Viðskipti innlent

Exista hækkaði um 16,67 prósent

Bakkabræður rýna í tölurnar.
Bakkabræður rýna í tölurnar. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Existu skaust upp um 16,67 prósent í þrettán viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfanna, sem fóru úr salti Fjármálaeftirlitsins fyrir viku, stendur nú í sjö aurum á hlut.

Á eftir fylgir gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, sem hækkaði um 5,71 prósent, Færeyjabanki, sem hækkaði um 1,65 prósent, Bakkavarar, sem hækkaði um 0,62 prósent, Marel Food Systems, sem hækkaði um 0,53 prósent, og bréf Össurar, sem hækkaði um 0,41 prósent.

Einungis gengi bréfa í Straumi lækkaði í dag, eða um 2,57 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði þrátt fyrir grænan dag um 0,58 prósent og endaði í 375 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×