Reykjavíkurborg hefur ekki fundið stund til fundar með Samkeppniseftirlitinu 2. apríl 2008 18:26 Keppinautur gagnrýnir að eingöngu Hagar og Kaupás virðist fá lóðir undir verslanir í höfuðborginni. „Slíkur fundur hefur ekki komist á," segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Þar vísar hann til þess að 3. desember síðastliðinn, fyrir tæpum fjórum mánuðum, svaraði Samkeppniseftirlitið erindi borgaryfirvalda og lýsti sig þar reiðubúið til þess að ræða samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutun lóða í borginni. Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, hefur gagnrýnt að fyrirtækið hafi ekki fengið úthlutað lóð undir verslun í Reykjavík, þrátt fyrir margar beiðnir þar um. Sturla fullyrðir að keppinautar sínir, Hagar og Kaupás, hafi einir setið að lóðum og spyr hvort borgaryfirvöld þurfi ekki að huga að samkeppnismálum við lóðaúthlutun. „Til að mynda höfum við aldrei fengið úthlutað lóð í nýjum hverfum. Þar komast hins vegar keppinautarnir að," segir Sturla. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti 15. nóvember að kanna hvernig staðinn verði vörður um samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutun lóða. Í greinargerð með tillögunni sagði þáverandi meirihluti að samkeppnissjónarmið þyrfti að hafa til hliðsjónar við lóðaúthlutanir til bensínstöðva, byggingavöru- og matvöruverslana. Jafnframt væri ljóst að eigendaskipti og samruni fyrirtækja geti kippt fótunum undan grundvelli slíkra úthlutana. Því væri brýnt að kortleggja hvaða leiðir borgin hafi til að fylgja samkeppnissjónarmiðum eftir við skipulag og lóðaúthlutanir. Þá átti að leita eftir afstöðu Samkeppniseftirlitsins í þessum efnum. Í framhaldinu sendir Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, erindi til Samkeppniseftirlitsins. Því var svarað 3. desember og lýsti Samkeppniseftirlitið því að það væri reiðubúið að kynna sín sjónarmið. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra er áhugi á málinu hjá borgaryfirvöldum og verður reynt að finna fundartíma við fyrsta tækifæri. - ikh Markaðir Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
„Slíkur fundur hefur ekki komist á," segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Þar vísar hann til þess að 3. desember síðastliðinn, fyrir tæpum fjórum mánuðum, svaraði Samkeppniseftirlitið erindi borgaryfirvalda og lýsti sig þar reiðubúið til þess að ræða samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutun lóða í borginni. Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, hefur gagnrýnt að fyrirtækið hafi ekki fengið úthlutað lóð undir verslun í Reykjavík, þrátt fyrir margar beiðnir þar um. Sturla fullyrðir að keppinautar sínir, Hagar og Kaupás, hafi einir setið að lóðum og spyr hvort borgaryfirvöld þurfi ekki að huga að samkeppnismálum við lóðaúthlutun. „Til að mynda höfum við aldrei fengið úthlutað lóð í nýjum hverfum. Þar komast hins vegar keppinautarnir að," segir Sturla. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti 15. nóvember að kanna hvernig staðinn verði vörður um samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutun lóða. Í greinargerð með tillögunni sagði þáverandi meirihluti að samkeppnissjónarmið þyrfti að hafa til hliðsjónar við lóðaúthlutanir til bensínstöðva, byggingavöru- og matvöruverslana. Jafnframt væri ljóst að eigendaskipti og samruni fyrirtækja geti kippt fótunum undan grundvelli slíkra úthlutana. Því væri brýnt að kortleggja hvaða leiðir borgin hafi til að fylgja samkeppnissjónarmiðum eftir við skipulag og lóðaúthlutanir. Þá átti að leita eftir afstöðu Samkeppniseftirlitsins í þessum efnum. Í framhaldinu sendir Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, erindi til Samkeppniseftirlitsins. Því var svarað 3. desember og lýsti Samkeppniseftirlitið því að það væri reiðubúið að kynna sín sjónarmið. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra er áhugi á málinu hjá borgaryfirvöldum og verður reynt að finna fundartíma við fyrsta tækifæri. - ikh
Markaðir Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira