Stjóri Hoffenheim trúir ekki eigin augum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2008 15:46 Stuðningsmenn 1899 Hoffenheim eru kátir með sína menn. Nordic Photos / Bongarts 1899 Hoffenheim er eitt á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar. Stjóri liðsins, Ralf Rangnick, finnst hann lifa í draumi. Hoffenheim er eina liðið sem er með fullt hús stiga en liðið vann 1-0 sigur á Mönchengladbach um helgina. Bæði liðin komu upp úr B-deildinni síðastliðið vor. Liðið var einnig nýliði í B-deildinni í fyrra og er nú að spila í fyrsta sinn í sögu félagsins í efstu deild. Liðið kemur frá smábænum Sinsheim sem telur ekki nema 35 þúsund íbúa. „Í sannleika sagt held ég að mín tvö ár hér hafi verið þau árangursríkustu á mínum ferli," sagði Rangnick sem áður þjálfaði Stuttgart og Schalke. „Við höfum byrjað mjög vel. Þessir tveir sigrar hafa verið mjög mikilvægir en við gerum okkur vel grein fyrir að framhaldið verður erfitt. Við erum ekki það barnalegir að við trúm að við getum haldið okkur á toppi deildarinnar." „En ég hefði aldrei talið að þetta væri mögulegt. Stundum þarf ég að klípa sjálfan mig. Við erum með mjög ungt lið og ég hefði aldrei búist við þessu. Tilfinning mín segir að við munum ekki falla og er það í sjálfu sér mjög jákvætt." Peningamaðurinn Dietmar Hopp.Nordic Photos / Bongarts Ein ástæðan fyrir velgengi félagsins er að það er með afar fjársterkan aðila innan sinna raða. Sá heitir Dietmar Hopp og er meðal 700 ríkustu manna heims. Hopp tók við stjórn félagsins árið 1990 er félagið var með lið í áttundu efstu deild í Þýskalandi. Í dag er félagið á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar sem fyrr segir. Hann hefur einnig fjármagnað byggingu nýs leikvangs sem á að taka 30 þúsund manns í sæti. Leikvangurinn mun bera nafnið Rhein-Neckar-Arena og verður í nágrenni Sinsheim.Þangað til mun félagið spila heimaleiki sína á Carl Benz-leikvanginum í Mannheim. Þess má einnig geta að Vedad Ibisevic, leikmaður liðsins, er markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt öðrum. Þýski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
1899 Hoffenheim er eitt á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar. Stjóri liðsins, Ralf Rangnick, finnst hann lifa í draumi. Hoffenheim er eina liðið sem er með fullt hús stiga en liðið vann 1-0 sigur á Mönchengladbach um helgina. Bæði liðin komu upp úr B-deildinni síðastliðið vor. Liðið var einnig nýliði í B-deildinni í fyrra og er nú að spila í fyrsta sinn í sögu félagsins í efstu deild. Liðið kemur frá smábænum Sinsheim sem telur ekki nema 35 þúsund íbúa. „Í sannleika sagt held ég að mín tvö ár hér hafi verið þau árangursríkustu á mínum ferli," sagði Rangnick sem áður þjálfaði Stuttgart og Schalke. „Við höfum byrjað mjög vel. Þessir tveir sigrar hafa verið mjög mikilvægir en við gerum okkur vel grein fyrir að framhaldið verður erfitt. Við erum ekki það barnalegir að við trúm að við getum haldið okkur á toppi deildarinnar." „En ég hefði aldrei talið að þetta væri mögulegt. Stundum þarf ég að klípa sjálfan mig. Við erum með mjög ungt lið og ég hefði aldrei búist við þessu. Tilfinning mín segir að við munum ekki falla og er það í sjálfu sér mjög jákvætt." Peningamaðurinn Dietmar Hopp.Nordic Photos / Bongarts Ein ástæðan fyrir velgengi félagsins er að það er með afar fjársterkan aðila innan sinna raða. Sá heitir Dietmar Hopp og er meðal 700 ríkustu manna heims. Hopp tók við stjórn félagsins árið 1990 er félagið var með lið í áttundu efstu deild í Þýskalandi. Í dag er félagið á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar sem fyrr segir. Hann hefur einnig fjármagnað byggingu nýs leikvangs sem á að taka 30 þúsund manns í sæti. Leikvangurinn mun bera nafnið Rhein-Neckar-Arena og verður í nágrenni Sinsheim.Þangað til mun félagið spila heimaleiki sína á Carl Benz-leikvanginum í Mannheim. Þess má einnig geta að Vedad Ibisevic, leikmaður liðsins, er markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt öðrum.
Þýski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira