Marel reisir grunnbúðir í Slóvakíu 2. júlí 2008 00:01 Stúlkur íklæddar þjóðbúningi Slóvaka buðu gesti velkomna í nýju framleiðsluhúsnæði í bænum Nitra á föstudag. Húsið, sem er 9.500 fermetrar að flatarmáli, er agnarsmátt í samanburði við tæplega tíufalt stærra húsnæði Sony sem er skammt frá. Við leituðum til Slóvakíu vegna verkfræðiþekkingarinnar. Hún var mikil í landinu á tímum Sovétríkjanna. Slóvakar búa enn að mjög góðri menntun í verkfræði," segir Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marel Food Systems. Fyrirtækið opnaði nýtt framleiðsluhúsnæði í bænum Nitra í Slóvakíu um helgina og hyggst gera þaðan út til annarra landa í Austur-Evrópu á næstu árum. Við Árni hittumst á Kastrup-flugvelli í Danmörku ásamt öðrum stjórnarmönnum Marels á fimmtudagskvöldið. Höfum misst af tengiflugi og tökum spjall. Árni segir talsvert ódýrara að framleiða tækjabúnað í Slóvakíu en annars staðar, fjórðungi ódýrara en í Danmörku, sem dæmi. Baksviðið breytist hratt daginn eftir; færist frá Kastrup-velli um tíuleytið á föstudagsmorgni til leigubíls á hraðbraut frá Vínarborg í Austurríki. Við ökum hratt framhjá Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, á leið okkar til Nitra, einnar elstu borgar landsins. Við tökum þráðinn upp í miklum raka og þrjátíu stiga hita við uppábúið borð á hóteli í hlíðum Sóborfjalla um tvöleytið sama dag. Þar sitja Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, nýkominn frá því að vígja framleiðsluhúsnæði AEW Delford, eins af dótturfyrirtækjum Marels í Colchester í Bretlandi, og Lárus Ásgeirsson aðstoðarforstjóri sem búsettur er í Danmörku. Fleiri Marel-liðar og aðrir Íslendingar sem tengjast nýju verksmiðjunni eru ýmist komnir í hús eða væntanlegir. Talsverð tækniþekking hefur verið til staðar í Slóvakíu um áratugaskeið. Eftir að gamla Sovét liðaðist í sundur í enda níunda áratugarins og Slóvakía varð sjálfstætt ríki fyrir fimmtán árum sáu bílaframleiðendur í Þýskalandi sér hag í að flytja framleiðslu sína til Slóvakíu. Fleiri iðnfyrirtæki fylgdu í kjölfarið. Með höfn í SlóvakíuJón Aðalsteinn BergsveinssonOpnun framleiðsluhúsnæðisins í Nitra markar skref í sögu Marel Food Systems en þetta er fyrsta landnám þess austan gamla járntjaldsins. Starfsemi Marel Food Systems, sem hófst í borginni fyrir tveimur og hálfu ári, var í frumstæðara lagi í fyrstu eins og gengur; framleiðslan á nokkrum stöðum í leiguhúsnæði í bænum og hentaði illa. Nýja húsnæðið, sem byrjað var að reisa fyrir ári, er 9.500 fermetrar að flatarmáli. Lítið þarf til að tvöfalda framleiðslurýmið. Starfsmenn eru hundrað og fimmtíu, langflestir á gólfinu. Aðrir eru á skrifstofum, í mötuneyti og öðrum stöðum. Aðstaða er fyrir börn starfsmanna og til líkamsræktar.Staðlaðar matvinnsluvélar verða framleiddar í verksmiðjunni fyrsta kastið. Árni Oddur, sem tók við stjórnarmennsku í hollensku iðnsamsteypunni Stork fyrir þremur vikum, segir stefnt að því að framleiðsla frá hollenska matvælavinnsluvélahlutanum fái sömuleiðis inni þarna. Sú framleiðsla gæti orðið veruleg.Gert verður út frá Nitra á önnur markaðssvæði í gömlu Sovétblokkinni þegar fram líða stundir.Marelhúsið, sem sést vel frá einum af aðalvegunum til Nitra, stendur á nýlegum og stórum iðnaðarskika. Þar hefur fjöldi erlendra fyrirtækja numið land, þekkt sem óþekkt. Tveimur lóðum frá er Promens, eitt dótturfyrirtækja Atorku, langt komið með að reisa hús.Bæði húsin - og raunar flest í nágrenninu - hverfa þó í samanburði við verksmiðju japanska hátækniframleiðandans Sony sem er skammt frá. Menn deildu um stærð hússins og fjölda starfsmanna. Flestir töldu það sjötíu þúsund fermetra og starfsmenn í kringum þrjú þúsund. Það er hátt hlutfall af íbúum Nitra sem telur tæpar áttatíu og átta þúsund sálir. Sony framleiðir þarna flatskjái fyrir Evrópumarkað. Innlend þjónustufyrirtæki hafa sprottið upp í kringum það. Hæfileikaríkir SlóvakarBjörgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra var viðstaddur opnunina ásamt Áslaugu Árnadóttur ráðuneytisstjóra og kollega, Lúbomír Jahnátek, viðskiptaráðherra Slóvakíu. Hann er Nitra-búi, fæddur í borginni fyrir tæpum 54 árum. Háttsettir embættismenn í bæjar- og héraðsstjórn Nitra voru sömuleiðis á staðnum. Þegar fréttist af nærveru viðskiptaráðherrans bar þarlenda ljósvakamiðla að garði.„Hæfileikar Slóvaka eru miklir. Þeir vinna vel," segir Jahnátek glaður í bragði. Hann minnist á sjálfstæði landsins og mikinn efnahagslegan bata eftir inngönguna í Evrópusambandið árið 2004. Unnið hefur verið ötullega að upptöku evru um næstu áramót.Hann segir stjórnvöld hafa unnið að því hörðum höndum að auka vægi erlendrar fjárfestingar í Slóvakíu og hafi þjóðin uppskorið ríkulega. Á meðal þess sem stjórnvöld hafa innleitt er nítján prósenta flatur skattur. Þá geta erlend fyrirtæki samið um niðurfellingu skattgreiðslna þar til fjárfesting þeirra í landinu er komin á núllið. Marel er eitt þeirra.Hann er kátur og kemur á óvart þegar hann bregður sér fyrirvaralítið í starf túlks fyrir landa sína, fjölmarga innlenda starfsmenn Marels sem eru við opnunina ásamt mökum. Tungumálakunnátta hans hafði verið dregin í efa. Svo reynist ekki þegar á hólminn er komið.Þegar báðir ráðherrar hafa lokið máli sínu munda þeir skæri og klippa saman á borða merktum Marel. Í sama mund berast fyrstu tónar lagsins Starálfs með Sigur Rós úr hátalarakerfinu. Það gefur athöfninni ögn óræðan en íslenskan blæ.Óvíst er hvort Slóvakarnir kannast við lagið. En gæti verið. Starfsmennirnir flestir í yngri kantinum og móttækilegri fyrir nýjungum en þeir sem eldri eru.Innlendir tónlistarmenn spila yfir mat - jafn djassistar sem þjóðlegir, og blanda af báðum. Ungmennin taka kipp þegar lokabandið stígur á stokk, popphljómsveitin No Name. Einn starfsmanna segir bandið mjög vinsælt og eiga eiga mörg lög í spilun á útvarpsstöðvum um þessar mundir. Dansinn dunar fram yfir miðnætti.Báðir ráðherrarnir eru fyrir löngu farnir ásamt fylgdarliði. Takk, Evrópusamband„Þetta er stórkostlegt, Marel er stórt og nú verður það bara stærra," Þetta segir Lars Grundtvig. Hann var stjórnarformaður danska matvælavinnsluvélafyrirtækisins Scanvaegt þar til Marel keypti það fyrir tveimur árum. Nú er hann stjórnarmaður í Marel Food Systems.Við sitjum í leigubíl á milli Bratislava í Slóvakíu og Vínarborgar í Austurríki fyrir hádegi á sunnudagsmorgni. Þeysumst framhjá vindmyllum á 140 kílómetra hraða. Hann segir skref Marels nú hafa verið ómöguleg fyrir nokkrum árum. Grundtvig er ofarlega í huga þegar hann lenti í klóm franskra reglugerðarpúka í kringum 1990. „Þeir vildu koma í veg fyrir að ég gæti selt vélar til Frakklands vegna þess að það gæti skaðað innlenda framleiðslu. Okkar tæki voru miklu betri. Þeir þoldu það ekki.Samkeppnisyfirvöld ESB skárust í leikinn. En Frökkum var sama. Nú eru landamærin horfin í Evrópu og allt betra. Fjárfestingar erlendra fyrirtækja líkt og Marels í Slóvakíu eru gott dæmi um það - landið og fyrirtækin munu blómstra," segir hann. Undir smásjánni Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Við leituðum til Slóvakíu vegna verkfræðiþekkingarinnar. Hún var mikil í landinu á tímum Sovétríkjanna. Slóvakar búa enn að mjög góðri menntun í verkfræði," segir Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marel Food Systems. Fyrirtækið opnaði nýtt framleiðsluhúsnæði í bænum Nitra í Slóvakíu um helgina og hyggst gera þaðan út til annarra landa í Austur-Evrópu á næstu árum. Við Árni hittumst á Kastrup-flugvelli í Danmörku ásamt öðrum stjórnarmönnum Marels á fimmtudagskvöldið. Höfum misst af tengiflugi og tökum spjall. Árni segir talsvert ódýrara að framleiða tækjabúnað í Slóvakíu en annars staðar, fjórðungi ódýrara en í Danmörku, sem dæmi. Baksviðið breytist hratt daginn eftir; færist frá Kastrup-velli um tíuleytið á föstudagsmorgni til leigubíls á hraðbraut frá Vínarborg í Austurríki. Við ökum hratt framhjá Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, á leið okkar til Nitra, einnar elstu borgar landsins. Við tökum þráðinn upp í miklum raka og þrjátíu stiga hita við uppábúið borð á hóteli í hlíðum Sóborfjalla um tvöleytið sama dag. Þar sitja Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, nýkominn frá því að vígja framleiðsluhúsnæði AEW Delford, eins af dótturfyrirtækjum Marels í Colchester í Bretlandi, og Lárus Ásgeirsson aðstoðarforstjóri sem búsettur er í Danmörku. Fleiri Marel-liðar og aðrir Íslendingar sem tengjast nýju verksmiðjunni eru ýmist komnir í hús eða væntanlegir. Talsverð tækniþekking hefur verið til staðar í Slóvakíu um áratugaskeið. Eftir að gamla Sovét liðaðist í sundur í enda níunda áratugarins og Slóvakía varð sjálfstætt ríki fyrir fimmtán árum sáu bílaframleiðendur í Þýskalandi sér hag í að flytja framleiðslu sína til Slóvakíu. Fleiri iðnfyrirtæki fylgdu í kjölfarið. Með höfn í SlóvakíuJón Aðalsteinn BergsveinssonOpnun framleiðsluhúsnæðisins í Nitra markar skref í sögu Marel Food Systems en þetta er fyrsta landnám þess austan gamla járntjaldsins. Starfsemi Marel Food Systems, sem hófst í borginni fyrir tveimur og hálfu ári, var í frumstæðara lagi í fyrstu eins og gengur; framleiðslan á nokkrum stöðum í leiguhúsnæði í bænum og hentaði illa. Nýja húsnæðið, sem byrjað var að reisa fyrir ári, er 9.500 fermetrar að flatarmáli. Lítið þarf til að tvöfalda framleiðslurýmið. Starfsmenn eru hundrað og fimmtíu, langflestir á gólfinu. Aðrir eru á skrifstofum, í mötuneyti og öðrum stöðum. Aðstaða er fyrir börn starfsmanna og til líkamsræktar.Staðlaðar matvinnsluvélar verða framleiddar í verksmiðjunni fyrsta kastið. Árni Oddur, sem tók við stjórnarmennsku í hollensku iðnsamsteypunni Stork fyrir þremur vikum, segir stefnt að því að framleiðsla frá hollenska matvælavinnsluvélahlutanum fái sömuleiðis inni þarna. Sú framleiðsla gæti orðið veruleg.Gert verður út frá Nitra á önnur markaðssvæði í gömlu Sovétblokkinni þegar fram líða stundir.Marelhúsið, sem sést vel frá einum af aðalvegunum til Nitra, stendur á nýlegum og stórum iðnaðarskika. Þar hefur fjöldi erlendra fyrirtækja numið land, þekkt sem óþekkt. Tveimur lóðum frá er Promens, eitt dótturfyrirtækja Atorku, langt komið með að reisa hús.Bæði húsin - og raunar flest í nágrenninu - hverfa þó í samanburði við verksmiðju japanska hátækniframleiðandans Sony sem er skammt frá. Menn deildu um stærð hússins og fjölda starfsmanna. Flestir töldu það sjötíu þúsund fermetra og starfsmenn í kringum þrjú þúsund. Það er hátt hlutfall af íbúum Nitra sem telur tæpar áttatíu og átta þúsund sálir. Sony framleiðir þarna flatskjái fyrir Evrópumarkað. Innlend þjónustufyrirtæki hafa sprottið upp í kringum það. Hæfileikaríkir SlóvakarBjörgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra var viðstaddur opnunina ásamt Áslaugu Árnadóttur ráðuneytisstjóra og kollega, Lúbomír Jahnátek, viðskiptaráðherra Slóvakíu. Hann er Nitra-búi, fæddur í borginni fyrir tæpum 54 árum. Háttsettir embættismenn í bæjar- og héraðsstjórn Nitra voru sömuleiðis á staðnum. Þegar fréttist af nærveru viðskiptaráðherrans bar þarlenda ljósvakamiðla að garði.„Hæfileikar Slóvaka eru miklir. Þeir vinna vel," segir Jahnátek glaður í bragði. Hann minnist á sjálfstæði landsins og mikinn efnahagslegan bata eftir inngönguna í Evrópusambandið árið 2004. Unnið hefur verið ötullega að upptöku evru um næstu áramót.Hann segir stjórnvöld hafa unnið að því hörðum höndum að auka vægi erlendrar fjárfestingar í Slóvakíu og hafi þjóðin uppskorið ríkulega. Á meðal þess sem stjórnvöld hafa innleitt er nítján prósenta flatur skattur. Þá geta erlend fyrirtæki samið um niðurfellingu skattgreiðslna þar til fjárfesting þeirra í landinu er komin á núllið. Marel er eitt þeirra.Hann er kátur og kemur á óvart þegar hann bregður sér fyrirvaralítið í starf túlks fyrir landa sína, fjölmarga innlenda starfsmenn Marels sem eru við opnunina ásamt mökum. Tungumálakunnátta hans hafði verið dregin í efa. Svo reynist ekki þegar á hólminn er komið.Þegar báðir ráðherrar hafa lokið máli sínu munda þeir skæri og klippa saman á borða merktum Marel. Í sama mund berast fyrstu tónar lagsins Starálfs með Sigur Rós úr hátalarakerfinu. Það gefur athöfninni ögn óræðan en íslenskan blæ.Óvíst er hvort Slóvakarnir kannast við lagið. En gæti verið. Starfsmennirnir flestir í yngri kantinum og móttækilegri fyrir nýjungum en þeir sem eldri eru.Innlendir tónlistarmenn spila yfir mat - jafn djassistar sem þjóðlegir, og blanda af báðum. Ungmennin taka kipp þegar lokabandið stígur á stokk, popphljómsveitin No Name. Einn starfsmanna segir bandið mjög vinsælt og eiga eiga mörg lög í spilun á útvarpsstöðvum um þessar mundir. Dansinn dunar fram yfir miðnætti.Báðir ráðherrarnir eru fyrir löngu farnir ásamt fylgdarliði. Takk, Evrópusamband„Þetta er stórkostlegt, Marel er stórt og nú verður það bara stærra," Þetta segir Lars Grundtvig. Hann var stjórnarformaður danska matvælavinnsluvélafyrirtækisins Scanvaegt þar til Marel keypti það fyrir tveimur árum. Nú er hann stjórnarmaður í Marel Food Systems.Við sitjum í leigubíl á milli Bratislava í Slóvakíu og Vínarborgar í Austurríki fyrir hádegi á sunnudagsmorgni. Þeysumst framhjá vindmyllum á 140 kílómetra hraða. Hann segir skref Marels nú hafa verið ómöguleg fyrir nokkrum árum. Grundtvig er ofarlega í huga þegar hann lenti í klóm franskra reglugerðarpúka í kringum 1990. „Þeir vildu koma í veg fyrir að ég gæti selt vélar til Frakklands vegna þess að það gæti skaðað innlenda framleiðslu. Okkar tæki voru miklu betri. Þeir þoldu það ekki.Samkeppnisyfirvöld ESB skárust í leikinn. En Frökkum var sama. Nú eru landamærin horfin í Evrópu og allt betra. Fjárfestingar erlendra fyrirtækja líkt og Marels í Slóvakíu eru gott dæmi um það - landið og fyrirtækin munu blómstra," segir hann.
Undir smásjánni Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira