Bankarnir borga ekki í láni ríkisins 31. maí 2008 00:01 Árni M. Mathiesen mælti fyrir frumvarpi um heimild til lántöku ríkissjóðs. Hann segir engar áætlanir um aðkomu bankanna vegna kostnaðar við lán ríkisins. MYND/GVA Bankarnir vilja ekki taka þátt í kostnaði við erlendar lántökur ríkissjóðs. Ríkið hefur ekki beðið þá um það. Bankarnir verði að bjóðast til þess. Viðskiptaráðherra segir ráðast af kostnaði við lántöku hvort bankarnir taki þátt í honum. „Um þetta eru engar fyrirætlanir,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra um hvort bankarnir taki þátt í kostnaði við lán ríkissjóðs til að styrkja gjaldeyrisforðann. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir málið verða skoðað þegar lántakan liggur fyrir. Alþingi samþykkti í fyrrakvöld frumvarp fjármálaráðherra um heimild til allt að 500 milljarða lántöku á þessu ári. Fram kemur í athugasemdum fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins að miðað við markaðsaðstæður verði vaxtagjöld hærri en tekjurnar. Ríkið muni með öðrum orðum bera kostnað af láninu. Fjárlagaskrifstofan metur það svo að yrði lánsheimildin fullnýtt, myndi afkoma ríkisskjóðs versna um hálfan milljarð króna á ári, fyrir hverja tíu punkta í vaxtamun. Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir eðlilegt að bankarnir taki einhvern þátt í kostnaðinum. „Þetta tengist hagsmunum bankanna að verulegu leyti og þeir hafa kallað eftir þessu.“ „Við förum yfir sjónarmið Friðriks Más og förum yfir málið þegar rétti tíminn kemur,“ segir viðskiptaráðherra. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að hvorki formlega né óformlega hafi komið til tals í samskiptum ríkisins og bankanna að þeir taki þátt í kostnaði við lántökuna. Heimildir Markaðarins innan fjármálaráðuneytisins eru á sömu lund. Þar segjast menn ekki sjá augljós rök fyrir því að einhver tiltekinn aðili greiði fyrir lántökuna. Tveir viðmælendur Markaðarins orða það svo að bankarnir taki ekki þátt í kostnaði við lántökuna nema þeir bjóðist til þess sjálfir. Þá segja menn að erfitt yrði að grafa upp hversu mikið bankarnir ættu að borga. Bankamenn vilja ekkert láta hafa eftir sér um málið. Hins vegar herma heimildir Markaðarins að þeir telji ekki ástæðu til þess að taka þátt í lántökukostnaðinum. Meðal annars er vísað til þess að enn sé alls óvíst hvort ríkið beri nokkurn kostnað af lántökunni, það kynni jafnvel að hagnast á henni. ingimar@markadurinn.is Markaðir Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Bankarnir vilja ekki taka þátt í kostnaði við erlendar lántökur ríkissjóðs. Ríkið hefur ekki beðið þá um það. Bankarnir verði að bjóðast til þess. Viðskiptaráðherra segir ráðast af kostnaði við lántöku hvort bankarnir taki þátt í honum. „Um þetta eru engar fyrirætlanir,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra um hvort bankarnir taki þátt í kostnaði við lán ríkissjóðs til að styrkja gjaldeyrisforðann. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir málið verða skoðað þegar lántakan liggur fyrir. Alþingi samþykkti í fyrrakvöld frumvarp fjármálaráðherra um heimild til allt að 500 milljarða lántöku á þessu ári. Fram kemur í athugasemdum fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins að miðað við markaðsaðstæður verði vaxtagjöld hærri en tekjurnar. Ríkið muni með öðrum orðum bera kostnað af láninu. Fjárlagaskrifstofan metur það svo að yrði lánsheimildin fullnýtt, myndi afkoma ríkisskjóðs versna um hálfan milljarð króna á ári, fyrir hverja tíu punkta í vaxtamun. Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir eðlilegt að bankarnir taki einhvern þátt í kostnaðinum. „Þetta tengist hagsmunum bankanna að verulegu leyti og þeir hafa kallað eftir þessu.“ „Við förum yfir sjónarmið Friðriks Más og förum yfir málið þegar rétti tíminn kemur,“ segir viðskiptaráðherra. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að hvorki formlega né óformlega hafi komið til tals í samskiptum ríkisins og bankanna að þeir taki þátt í kostnaði við lántökuna. Heimildir Markaðarins innan fjármálaráðuneytisins eru á sömu lund. Þar segjast menn ekki sjá augljós rök fyrir því að einhver tiltekinn aðili greiði fyrir lántökuna. Tveir viðmælendur Markaðarins orða það svo að bankarnir taki ekki þátt í kostnaði við lántökuna nema þeir bjóðist til þess sjálfir. Þá segja menn að erfitt yrði að grafa upp hversu mikið bankarnir ættu að borga. Bankamenn vilja ekkert láta hafa eftir sér um málið. Hins vegar herma heimildir Markaðarins að þeir telji ekki ástæðu til þess að taka þátt í lántökukostnaðinum. Meðal annars er vísað til þess að enn sé alls óvíst hvort ríkið beri nokkurn kostnað af lántökunni, það kynni jafnvel að hagnast á henni. ingimar@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira