Vill senda skýr skilaboð um að hafið sé vaxtalækkunarferli 2. júlí 2008 00:01 Skuggabankastjórn Markaðarins Í mínum huga blasir við að alvarleg vá steðjar að íslensku efnahagslífi og virðist sem Ísland sæti þyngri búsifjum en mörg önnur ríki vegna hinnar alþjóðlegu lánakreppu. Alvarlegur eiginfjárbruni vegna falls krónunnar og ofurvaxta ógnar atvinnufyrirtækjum og heimilum," segir Ólafur Ísleifsson í upphafi fundar og kveður fast að orði: „Stefnan í peningamálum hefur reynst gagnslaus, jafnvel verri en engin, og tímabært að horfast í augu við það. Háir vextir hafa ekki megnað að koma í veg fyrir fall krónunnar, einhver önnur öfl virðast vera þar að verki." Ólafur ítrekar að af þessum sökum sé mikilvægt að koma með táknræna aðgerð; hefja strax lækkun stýrivaxta með það fyrir augum að geta stigið önnur og stærri skref síðar. Hann telur óhugsandi að hækka vexti, segir um þann möguleika að það væri mjög mikið óhappaverk. „Um leið þarf að styrkja gjaldeyrismarkaðinn meðal annars með því að fá erlenda banka, til dæmis öflugan norrænan banka, til að taka að sér viðskiptavakt með krónuna og styrkja verðmyndun á gengi hennar. Stjórnvöld þurfa að senda frá sér skilaboð um að í peningamálum verði leitað nýrra leiða með því að styrkja tengslin við Evrópu og leita eftir því af fullum þunga að Ísland, sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, eigi bakhjarl í evrópska seðlabankanum með gjaldmiðlaskiptasamningum við Seðlabanka Íslands. Ríkisstjórnin verður að marka trúverðuga efnahagsstefnu og senda skýr skilaboð um að þeirri ógn sem fyrirtækjum og heimilunum í landinu stafar af þessum aðstæðum verði afstýrt. Fyrsta skrefið hlýtur að felast í ákvörðun um að hagnýta þau sóknarfæri sem orkuskortur í heiminum færir okkur og hætta að tvístíga í því máli. Samhliða þarf raunhæfa áætlun um að Ísland fullnægi Maastricht-skilyrðunum sem er viðurkennt heilbrigðisvottorð fyrir efnahagslífið og um leið forsenda fyrir mögulegri aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar," segir Ólafur enn fremur. Háir vextir beinlínis skaðlegir„Verðbólgan er fyrst og fremst til komin af erlendum þáttum í augnablikinu, það er lánsfjárkrísunni og hækkun hrávöruverðs. Seðlabankinn hefur engin áhrif á þessa tvo þætti. Það er beinlínis skaðlegt fyrir hagkerfið að hann berjist á móti þeim með háu vaxtastigi og hann á að hafa bæði svigrúm innan núverandi reglna og almennan skilning bæði stjórnvalda, atvinnulífsins og heimilanna í landinu til að horfa framhjá þeim. Að því tilskyldu aðgerðirnar séu vel útskýrðar ættu verðbólguvæntingar ekki að aukast þó svo að hann taki þessa ákvörðun nú. Almenningur hér á landi virðist hafa allgóðan skilning á mismunandi rótum verðbólgu, enda skiptir verðbólguþróun hag heimilanna miklu máli sakir útbreiðslu verðtryggðra lána. Má færa rök fyrir því að það leiði til þess að myndun verðbólguvæntinga sé með nokkuð öðrum hætti hér en víða erlendis," segir Ingólfur Bender.Hann telur að standa þurfi vörð um gengi krónunnar um þessar mundir, enda hafi hún veikst hratt undanfarið og standi veik. „Seðlabankinn þarf með aðgerðum sínum að huga að stöðu hennar. Þar þarf að taka tillit til þess að gengisfarvegur peningastefnunnar að verðbólgunni við þær aðstæður sem nú eru uppi á markaði fyrir gjaldeyrisskiptasamninga og á erlendum lánamörkuðum er lokaður. Háir stýrivextir hafa lítið sem ekkert að segja um stöðu krónunnar nema vaxtamunur við útlönd verði virkur á nýjan leik. Huga þarf því að öðrum leiðum. Þar hafa afar jákvæð skref til eflingar gjaldeyrisforðans verið stigin og fleiri slíkra er að vænta. Halda þarf áfram á þessari braut.Með lækkun vaxta nú væri ekki verið að kasta verðbólgumarkmiðinu fyrir róða. Verðbólgan mun hjaðna hratt í haust og á næsta ári þegar áhrif gengislækkunar eru frá og hagkerfið er komið lengra í átt að jafnvægi. Ég reikna með að verðbólgumarkmiðið náist á seinni helmingi næsta árs. Vaxtalækkun nú passar því vel við þá spá og í aðgerðum sínum á bankinn að taka tillit til þess að það tekur um tvö ár að vaxtabreytingar bankans hafi full áhrif á verðbólguna í landinu. Litið tvö ár fram í tímann eru verðbólguhorfur góðar og góðar forsendur þannig fyrir lækkun nú."Ingólfur bendir á að Seðlabankinn hafi haft tilhneigingu til að hafa vexti of lága við upphaf þensluskeiðs. „Sú hefur verið raunin nú og það vaxtastig sem nú er í landinu kemur um 1 til 2 árum of seint. Hættan er nú sú að hann haldi vöxtum sínum of háum of lengi og að fyrirtæki og almenningur í landinu þurfi að blæða fyrir með djúpri og erfiðri niðursveiflu efnahagslífsins." Matsfyrirtækin fylgjast með hverju fótmáli okkarEdda Rós Karldóttir tekur undir þau sjónarmið að komin séu fram skýr merki um viðsnúning. Hún segir raunar að hin alþjóðlega kreppa magni upp hraða þessa viðsnúnings. Þess vegna sé þess ekki langt að bíða að lækka megi vexti. Enn sé verðbólga þó á uppleið og því þurfi að stíga afar varlega til jarðar.„Ég vonast til þess að hægt verði að lækka vexti nokkuð hratt, jafnvel frá og með septembermánuði. Ég geri þá ráð fyrir að í millitíðinni hafi þróun krónunnar verið ásættanleg, gjaldeyrisvaraforðinn aukinn og helst að markaður með gjaldeyrisskiptasamninga verði kominn i betra horf. Að mínu mati er nauðsynlegt að horfa á þetta í samhengi, en ekki óháð hvert öðru," segir hún.„Það er þess vegna of snemmt að lækka vexti strax, betra að bíða aðeins og hafa varann á. Alþjóðleg matsfyrirtæki fylgjast hér með hverju fótmáli okkar og við megum alls ekki við vítahring sem gæti skapast af endurteknum lækkunum á lánshæfi þjóðarinnar og helstu fyrirtækja.Hefjum við lækkunarferli strax, gæti því verið illa tekið í alþjóðaumhverfinu. Við þurfum frekari merki um að krónan sé komin yfir erfiðasta hjallann, sem er forsenda þess að verðbólga hætti að hækka," segir hún. Megum ekki sparka í liggjandi mannÞórður Friðjónsson segir verulega hættu á mjög harðri lendingu og mikilvægt sé að róa að því öllum árum að sporna við því. „Jafnframt verðum við búa þannig í haginn að hagvöxtur geti aukist sem fyrst á ný," segir hann.„Við þessar aðstæður teldi ég ekki heppilegt og jafnvel skaðlegt að halda vöxtum óbreyttum, ég tala nú ekki um að hækka þá. Það væri eins og að sparka í liggjandi mann," bætir hann við.Þórður telur að skýra þurfi betur peninga- og efnahagsstefnuna. Hvernig við ætlum að fara gegnum þessa hagsveiflu og hvað eigi svo að taka við. Bæði heimamenn og útlendingar séu áttavilltir í þeim efnum og viti ekki hvert förinni er heitið.„Það þarf sterkari og skýrari skilaboð til landsmanna og jafnframt erlendra aðila. Verði ekkert að gert, geta erfiðleikarnir orðið mjög miklir í haust. Svo miklir að erfitt gæti reynst að snúa þeirri þróun við. Þess vegna þarf núna skýra framtíðarsýn; vegvísi fyrir þjóðina og aðila á markaði til að fara eftir," bætir Þórður við. Undir smásjánni Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Í mínum huga blasir við að alvarleg vá steðjar að íslensku efnahagslífi og virðist sem Ísland sæti þyngri búsifjum en mörg önnur ríki vegna hinnar alþjóðlegu lánakreppu. Alvarlegur eiginfjárbruni vegna falls krónunnar og ofurvaxta ógnar atvinnufyrirtækjum og heimilum," segir Ólafur Ísleifsson í upphafi fundar og kveður fast að orði: „Stefnan í peningamálum hefur reynst gagnslaus, jafnvel verri en engin, og tímabært að horfast í augu við það. Háir vextir hafa ekki megnað að koma í veg fyrir fall krónunnar, einhver önnur öfl virðast vera þar að verki." Ólafur ítrekar að af þessum sökum sé mikilvægt að koma með táknræna aðgerð; hefja strax lækkun stýrivaxta með það fyrir augum að geta stigið önnur og stærri skref síðar. Hann telur óhugsandi að hækka vexti, segir um þann möguleika að það væri mjög mikið óhappaverk. „Um leið þarf að styrkja gjaldeyrismarkaðinn meðal annars með því að fá erlenda banka, til dæmis öflugan norrænan banka, til að taka að sér viðskiptavakt með krónuna og styrkja verðmyndun á gengi hennar. Stjórnvöld þurfa að senda frá sér skilaboð um að í peningamálum verði leitað nýrra leiða með því að styrkja tengslin við Evrópu og leita eftir því af fullum þunga að Ísland, sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, eigi bakhjarl í evrópska seðlabankanum með gjaldmiðlaskiptasamningum við Seðlabanka Íslands. Ríkisstjórnin verður að marka trúverðuga efnahagsstefnu og senda skýr skilaboð um að þeirri ógn sem fyrirtækjum og heimilunum í landinu stafar af þessum aðstæðum verði afstýrt. Fyrsta skrefið hlýtur að felast í ákvörðun um að hagnýta þau sóknarfæri sem orkuskortur í heiminum færir okkur og hætta að tvístíga í því máli. Samhliða þarf raunhæfa áætlun um að Ísland fullnægi Maastricht-skilyrðunum sem er viðurkennt heilbrigðisvottorð fyrir efnahagslífið og um leið forsenda fyrir mögulegri aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar," segir Ólafur enn fremur. Háir vextir beinlínis skaðlegir„Verðbólgan er fyrst og fremst til komin af erlendum þáttum í augnablikinu, það er lánsfjárkrísunni og hækkun hrávöruverðs. Seðlabankinn hefur engin áhrif á þessa tvo þætti. Það er beinlínis skaðlegt fyrir hagkerfið að hann berjist á móti þeim með háu vaxtastigi og hann á að hafa bæði svigrúm innan núverandi reglna og almennan skilning bæði stjórnvalda, atvinnulífsins og heimilanna í landinu til að horfa framhjá þeim. Að því tilskyldu aðgerðirnar séu vel útskýrðar ættu verðbólguvæntingar ekki að aukast þó svo að hann taki þessa ákvörðun nú. Almenningur hér á landi virðist hafa allgóðan skilning á mismunandi rótum verðbólgu, enda skiptir verðbólguþróun hag heimilanna miklu máli sakir útbreiðslu verðtryggðra lána. Má færa rök fyrir því að það leiði til þess að myndun verðbólguvæntinga sé með nokkuð öðrum hætti hér en víða erlendis," segir Ingólfur Bender.Hann telur að standa þurfi vörð um gengi krónunnar um þessar mundir, enda hafi hún veikst hratt undanfarið og standi veik. „Seðlabankinn þarf með aðgerðum sínum að huga að stöðu hennar. Þar þarf að taka tillit til þess að gengisfarvegur peningastefnunnar að verðbólgunni við þær aðstæður sem nú eru uppi á markaði fyrir gjaldeyrisskiptasamninga og á erlendum lánamörkuðum er lokaður. Háir stýrivextir hafa lítið sem ekkert að segja um stöðu krónunnar nema vaxtamunur við útlönd verði virkur á nýjan leik. Huga þarf því að öðrum leiðum. Þar hafa afar jákvæð skref til eflingar gjaldeyrisforðans verið stigin og fleiri slíkra er að vænta. Halda þarf áfram á þessari braut.Með lækkun vaxta nú væri ekki verið að kasta verðbólgumarkmiðinu fyrir róða. Verðbólgan mun hjaðna hratt í haust og á næsta ári þegar áhrif gengislækkunar eru frá og hagkerfið er komið lengra í átt að jafnvægi. Ég reikna með að verðbólgumarkmiðið náist á seinni helmingi næsta árs. Vaxtalækkun nú passar því vel við þá spá og í aðgerðum sínum á bankinn að taka tillit til þess að það tekur um tvö ár að vaxtabreytingar bankans hafi full áhrif á verðbólguna í landinu. Litið tvö ár fram í tímann eru verðbólguhorfur góðar og góðar forsendur þannig fyrir lækkun nú."Ingólfur bendir á að Seðlabankinn hafi haft tilhneigingu til að hafa vexti of lága við upphaf þensluskeiðs. „Sú hefur verið raunin nú og það vaxtastig sem nú er í landinu kemur um 1 til 2 árum of seint. Hættan er nú sú að hann haldi vöxtum sínum of háum of lengi og að fyrirtæki og almenningur í landinu þurfi að blæða fyrir með djúpri og erfiðri niðursveiflu efnahagslífsins." Matsfyrirtækin fylgjast með hverju fótmáli okkarEdda Rós Karldóttir tekur undir þau sjónarmið að komin séu fram skýr merki um viðsnúning. Hún segir raunar að hin alþjóðlega kreppa magni upp hraða þessa viðsnúnings. Þess vegna sé þess ekki langt að bíða að lækka megi vexti. Enn sé verðbólga þó á uppleið og því þurfi að stíga afar varlega til jarðar.„Ég vonast til þess að hægt verði að lækka vexti nokkuð hratt, jafnvel frá og með septembermánuði. Ég geri þá ráð fyrir að í millitíðinni hafi þróun krónunnar verið ásættanleg, gjaldeyrisvaraforðinn aukinn og helst að markaður með gjaldeyrisskiptasamninga verði kominn i betra horf. Að mínu mati er nauðsynlegt að horfa á þetta í samhengi, en ekki óháð hvert öðru," segir hún.„Það er þess vegna of snemmt að lækka vexti strax, betra að bíða aðeins og hafa varann á. Alþjóðleg matsfyrirtæki fylgjast hér með hverju fótmáli okkar og við megum alls ekki við vítahring sem gæti skapast af endurteknum lækkunum á lánshæfi þjóðarinnar og helstu fyrirtækja.Hefjum við lækkunarferli strax, gæti því verið illa tekið í alþjóðaumhverfinu. Við þurfum frekari merki um að krónan sé komin yfir erfiðasta hjallann, sem er forsenda þess að verðbólga hætti að hækka," segir hún. Megum ekki sparka í liggjandi mannÞórður Friðjónsson segir verulega hættu á mjög harðri lendingu og mikilvægt sé að róa að því öllum árum að sporna við því. „Jafnframt verðum við búa þannig í haginn að hagvöxtur geti aukist sem fyrst á ný," segir hann.„Við þessar aðstæður teldi ég ekki heppilegt og jafnvel skaðlegt að halda vöxtum óbreyttum, ég tala nú ekki um að hækka þá. Það væri eins og að sparka í liggjandi mann," bætir hann við.Þórður telur að skýra þurfi betur peninga- og efnahagsstefnuna. Hvernig við ætlum að fara gegnum þessa hagsveiflu og hvað eigi svo að taka við. Bæði heimamenn og útlendingar séu áttavilltir í þeim efnum og viti ekki hvert förinni er heitið.„Það þarf sterkari og skýrari skilaboð til landsmanna og jafnframt erlendra aðila. Verði ekkert að gert, geta erfiðleikarnir orðið mjög miklir í haust. Svo miklir að erfitt gæti reynst að snúa þeirri þróun við. Þess vegna þarf núna skýra framtíðarsýn; vegvísi fyrir þjóðina og aðila á markaði til að fara eftir," bætir Þórður við.
Undir smásjánni Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira