Viðskipti innlent

Telur að botn­i sé náð

Gamlir félagar Sigurður Bollason (til vinstri) og Magnús Ármann (til hægri). Sigurður hefur keypt sig inn í hóp stærstu hluthafa í Exista og Landsbankanum. Hann telur að botninn sé innan seilingar.
Gamlir félagar Sigurður Bollason (til vinstri) og Magnús Ármann (til hægri). Sigurður hefur keypt sig inn í hóp stærstu hluthafa í Exista og Landsbankanum. Hann telur að botninn sé innan seilingar. Fréttablaðið/Valli
„Þetta er fínn tími til að fara inn, hvort sem botninum er þegar náð eða er skammt undan," segir Sigurður Bollason athafnamaður.

Hann hefur undanfarið keypt töluvert stóra hluti bæði í Exista og Landsbankanum og á nú um eins prósents hlut í bankanum og rúmt prósent í Exista. Þar með er hann kominn í hóp stærstu hluthafa.

Hlutina segist hann hafa keypt smátt og smátt undanfarið við markaðsverði.

Miðað við markaðsvirði í þessum félögum í mánuðinum má ætla að Sigurður hafi ekki greitt undir þremur og hálfum milljarði króna fyrir hlutina.

„Þetta er fjármagnað að megninu með eigin fé en svo er ég með vissa fjármögnun," segir Sigurður. Hann segir að félögin séu góð og þetta sé klárlega fjárfesting til langs tíma.

Sigurður mun hafa hagnast verulega vorið 2006 þegar hann seldi þáverandi viðskiptafélögum sínum, Magnúsi Ármann og fleirum, hluti í félagi sem átti verulega hluti í FL Group og Dagsbrún.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×