Spákaupmaðurinn: Greidd skuld er glatað fé 30. apríl 2008 00:01 Loksins, loksins, eftir mikla og margra ára baráttu og barning við lánastofnanir, innheimtumenn og lögfræðinga er hann loksins frjáls. Spákaupmaðurinn er nefnilega nýlega orðinn skuldlaus og vill syngjandi kátur byrja að spara En samt barmar hann sér. Hann á svo bágt. Hvað veldur? O, jújú. Hann er frjáls af fúlum skuldum og vill núna leggja til hliðar fyrir mögru árin ... eða mögru mánuðina vonandi ... sem eru fram undan. En hvað er þá til ráða? Það má leggja peningana inn á bankabók. Þá má fá vexti. Græða svolítið á þeim sem hafa grætt á spákaupmanninum öll þessi ár. Spákaupmaðurinn skautar yfir heimasíður bankanna. „Þetta er barasta voða fínt allt saman," hugsar hann, það má fá yfir ellefu prósenta vexti á sparnaðinn. Spákaupmaðurinn kýlir á'ða. Vekjaraklukkan hringir. Spákaupmaðurinn sprettur á fætur og kíkir í heimabankann. „&%$# ógn og skelfing," grenjar spákaupmaður. „Það er minna á reikningnum en í gær!" Það er víst komin verðbólga, verðbólga eins og sú sem skattmann forseti og fleiri losuðu okkur við áður en DOJBHHÁ-fóru á flot til Viðeyjar og víðar. Nú borgar sig ekki að spara. Núna segja menn að besta fjárfestingin sé að greiða niður skuldir. En hvað gerir þá skuldlausi spákaupmaðurinn?? Er ekki einu sinni með gott gengislán á bílnum, sem hann gæti fjárfest í með því að greiða niður. Ekki einu sinni raðgreiðslur! Ekki þýðir heldur að kaupa gjaldeyri eða gull fyrir peninginn, heldur ekki grjón. Þetta er allt í toppi. Spákaupmaður gnístir tönnum yfir þegar greiddum skuldum og finnur síminnkandi krónur seytla niður milli fingra og gufa út í loftið. Honum verður hugsað til ljóma bernskunnar þar sem ekki bara bankainnistæðan heldur líka skuldirnar lutu í gras í verðbólgu. Löngum stundum var setið við Íslenska efnahagsspilið og helgið ... og grátið. „Greidd skuld er glatað fé," hnussar í spákaupmanni, sem fer aftur upp í rúm og dregur sængina upp fyrir haus. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Loksins, loksins, eftir mikla og margra ára baráttu og barning við lánastofnanir, innheimtumenn og lögfræðinga er hann loksins frjáls. Spákaupmaðurinn er nefnilega nýlega orðinn skuldlaus og vill syngjandi kátur byrja að spara En samt barmar hann sér. Hann á svo bágt. Hvað veldur? O, jújú. Hann er frjáls af fúlum skuldum og vill núna leggja til hliðar fyrir mögru árin ... eða mögru mánuðina vonandi ... sem eru fram undan. En hvað er þá til ráða? Það má leggja peningana inn á bankabók. Þá má fá vexti. Græða svolítið á þeim sem hafa grætt á spákaupmanninum öll þessi ár. Spákaupmaðurinn skautar yfir heimasíður bankanna. „Þetta er barasta voða fínt allt saman," hugsar hann, það má fá yfir ellefu prósenta vexti á sparnaðinn. Spákaupmaðurinn kýlir á'ða. Vekjaraklukkan hringir. Spákaupmaðurinn sprettur á fætur og kíkir í heimabankann. „&%$# ógn og skelfing," grenjar spákaupmaður. „Það er minna á reikningnum en í gær!" Það er víst komin verðbólga, verðbólga eins og sú sem skattmann forseti og fleiri losuðu okkur við áður en DOJBHHÁ-fóru á flot til Viðeyjar og víðar. Nú borgar sig ekki að spara. Núna segja menn að besta fjárfestingin sé að greiða niður skuldir. En hvað gerir þá skuldlausi spákaupmaðurinn?? Er ekki einu sinni með gott gengislán á bílnum, sem hann gæti fjárfest í með því að greiða niður. Ekki einu sinni raðgreiðslur! Ekki þýðir heldur að kaupa gjaldeyri eða gull fyrir peninginn, heldur ekki grjón. Þetta er allt í toppi. Spákaupmaður gnístir tönnum yfir þegar greiddum skuldum og finnur síminnkandi krónur seytla niður milli fingra og gufa út í loftið. Honum verður hugsað til ljóma bernskunnar þar sem ekki bara bankainnistæðan heldur líka skuldirnar lutu í gras í verðbólgu. Löngum stundum var setið við Íslenska efnahagsspilið og helgið ... og grátið. „Greidd skuld er glatað fé," hnussar í spákaupmanni, sem fer aftur upp í rúm og dregur sængina upp fyrir haus. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira