Frestur er á öllu bestur Benedikt Jóhannesson skrifar 27. nóvember 2008 07:00 Benedikt Jóhannesson skrifar um Evrópumál Margir hafa orð á því hve yfirvegaður Geir Haarde sé í viðtölum. Hann láti vart haggast þó að hart sé að honum sótt. Þetta er rétt og sannarlega lofsvert. Hins vegar er það mjög til baga hve mörgum málum ríkisstjórnin og einkum Sjálfstæðismenn ýta á undan sér og geta ekki tekið af skarið. Utanríkisráðherra, formaður Samfylkingarinnar, virðist hafa mikla ábyrgðartilfinningu. Ólíkt sumum flokksmönnum sínum segir Ingibjörg Sólrún að þjóðarhag eigi að setja ofar skammtímahagsmunum Samfylkingarinnar. Reyndar leikur hún sama leik og aðrir Samfylkingarmenn og segist mundu mæta á mótmælafund gegn ríkisstjórninni ef hún sæti ekki í henni sjálf. Þetta hefur gefist vel í skoðanakönnunum, því ekki halda leiknum áfram? Það virðist viss þversögn en ríkisstjórnin, sem hefur að undanförnu sætt miklu aðkasti almennings, gæti enn komist á spjöld sögunnar sem tímamótastjórn. Líklega sér Ingibjörg Sólrún þetta og vill ekki spilla þessu tækifæri með ótímabærum kosningum. Helst vill almenningur úrlausn sinna mála en aðstæður bjóða ekki upp á skjótan bata. Ríkisstjórnin getur hins vegar markað heillavænlega stefnu til frambúðar, stefnu sem í raun og veru leiddi til þess að eftir nokkur ár væru Íslendingar betur settir en nú og sú staða væri mun styrkari en sú spilaborg sem nú er hrunin. Mikilvægur þáttur í göngunni út úr vandanum er aðild að Evrópusambandinu. Enginn útlendingur hefur trú á íslensku krónunni. Á árum áður hélt Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og síðar seðlabankastjóri því fram að efnahagslögmálin giltu ekki á Íslandi. Stundum hvarflar að manni að eftirmenn hans séu sama sinnis. Norðurlandaþjóðirnar hafa orðið fyrir ágjöf vegna þess að fjárfestar hafa ekki næga trú á þeirra gjaldmiðlum. Eru þær þó mun fjölmennari en Íslendingar. Ytra ræða menn vandann af yfirvegun og hvorki ráðherrar né bankastjórar hæðast að þeim sem vilja tryggja stöðugleika með því að taka upp evru. Íslendingar þurfa styrkan gjaldmiðil. Það markmið næst hraðast með því að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu sem allra fyrst. Hins vegar verða forystumenn Sjálfstæðisflokksins að lýsa því yfir fyrir landsfund að þeir telji slíkar viðræður nauðsynlegar. Forsætisráðherra hefur ítrekað sagt að hann hafi efasemdir um ES-aðild en að það séu ekki trúarbrögð. Mikilvægt er að hann setji hagsmuni þjóðarinnar ofar kreddum. Enginn vafi er á því að kreppan væri ekki svo djúp á Íslandi sem raun ber vitni, ef landið hefði verið aðili að Evrópusambandinu og myntbandalaginu.Leiðin sem ganga þarf er þessi: 1. Ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum lýsi yfir stuðningi við aðildarviðræður. Eðlilegt er að foringjar leiði flokkinn en láti ekki teyma sig áfram. 2. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkir í janúar að þjóðin skuli ganga til slíkra viðræðna. 3. Stjórnarflokkarnir segja að þeir hyggist starfa áfram saman uns tekst að leiða þetta mál til lykta. 4. Undirbúningur viðræðna hefst. Þar er hægt að byggja mikið á starfi nefndar Björns Bjarnasonar um Evrópumál frá því í fyrra. 5. Viðræður hefjast í apríl 2009 og lýkur á árinu. 6. Í upphafi viðræðna lýsa Íslendingar vilja til þess að festa gengi krónunnar við evru, til dæmis á genginu 130. Óskað verður stuðnings ES við þetta frá 1. júlí 2009. Ef það gengur eftir verður verðbólga á Íslandi svipuð og í ES strax og vextir um 5% hærri en á evrusvæðinu. Hvort tveggja yrði mikil bót fyrir Íslendinga. 7. Samningur um aðild liggur fyrir í árslok. 8. Þjóðaratkvæði um samninginn fer fram snemma árs 2010. 9. Verði hann samþykktur samþykkir Alþingi nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá og þing er rofið. 10. Alþingiskosningar í maí 2010. 11. Nýtt Alþingi staðfestir breytingar á stjórnarskránni og samþykkir samninginn formlega. Með þessu tryggir núverandi ríkisstjórn að hún verður í framtíðinni talin hafa komið þjóðinni úr hreinum ógöngum í jafnvægisástand. Hér verða áfram vandamál, evran verður ekki orðin formlegur gjaldmiðill og lífskjör verða miklu lakari en þau voru í upphafi árs 2008. En þjóðin verður ekki lengur einangruð og erlendir fjárfestar sjá að þjóðin vill verða hluti af stórri heild en ekki samfélag sérvitringa sem heldur að efnahagslögmálin gildi ekki hjá þeim. En þau gilda nú samt. Það fer best á því að játa það strax. Höfundur er ritstjóri Vísbendingar, vikurits um viðskipta- og efnahagslíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Benedikt Jóhannesson skrifar um Evrópumál Margir hafa orð á því hve yfirvegaður Geir Haarde sé í viðtölum. Hann láti vart haggast þó að hart sé að honum sótt. Þetta er rétt og sannarlega lofsvert. Hins vegar er það mjög til baga hve mörgum málum ríkisstjórnin og einkum Sjálfstæðismenn ýta á undan sér og geta ekki tekið af skarið. Utanríkisráðherra, formaður Samfylkingarinnar, virðist hafa mikla ábyrgðartilfinningu. Ólíkt sumum flokksmönnum sínum segir Ingibjörg Sólrún að þjóðarhag eigi að setja ofar skammtímahagsmunum Samfylkingarinnar. Reyndar leikur hún sama leik og aðrir Samfylkingarmenn og segist mundu mæta á mótmælafund gegn ríkisstjórninni ef hún sæti ekki í henni sjálf. Þetta hefur gefist vel í skoðanakönnunum, því ekki halda leiknum áfram? Það virðist viss þversögn en ríkisstjórnin, sem hefur að undanförnu sætt miklu aðkasti almennings, gæti enn komist á spjöld sögunnar sem tímamótastjórn. Líklega sér Ingibjörg Sólrún þetta og vill ekki spilla þessu tækifæri með ótímabærum kosningum. Helst vill almenningur úrlausn sinna mála en aðstæður bjóða ekki upp á skjótan bata. Ríkisstjórnin getur hins vegar markað heillavænlega stefnu til frambúðar, stefnu sem í raun og veru leiddi til þess að eftir nokkur ár væru Íslendingar betur settir en nú og sú staða væri mun styrkari en sú spilaborg sem nú er hrunin. Mikilvægur þáttur í göngunni út úr vandanum er aðild að Evrópusambandinu. Enginn útlendingur hefur trú á íslensku krónunni. Á árum áður hélt Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og síðar seðlabankastjóri því fram að efnahagslögmálin giltu ekki á Íslandi. Stundum hvarflar að manni að eftirmenn hans séu sama sinnis. Norðurlandaþjóðirnar hafa orðið fyrir ágjöf vegna þess að fjárfestar hafa ekki næga trú á þeirra gjaldmiðlum. Eru þær þó mun fjölmennari en Íslendingar. Ytra ræða menn vandann af yfirvegun og hvorki ráðherrar né bankastjórar hæðast að þeim sem vilja tryggja stöðugleika með því að taka upp evru. Íslendingar þurfa styrkan gjaldmiðil. Það markmið næst hraðast með því að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu sem allra fyrst. Hins vegar verða forystumenn Sjálfstæðisflokksins að lýsa því yfir fyrir landsfund að þeir telji slíkar viðræður nauðsynlegar. Forsætisráðherra hefur ítrekað sagt að hann hafi efasemdir um ES-aðild en að það séu ekki trúarbrögð. Mikilvægt er að hann setji hagsmuni þjóðarinnar ofar kreddum. Enginn vafi er á því að kreppan væri ekki svo djúp á Íslandi sem raun ber vitni, ef landið hefði verið aðili að Evrópusambandinu og myntbandalaginu.Leiðin sem ganga þarf er þessi: 1. Ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum lýsi yfir stuðningi við aðildarviðræður. Eðlilegt er að foringjar leiði flokkinn en láti ekki teyma sig áfram. 2. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkir í janúar að þjóðin skuli ganga til slíkra viðræðna. 3. Stjórnarflokkarnir segja að þeir hyggist starfa áfram saman uns tekst að leiða þetta mál til lykta. 4. Undirbúningur viðræðna hefst. Þar er hægt að byggja mikið á starfi nefndar Björns Bjarnasonar um Evrópumál frá því í fyrra. 5. Viðræður hefjast í apríl 2009 og lýkur á árinu. 6. Í upphafi viðræðna lýsa Íslendingar vilja til þess að festa gengi krónunnar við evru, til dæmis á genginu 130. Óskað verður stuðnings ES við þetta frá 1. júlí 2009. Ef það gengur eftir verður verðbólga á Íslandi svipuð og í ES strax og vextir um 5% hærri en á evrusvæðinu. Hvort tveggja yrði mikil bót fyrir Íslendinga. 7. Samningur um aðild liggur fyrir í árslok. 8. Þjóðaratkvæði um samninginn fer fram snemma árs 2010. 9. Verði hann samþykktur samþykkir Alþingi nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá og þing er rofið. 10. Alþingiskosningar í maí 2010. 11. Nýtt Alþingi staðfestir breytingar á stjórnarskránni og samþykkir samninginn formlega. Með þessu tryggir núverandi ríkisstjórn að hún verður í framtíðinni talin hafa komið þjóðinni úr hreinum ógöngum í jafnvægisástand. Hér verða áfram vandamál, evran verður ekki orðin formlegur gjaldmiðill og lífskjör verða miklu lakari en þau voru í upphafi árs 2008. En þjóðin verður ekki lengur einangruð og erlendir fjárfestar sjá að þjóðin vill verða hluti af stórri heild en ekki samfélag sérvitringa sem heldur að efnahagslögmálin gildi ekki hjá þeim. En þau gilda nú samt. Það fer best á því að játa það strax. Höfundur er ritstjóri Vísbendingar, vikurits um viðskipta- og efnahagslíf.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun