Erlent

Óvinsælasti Bandaríkjaforseti sögunnar

Óli Tynes skrifar
Who? Me?
Who? Me?

George Bush hefur náð þeim áfanga að vera óvinsælasti forseti Bandaríkjanna síðan mælingar hófust.

Sjötíu og eitt prósent landsmanna eru óánægðir með stjórn hans. Bush slær út bæði Harry Truman og Richard Nixon.

Gallup hóf vinsældamælingar sínar með skoðanakönnunum á fjórða áratug síðustu aldar, meðan Truman var forseti.

Truman tókst að fá 67 prósent þjóðarinnar upp á móti sér. Það er heilum fjórum prósentum minna en Bush hefur krækt sér í.

Jafnvel rétt áður en hann sagði af sér árið 1974 hafði Richard Nixon ekki nema 66 prósent þjóðarinnar á móti sér. Ekki er þó víst að George Bush fagni þessu meti sem hann hefur sett.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×