Bakkabræður forðuðu þroti Existu Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 9. desember 2008 18:04 Bakkabræður rýna í tölurnar. Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu, ætla ekki að sitja einir að félaginu þegar birtir til á fjármagnsmörkuðum. Mynd/GVA Allir núverandi hluthafar Existu fá að vera með í forgangsréttarútboði félagsins á næsta ári. Heimild til hlutafjáraukningar verður lögð fyrir hluthafafund félagsins fyrir áramót. Eins og fram kom á sérstökum hluthafafundi Existu í enda október, þar sem stjórn félagsins fékk víðtækar heimildir til björgunaraðgerða, ríkir óvissa um eigna- og skuldastöðu félagsins. Það var stærsti hluthafi Kaupþings þegar bankinn hrundi. Eignin, sem var óveðsett, gufaði upp. Þá sitja tugir milljarða króna af inneignum og afleiðusamningum fastar í þrotabúum gömlu bankanna. Viðræður standa yfir um innlausn samninga. Forgangsréttarútboðið kemur í framhaldi af kaupum Existu á eignarhaldsfélagi Bakkabræðra, Kvakki. Kaupin fela í sér að bræðurnir leggja Existu til einn milljarð króna í aukið hlutafé, eldsneyti sem tryggði að félagið gat greitt lán á gjalddaga á fimmtudag í síðustu viku upp á einn milljarð evra. Hefði greiðsla fallið á gjalddaga er hætt við að Exista hefði farið í þrot, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eftir viðskiptin eiga félög bræðranna tæp 88 prósent í Existu. Óvíst er með fjárhagslega burði stærstu hluthafa Existu nú. Á eftir Bakkabræðrum, sem nú sitja á 45 prósentum hlutafjár, er fjárfestingafélagið Kista næststærst. Það er í eigu Spron, Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Mýrasýslu, Sparisjóðs Svarfdæla, Eyraeldis, dótturfélags Sparisjóðs Vestfirðinga, og Þrælsfells, dótturfélags Sparisjóðs Húnaþings og Stranda. Þá er Spron skráð fyrir 2,4 prósentum til viðbótar. Gift, eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga, er meðal stærstu hluthafa. Ljóst er að félagið hefur ekki burði til þátttöku í hlutafjáraukningu en skuldir þess hlaupa á milljörðum umfram eignir. Eftir bankahrunið í október voru viðskipti stöðvuð með hlutabréf Existu í Kauphöllinni. Þá stóðu þau í 4,62 krónum á hlut. Þegar viðskipti hófust á ný í gær hrundi gengið um rúm 97 prósent, eða undir tíu aura þegar verst lét. Nýja Kaupþing sagði í fyrradag leitað allra leiða til að hindra gjörning Bakkabræðra enda hafi bankinn unnið að því að taka Existu yfir og verja hagsmuni bankans. Í gær barst svo tilkynning þess efnis að félögin ætluðu ekki að taka á málinu í fjölmiðlum heldur leysa ágreininginn sín á milli. Hvorugur aðili tjáði sig um málið í gær. Harla lítið er eftir af eignasafni Existu samanborið við stöðuna í september. Skömmu eftir hrunið gerðu Bakkabræður samkomulag um að kaup á hlut Existu í Bakkavör fyrir 8,4 milljarða króna. Viðræður við lánadrottna Bakkavarar og Existu í tengslum við kaupin standa enn yfir. Þá seldi félagið hluti sína í sterkustu fjármálafyrirtækjum Norðurlanda, í Sampo og Storebrand. Eftir standa nú í Existu 100 prósenta eign í Skiptum, móðurfélagi Símans, eignaleigufyrirtækið Lýsing, vátryggingafélagið VÍS og líftryggingafyrirtækið Lífís. Þá eru ótaldir smærri hlutir, svo sem helmingshlutur í Öryggismiðstöðinni og rúmur fjórtán prósenta hlutur í bresku íþróttavöruversluninni JJB Sports. Ljóst er að tak stjórnar Existu er lítið en krefjandi eftir hremmingarnar síðustu vikur, enda róinn lífróður. Líklegra er, miðað við stöðuna, að þar haldi erlendir kröfuhafar um taumana. Markaðir Viðskipti Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Sjá meira
Allir núverandi hluthafar Existu fá að vera með í forgangsréttarútboði félagsins á næsta ári. Heimild til hlutafjáraukningar verður lögð fyrir hluthafafund félagsins fyrir áramót. Eins og fram kom á sérstökum hluthafafundi Existu í enda október, þar sem stjórn félagsins fékk víðtækar heimildir til björgunaraðgerða, ríkir óvissa um eigna- og skuldastöðu félagsins. Það var stærsti hluthafi Kaupþings þegar bankinn hrundi. Eignin, sem var óveðsett, gufaði upp. Þá sitja tugir milljarða króna af inneignum og afleiðusamningum fastar í þrotabúum gömlu bankanna. Viðræður standa yfir um innlausn samninga. Forgangsréttarútboðið kemur í framhaldi af kaupum Existu á eignarhaldsfélagi Bakkabræðra, Kvakki. Kaupin fela í sér að bræðurnir leggja Existu til einn milljarð króna í aukið hlutafé, eldsneyti sem tryggði að félagið gat greitt lán á gjalddaga á fimmtudag í síðustu viku upp á einn milljarð evra. Hefði greiðsla fallið á gjalddaga er hætt við að Exista hefði farið í þrot, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eftir viðskiptin eiga félög bræðranna tæp 88 prósent í Existu. Óvíst er með fjárhagslega burði stærstu hluthafa Existu nú. Á eftir Bakkabræðrum, sem nú sitja á 45 prósentum hlutafjár, er fjárfestingafélagið Kista næststærst. Það er í eigu Spron, Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Mýrasýslu, Sparisjóðs Svarfdæla, Eyraeldis, dótturfélags Sparisjóðs Vestfirðinga, og Þrælsfells, dótturfélags Sparisjóðs Húnaþings og Stranda. Þá er Spron skráð fyrir 2,4 prósentum til viðbótar. Gift, eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga, er meðal stærstu hluthafa. Ljóst er að félagið hefur ekki burði til þátttöku í hlutafjáraukningu en skuldir þess hlaupa á milljörðum umfram eignir. Eftir bankahrunið í október voru viðskipti stöðvuð með hlutabréf Existu í Kauphöllinni. Þá stóðu þau í 4,62 krónum á hlut. Þegar viðskipti hófust á ný í gær hrundi gengið um rúm 97 prósent, eða undir tíu aura þegar verst lét. Nýja Kaupþing sagði í fyrradag leitað allra leiða til að hindra gjörning Bakkabræðra enda hafi bankinn unnið að því að taka Existu yfir og verja hagsmuni bankans. Í gær barst svo tilkynning þess efnis að félögin ætluðu ekki að taka á málinu í fjölmiðlum heldur leysa ágreininginn sín á milli. Hvorugur aðili tjáði sig um málið í gær. Harla lítið er eftir af eignasafni Existu samanborið við stöðuna í september. Skömmu eftir hrunið gerðu Bakkabræður samkomulag um að kaup á hlut Existu í Bakkavör fyrir 8,4 milljarða króna. Viðræður við lánadrottna Bakkavarar og Existu í tengslum við kaupin standa enn yfir. Þá seldi félagið hluti sína í sterkustu fjármálafyrirtækjum Norðurlanda, í Sampo og Storebrand. Eftir standa nú í Existu 100 prósenta eign í Skiptum, móðurfélagi Símans, eignaleigufyrirtækið Lýsing, vátryggingafélagið VÍS og líftryggingafyrirtækið Lífís. Þá eru ótaldir smærri hlutir, svo sem helmingshlutur í Öryggismiðstöðinni og rúmur fjórtán prósenta hlutur í bresku íþróttavöruversluninni JJB Sports. Ljóst er að tak stjórnar Existu er lítið en krefjandi eftir hremmingarnar síðustu vikur, enda róinn lífróður. Líklegra er, miðað við stöðuna, að þar haldi erlendir kröfuhafar um taumana.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf