Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Sjá meira