Erlent

Sakar Kínverja um fjöldamorð síðastliðinn mánudag

Óli Tynes skrifar
Frá Tíbet.
Frá Tíbet.

Dalai Lama andlegur leiðtogi Tíbeta hefur sakað Kínverja um að hafa skotið 140 mótmælendur til bana í Austur-Tíbet síðastliðinn mánudag.

Dalai Lama sagði í viðtali við franska blaðið Le Monde að hann hefði ekki áreiðanlegar tölur um hina látnu en að þetta hefði verið mikið blóðbað.

Leiðtoginn sagði að áreiðanlegir sjónarvottar hefðu staðfest að í og eftir óeirðirnar í mars síðastliðnum hefðu yfir 400 manns verið drepnir í Lhasa héraði einu saman.

Það lægi í augum uppi að talan væri miklu hærri í landinu öllu. Dalaí Lama er að ljúka tveggja vikna heimsókn til Frakklands. Hann hefur sakað Kínverja um að herða enn kúgun sína á íbúum Tíbets.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×