Banakahólfið: Miklar væntingar 9. apríl 2008 00:01 Óhætt er að segja að aðgerða stjórnvalda og Seðlabankans til stuðnings íslensku fjármálakerfi sé beðið með mikilli eftirvæntingu. Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun og gefur um leið út Peningamál. Ríkisstjórnin hefur enn ekki gefið neitt upp um aðgerðir sínar, en einstakir ráðherrar hafa þó gefið sterklega í skyn að aukið verði verulega við gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þá hefur forsætisráðherra látið að því liggja, að til standi að egna gildrur fyrir spákaupmenn sem tekið hafi stöðu gegn íslensku efnahagslífi, svokallaðar bjarnargildrur, væntanlega með vísun í bandaríska fjárfestingarbankann Bear Stearns. Hækkun á gengi íslensku bankanna og lækkandi skuldatryggingarálag þeirra er ekki aðeins rakið til hagstæðari skilyrða á alþjóðavettvangi, heldur ekki síður til væntinga um útspil íslenskra stjórnvalda á næstu dögum. Nú er lag, segja menn, þegar útlitið er aðeins bjartara og kjörin betri á lánamörkuðum. En gerist ekkert, vara þeir hinir sömu við, er hætt við því að einhver afturkippur geti komið og jafnvel ný niðursveifla.Aukin harkaKunnugir merkja aukna hörku af hálfu íslenskra fjármálafyrirtækja í samskiptum við erlenda fjölmiðla og kemur það væntanlega ekki til af góðu. Hér áður fyrr var viðkvæðið að láta villandi eða jafnvel rangan fréttaflutning af íslensku útrásinni eiga sig, enda tæki því ekki að elta ólar við allt sem birtist á prenti. Nú er öldin hins vegar önnur og til marks um það eru leiðréttingar í enskum dagblöðum um liðna helgi, þar sem bæði Daily Mail og Sunday Times birtu leiðréttingar vegna fregna úr fyrri viku, þar sem því var haldið fram að breskir sparifjáreigendur tækju nú fé sitt í stórum stíl út úr innlánsreikningum íslensku bankanna, þ.e. Icesave Landsbankans og Kaupthing Edge.Sérfræðingar á markaði segja að nú hafi talsmenn bankanna fengið skýr fyrirmæli frá stjórnendum um að leiðrétta strax allar rangar fréttir og ganga hart eftir því að skaðlegar fréttir, sem ekki er fótur fyrir, birtist í fjölmiðlum. Kemur þetta ekki síst í kjölfar fregna af erlendum spákaupmönnum og skortsölum, sem hafa hagsmuni af því að miðla neikvæðum fréttum af tilteknum fyrirtækjum og jafnvel löndum í þeim tilgangi að hagnast sjálfir á lækkun á gengi hlutabréfa eða breytingum á gengi gjaldmiðla. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Óhætt er að segja að aðgerða stjórnvalda og Seðlabankans til stuðnings íslensku fjármálakerfi sé beðið með mikilli eftirvæntingu. Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun og gefur um leið út Peningamál. Ríkisstjórnin hefur enn ekki gefið neitt upp um aðgerðir sínar, en einstakir ráðherrar hafa þó gefið sterklega í skyn að aukið verði verulega við gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þá hefur forsætisráðherra látið að því liggja, að til standi að egna gildrur fyrir spákaupmenn sem tekið hafi stöðu gegn íslensku efnahagslífi, svokallaðar bjarnargildrur, væntanlega með vísun í bandaríska fjárfestingarbankann Bear Stearns. Hækkun á gengi íslensku bankanna og lækkandi skuldatryggingarálag þeirra er ekki aðeins rakið til hagstæðari skilyrða á alþjóðavettvangi, heldur ekki síður til væntinga um útspil íslenskra stjórnvalda á næstu dögum. Nú er lag, segja menn, þegar útlitið er aðeins bjartara og kjörin betri á lánamörkuðum. En gerist ekkert, vara þeir hinir sömu við, er hætt við því að einhver afturkippur geti komið og jafnvel ný niðursveifla.Aukin harkaKunnugir merkja aukna hörku af hálfu íslenskra fjármálafyrirtækja í samskiptum við erlenda fjölmiðla og kemur það væntanlega ekki til af góðu. Hér áður fyrr var viðkvæðið að láta villandi eða jafnvel rangan fréttaflutning af íslensku útrásinni eiga sig, enda tæki því ekki að elta ólar við allt sem birtist á prenti. Nú er öldin hins vegar önnur og til marks um það eru leiðréttingar í enskum dagblöðum um liðna helgi, þar sem bæði Daily Mail og Sunday Times birtu leiðréttingar vegna fregna úr fyrri viku, þar sem því var haldið fram að breskir sparifjáreigendur tækju nú fé sitt í stórum stíl út úr innlánsreikningum íslensku bankanna, þ.e. Icesave Landsbankans og Kaupthing Edge.Sérfræðingar á markaði segja að nú hafi talsmenn bankanna fengið skýr fyrirmæli frá stjórnendum um að leiðrétta strax allar rangar fréttir og ganga hart eftir því að skaðlegar fréttir, sem ekki er fótur fyrir, birtist í fjölmiðlum. Kemur þetta ekki síst í kjölfar fregna af erlendum spákaupmönnum og skortsölum, sem hafa hagsmuni af því að miðla neikvæðum fréttum af tilteknum fyrirtækjum og jafnvel löndum í þeim tilgangi að hagnast sjálfir á lækkun á gengi hlutabréfa eða breytingum á gengi gjaldmiðla.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira