Erlent

Kínverjar hótuðu Frakklandsforseta

Óli Tynes skrifar
George Bush tók hlýlega á móti Dalai Lama. Frökkum þykir sinn forseti hafa sýnt linkind.
George Bush tók hlýlega á móti Dalai Lama. Frökkum þykir sinn forseti hafa sýnt linkind.

Nicolas Sarkosy hefur verið gagnrýndur heimafyrir fyrir að neita að hitta Dalai Lama, andlegan leiðtoga Tíbeta.

Franskir fjölmiðlar segja að kínverski sendiherrann í Frakklandi hafi fært forsetanum þau skilaboð að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar ef af fundinum yrði.

Það var nokkru áður en Sarkozy hélt til Kína til að vera viðstaddur hátíðahöld vegna Ólympíuleikanna. Dalai Lama er í tveggja vikna heimsókn í Frakklandi.

Tilkynnt hefur verið í Frakklandi að Dalai Lama muni í dag hitta Körlu Bruni, eiginkonu Sarkozys og Bernard Kouchner, utanríkisráðherra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×