Djúp kreppa eina leiðin til að verðbólgumarkmið náist 12. apríl 2008 00:01 Gylfi Magnússon „Það er vel þekkt erlendis að ótrúverðugir seðlabankar séu nánast óstarfhæfir," segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Hann segir stefnu Seðlabankans ekki hafa gengið upp hingað til og ekkert útlit sé fyrir að svo verði. „Þvert á móti sjáum við nú fram á verðbólgu í tveggja stafa tölu í fyrsta sinn á öldinni," segir Gylfi og bætir því við að gengi krónunnar hafi lækkað verulega. „Jafnframt blasir við að erlendir aðilar hafa litla trú á fjármálakerfinu í heild." Gylfi segir að háir stýrivextir hafi ekki unnið á verðbólgunni en þeir hafi haldið gengi krónunnar háu og ýtt undir viðskiptahalla og skuldasöfnun. Þá hafi Seðlabankinn ekki aukið nægjanlega við gjaldeyrisvarasjóðinn, „þrátt fyrir að augljóst hafi verið árum saman að hann er allt of lítill í samanburði við erlendar skuldir landsmanna og umsvif viðskiptabankanna". Gylfi segir að svo virðist sem djúp kreppa, þar sem meðal annars yrði hrun á fasteignaverði, sé eina leiðin til þess að Seðlabankinn nái markmiði sínu um 2,5 prósenta verðbólgu. "Því tel ég óhjákvæmilegt að fengin verði fagleg stjórn yfir bankann, sem leysi af hólmi núverandi bankastjórn og bankaráð, og taki allar meiri háttar ákvarðanir, meðal annars um vexti." Þar sætu innlendir sem erlendir sérfræðingar sem hefðu traust markaðarins, bæði innanlands og utan. Þá þurfi að stækka gjaldeyrisforðann „þótt það sé mjög dýrt um þessar mundir," segir Gylfi. Hvorki náðist í Halldór Blöndal, formann bankaráðs Seðlabankans, né Davíð Oddsson, formann bankastjórnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En þess má geta að Davíð sagði við ákvörðun stýrivaxta í fyrradag að hann væri ekki á förum úr bankanum. Markaðir Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
„Það er vel þekkt erlendis að ótrúverðugir seðlabankar séu nánast óstarfhæfir," segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Hann segir stefnu Seðlabankans ekki hafa gengið upp hingað til og ekkert útlit sé fyrir að svo verði. „Þvert á móti sjáum við nú fram á verðbólgu í tveggja stafa tölu í fyrsta sinn á öldinni," segir Gylfi og bætir því við að gengi krónunnar hafi lækkað verulega. „Jafnframt blasir við að erlendir aðilar hafa litla trú á fjármálakerfinu í heild." Gylfi segir að háir stýrivextir hafi ekki unnið á verðbólgunni en þeir hafi haldið gengi krónunnar háu og ýtt undir viðskiptahalla og skuldasöfnun. Þá hafi Seðlabankinn ekki aukið nægjanlega við gjaldeyrisvarasjóðinn, „þrátt fyrir að augljóst hafi verið árum saman að hann er allt of lítill í samanburði við erlendar skuldir landsmanna og umsvif viðskiptabankanna". Gylfi segir að svo virðist sem djúp kreppa, þar sem meðal annars yrði hrun á fasteignaverði, sé eina leiðin til þess að Seðlabankinn nái markmiði sínu um 2,5 prósenta verðbólgu. "Því tel ég óhjákvæmilegt að fengin verði fagleg stjórn yfir bankann, sem leysi af hólmi núverandi bankastjórn og bankaráð, og taki allar meiri háttar ákvarðanir, meðal annars um vexti." Þar sætu innlendir sem erlendir sérfræðingar sem hefðu traust markaðarins, bæði innanlands og utan. Þá þurfi að stækka gjaldeyrisforðann „þótt það sé mjög dýrt um þessar mundir," segir Gylfi. Hvorki náðist í Halldór Blöndal, formann bankaráðs Seðlabankans, né Davíð Oddsson, formann bankastjórnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En þess má geta að Davíð sagði við ákvörðun stýrivaxta í fyrradag að hann væri ekki á förum úr bankanum.
Markaðir Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira