Sameiningin átti að afstýra algjöru hruni 29. október 2008 00:01 Forsíða Fréttablaðsins 29. september og lokaglæra kynningar Landsbankans Geir H. Haarde, forsætisráherra, var kynnt ítarleg áætlun að kvöldi 29. september, um hvernig afstýra mætti kerfisfalli íslenskra banka, með þátttöku ríkisins í sameiningu banka. Þetta var, samkvæmt heimildum Markaðarins, á fundi með Björgólfi Thor Björgólfssyni, Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Árnasyni. Á þessum tíma hafði íslenska ríkið nýtekið yfir 75 prósenta hlut í Glitni, meðal annars með þeim rökstuðningi að bankinn væri í raun gjaldþrota. Landsbankamenn sögðu þá Geir meðal annars frá því að samruni Glitnis, í þáverandi mynd, og Landsbankans, væri að þeirra mati, líklegasta leiðin til að tryggja kerfislegan stöðugleika og alþjóðlega fjármögnun. Fram kemur í glærukynningu á hugmyndum Landsbankamanna, sem Markaðurinn hefur undir höndum og fullyrt er að hafi verið farið yfir með forsætisráðherra, að Glitnir væri, þrátt fyrir aðkomu ríkisins, mjög veikburða, bæði með tilliti til eigin fjár og lausafjár. Hlutafjárframlag ríkisins, sem nam 600 milljónum evra, dugi vart til að jafna beint tap Glitnis og þar með veikari stöðu eigin fjár bankans. Því þyrfti ríkissjóður að útvega Glitni verulegt lausa- og eigið fé til viðbótar við það sem þá hafði verið rætt um, 600 milljónir evra, eða sem þá nam 90 milljörðum króna. Því væri ljóst, sögðu Landsbankamenn, að áhætta á verulegum kerfisvanda í íslenska bankakerfinu, væri enn til staðar. Landsbankamenn sögðu við forsætisráðherra að sameining bankanna, í einn banka með sterkt eiginfjárhlutfall og aðild ríkissjóðs, myndi styrkja fjármögnunargrundvöll hans til frambúðar og bæta samkeppnisstöðu hans, líka með tilliti til Icesave-reikninganna. Fram kom í kynningu Landsbankamanna að samanlagt tap af yfirtöku ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni næmi 170 milljörðum króna. Þeir lögðu til að ríkið legði sem þá nam 100 milljörðum króna til viðbótar inn í Glitni. Þá yrðu Landsbankinn og Straumur sameinaðir. Síðan yrðu Landsbankinn og Glitnir sameinaðir. Eftir þetta ætti ríkið ráðandi hlut í bankanum, 37,3 prósent, Samson, félag Björgólfsfeðga, ætti 22,4. Aðrir hluthafar Landsbankans ættu tæp 20 prósent en hluthafar í Straumi tæp 13 prósent. Hluthafar í gamla Glitni, hverra hlutur hafði minnkað verulega við yfirtöku ríkisins, ættu tæp sex prósent. Markaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Geir H. Haarde, forsætisráherra, var kynnt ítarleg áætlun að kvöldi 29. september, um hvernig afstýra mætti kerfisfalli íslenskra banka, með þátttöku ríkisins í sameiningu banka. Þetta var, samkvæmt heimildum Markaðarins, á fundi með Björgólfi Thor Björgólfssyni, Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Árnasyni. Á þessum tíma hafði íslenska ríkið nýtekið yfir 75 prósenta hlut í Glitni, meðal annars með þeim rökstuðningi að bankinn væri í raun gjaldþrota. Landsbankamenn sögðu þá Geir meðal annars frá því að samruni Glitnis, í þáverandi mynd, og Landsbankans, væri að þeirra mati, líklegasta leiðin til að tryggja kerfislegan stöðugleika og alþjóðlega fjármögnun. Fram kemur í glærukynningu á hugmyndum Landsbankamanna, sem Markaðurinn hefur undir höndum og fullyrt er að hafi verið farið yfir með forsætisráðherra, að Glitnir væri, þrátt fyrir aðkomu ríkisins, mjög veikburða, bæði með tilliti til eigin fjár og lausafjár. Hlutafjárframlag ríkisins, sem nam 600 milljónum evra, dugi vart til að jafna beint tap Glitnis og þar með veikari stöðu eigin fjár bankans. Því þyrfti ríkissjóður að útvega Glitni verulegt lausa- og eigið fé til viðbótar við það sem þá hafði verið rætt um, 600 milljónir evra, eða sem þá nam 90 milljörðum króna. Því væri ljóst, sögðu Landsbankamenn, að áhætta á verulegum kerfisvanda í íslenska bankakerfinu, væri enn til staðar. Landsbankamenn sögðu við forsætisráðherra að sameining bankanna, í einn banka með sterkt eiginfjárhlutfall og aðild ríkissjóðs, myndi styrkja fjármögnunargrundvöll hans til frambúðar og bæta samkeppnisstöðu hans, líka með tilliti til Icesave-reikninganna. Fram kom í kynningu Landsbankamanna að samanlagt tap af yfirtöku ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni næmi 170 milljörðum króna. Þeir lögðu til að ríkið legði sem þá nam 100 milljörðum króna til viðbótar inn í Glitni. Þá yrðu Landsbankinn og Straumur sameinaðir. Síðan yrðu Landsbankinn og Glitnir sameinaðir. Eftir þetta ætti ríkið ráðandi hlut í bankanum, 37,3 prósent, Samson, félag Björgólfsfeðga, ætti 22,4. Aðrir hluthafar Landsbankans ættu tæp 20 prósent en hluthafar í Straumi tæp 13 prósent. Hluthafar í gamla Glitni, hverra hlutur hafði minnkað verulega við yfirtöku ríkisins, ættu tæp sex prósent.
Markaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira