Ný þöggunarstefna? Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 18. nóvember 2008 00:01 Skyndilega er farið að glitta í þöggunarstefnu í umræðunni um Ísland og Evrópu. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákveður að efna til vinnu á vegum nefndar sem skoðar stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu, þá bregst annar ritstjóra Fréttablaðsins, Jón Kaldal, svo við að hann nefnir það fum og máttleysi. Hans sjónarmið er greinilega það að umræða um Evrópumálin eigi ekki að fara fram með lýðræðislegum og opnum hætti. Er það til marks um máttleysi þegar hrint er af stað skipulegri vinnu við endurmat á stefnu Sjálfstæðisflokksins í stóru máli? Er það til marks um fum að á landsfundi flokksins í ársbyrjun verði tekin afstaða til þessa máls eftir að það hafi verið skoðað og rætt opinskátt í nýju ljósi? Auðvitað ekki. Jón Kaldal aðhyllist bersýnilega einhvers konar þöggunarstefnu. Honum finnst greinilega ekki að lýðræðislegur stjórnmálaflokkur eigi að virkja flokksmenn sína í opinni umræðu um mikilvæg mál, þar sem málin eru rædd á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Það finnst honum máttlaust. Honum finnst þetta óttalegt fum. Sannleikurinn er sá að innan Sjálfstæðisflokksins hafa löngum farið fram miklar og kraftmiklar umræður um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Okkar forystumenn hafa alla tíð verið í forystu þeirrar umræðu. Það var á grundvelli slíkrar umræðu sem flokkurinn hafði forystu um EES-samninginn, ásamt Alþýðuflokknum. Snemma árs 2007 lauk stefnumótun nefndar í Evrópumálum, sem allir stjórnmálaflokkar komu að og þáverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, hafði forystu um. Núverandi ríkisstjórn hefur síðan skipað Evrópumálunum í tiltekinn farveg undir forystu tveggja öflugra þingmanna. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið virkur þátttakandi í umræðunni um stöðu Íslands í evrópsku samhengi. Við höfum ekki staðið í vegi fyrir slíkri umræðu. Þvert á móti. Við höfum hvatt til hennar, við höfum tekið þátt í henni og sett fram sjónarmið okkar. Og við teljum nauðsynlegt að þessari umræðu vindi fram. Og nú í breyttri heimsmynd og vegna nýrrar stöðu okkar í ljósi fjármálakreppunnar, ákveður Sjálfstæðisflokkurinn að skoða þessi mál vegna gjörbreyttra aðstæðna. Við slíkt endurmat er það grundvallaratriði að fram fari lýðræðislegar opnar umræður. Þannig vinnur Sjálfstæðisflokkurinn og lætur tilraunir til þöggunar ekki trufla sig. Við slíkt endurmat þarf að skoða stöðu okkar í víðu ljósi, en ekki út frá því þrönga sjónarhorni sem allt of mikið hefur einkennt Evrópuumræðuna upp á síðkastið og hefur til dæmis nær einokað leiðaraskrif Fréttablaðsins um þessi mál upp á síðkastið. Höfundur er sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Skyndilega er farið að glitta í þöggunarstefnu í umræðunni um Ísland og Evrópu. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákveður að efna til vinnu á vegum nefndar sem skoðar stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu, þá bregst annar ritstjóra Fréttablaðsins, Jón Kaldal, svo við að hann nefnir það fum og máttleysi. Hans sjónarmið er greinilega það að umræða um Evrópumálin eigi ekki að fara fram með lýðræðislegum og opnum hætti. Er það til marks um máttleysi þegar hrint er af stað skipulegri vinnu við endurmat á stefnu Sjálfstæðisflokksins í stóru máli? Er það til marks um fum að á landsfundi flokksins í ársbyrjun verði tekin afstaða til þessa máls eftir að það hafi verið skoðað og rætt opinskátt í nýju ljósi? Auðvitað ekki. Jón Kaldal aðhyllist bersýnilega einhvers konar þöggunarstefnu. Honum finnst greinilega ekki að lýðræðislegur stjórnmálaflokkur eigi að virkja flokksmenn sína í opinni umræðu um mikilvæg mál, þar sem málin eru rædd á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Það finnst honum máttlaust. Honum finnst þetta óttalegt fum. Sannleikurinn er sá að innan Sjálfstæðisflokksins hafa löngum farið fram miklar og kraftmiklar umræður um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Okkar forystumenn hafa alla tíð verið í forystu þeirrar umræðu. Það var á grundvelli slíkrar umræðu sem flokkurinn hafði forystu um EES-samninginn, ásamt Alþýðuflokknum. Snemma árs 2007 lauk stefnumótun nefndar í Evrópumálum, sem allir stjórnmálaflokkar komu að og þáverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, hafði forystu um. Núverandi ríkisstjórn hefur síðan skipað Evrópumálunum í tiltekinn farveg undir forystu tveggja öflugra þingmanna. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið virkur þátttakandi í umræðunni um stöðu Íslands í evrópsku samhengi. Við höfum ekki staðið í vegi fyrir slíkri umræðu. Þvert á móti. Við höfum hvatt til hennar, við höfum tekið þátt í henni og sett fram sjónarmið okkar. Og við teljum nauðsynlegt að þessari umræðu vindi fram. Og nú í breyttri heimsmynd og vegna nýrrar stöðu okkar í ljósi fjármálakreppunnar, ákveður Sjálfstæðisflokkurinn að skoða þessi mál vegna gjörbreyttra aðstæðna. Við slíkt endurmat er það grundvallaratriði að fram fari lýðræðislegar opnar umræður. Þannig vinnur Sjálfstæðisflokkurinn og lætur tilraunir til þöggunar ekki trufla sig. Við slíkt endurmat þarf að skoða stöðu okkar í víðu ljósi, en ekki út frá því þrönga sjónarhorni sem allt of mikið hefur einkennt Evrópuumræðuna upp á síðkastið og hefur til dæmis nær einokað leiðaraskrif Fréttablaðsins um þessi mál upp á síðkastið. Höfundur er sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun