Evrópusambandið er ekki svarið 2. apríl 2008 00:01 Fella þarf niður tolla af landbúnaðarvörum til að hér lækki vöruverð. Karl Wernersson segir ljóst að tollarnir myndu þurfa að hverfa kæmi til inngöngu landsins í Evrópusambandið og spyr hvers vegna ekki sé strax gripið til þessa ráðs.Markaðurinn/Jón sigurður „Við höfum sjálf yfir að ráða þeim meðölum sem þarf til að lækka vöruverð og slá á þenslu og þurfum ekki Evrópusambandið til," segir Karl Wernersson og bendir á að í innkaupakörfu heimilanna séu landbúnaðarafurðir 46 prósent af matvælum. „Og hver ákveður verðið á þeim? Jú, íslensk stjórnvöld," segir hann og spyr hvers vegna hér séu ekki felldir niður tollar, enda sé niðurfelling tolla og vörugjalda helsta ástæða þess að matarverð lækki við inngöngu í Evrópusambandið. „Þá yrðu felldir niður verndartollar og hægt að flytja inn kjúklinga frá Evrópu." Enn fremur telur Karl að ekki þurfi að koma til Evrópusambandsaðild til að hér náist að lækka vexti til jafns við það sem gerist í útlöndum. „Seðlabankinn hækkar vexti til að draga úr eftirspurn og hækka greiðslubyrði heimila og fyrirtækja til að draga úr umsvifum þeirra og þar með þenslu í hagkerfinu." Hann bendir hins vegar á að greiðslubyrði heimilanna ráðist fyrst og fremst af húsnæðislánum og á þau hafi stýrivextir bankans engin áhrif. Þá hafi verðbólguskot nánast engin áhrif þar á heldur. „Af því vextirnir eru verðtryggðir fær fólk vaxtahækkunina lánaða til langst tíma, en ef lánin væru með nafnvexti sem fylgdu vöxtum Seðlabankans væri staðan allt önnur. Raunveruleikinn er sá að vaxtahækkanir Seðlabankans hafa ekki áhrif á einn stærsta útgjaldalið heimilanna. Með hönd á lausninni Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, segir ljóst að hér þurfi að grípa til aðgerða til að auka virkni peningamálastefnunnar.Markaðurinn/GVA Karl segir skipulag fasteignamarkaðar hér og aðkomu Íbúðalánasjóðs því gera það að verkum að hagstjórnartæki Seðlabankans, sem eigi meðal annars að hafa áhrif á einkaneyslu, ekki virka sem skyldi. „Nokkurra þúsunda króna hærri vaxtareikningur á mánuði vegna verðtryggingar breytir litlu um neyslumynstur fólks til langs tíma," segir hann og bendir um leið á að viðvarandi viðskiptahalli valdi líka þrýstingi á gengi krónunnar. „Og viðskiptahallinn stafar ekki bara af fjárfestingu heldur líka að stórum hluta af einkaneyslu. Fyrr en við getum verið hér með hagstjórnartæki sem koma við buddu hins almenna launamanns virka hagstjórnartækin ekki." Karl slær fram sem áhugaverðum valkosti til lausnar á efnahagsvandanum afnámi verðtryggingar lána og upptöku fljótandi vaxta á íbúðalán. Karl leggur að sama skapi áherslu á að greint verði á milli almennrar húsnæðislánastarfsemi til fólks með góðar tekjur sem bankarnir eru fullfærir um að sinna og hins vegar þeirrar stefnu að styðja efnaminna fólk til þess að eignast eigið húsnæði. „Þannig mætti nota Íbúðalánasjóð til að aðstoða þá sem ekki ráða sjálfir við að koma sér upp þaki yfir höfuðið en ekki þannig að allir landsmenn njóti niðurgreiddra íbúðavaxta. Íbúðalánasjóður á að fullnægja brýnum þörfum efnaminna fólks en ekki ýta undir aukna eyðslu þeirra sem hafa nóg á milli handanna." Með því að fella niður tolla, bæði á landbúnaðarvörur og annan varning þar sem ríkið fái ráðið, og beita hagstjórnartækjum sem virki segir Karl að hér mætti ná niður verðbólgu og þá væri hægt að lækka hér vexti til jafns við það sem gerist í Evrópu. „En auðvitað er það mikilvægast að hið opinbera gangi alltaf á undan með góðu fordæmi og dragi úr útgjöldum sínum til að draga úr þenslu í hagkerfinu." Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
„Við höfum sjálf yfir að ráða þeim meðölum sem þarf til að lækka vöruverð og slá á þenslu og þurfum ekki Evrópusambandið til," segir Karl Wernersson og bendir á að í innkaupakörfu heimilanna séu landbúnaðarafurðir 46 prósent af matvælum. „Og hver ákveður verðið á þeim? Jú, íslensk stjórnvöld," segir hann og spyr hvers vegna hér séu ekki felldir niður tollar, enda sé niðurfelling tolla og vörugjalda helsta ástæða þess að matarverð lækki við inngöngu í Evrópusambandið. „Þá yrðu felldir niður verndartollar og hægt að flytja inn kjúklinga frá Evrópu." Enn fremur telur Karl að ekki þurfi að koma til Evrópusambandsaðild til að hér náist að lækka vexti til jafns við það sem gerist í útlöndum. „Seðlabankinn hækkar vexti til að draga úr eftirspurn og hækka greiðslubyrði heimila og fyrirtækja til að draga úr umsvifum þeirra og þar með þenslu í hagkerfinu." Hann bendir hins vegar á að greiðslubyrði heimilanna ráðist fyrst og fremst af húsnæðislánum og á þau hafi stýrivextir bankans engin áhrif. Þá hafi verðbólguskot nánast engin áhrif þar á heldur. „Af því vextirnir eru verðtryggðir fær fólk vaxtahækkunina lánaða til langst tíma, en ef lánin væru með nafnvexti sem fylgdu vöxtum Seðlabankans væri staðan allt önnur. Raunveruleikinn er sá að vaxtahækkanir Seðlabankans hafa ekki áhrif á einn stærsta útgjaldalið heimilanna. Með hönd á lausninni Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, segir ljóst að hér þurfi að grípa til aðgerða til að auka virkni peningamálastefnunnar.Markaðurinn/GVA Karl segir skipulag fasteignamarkaðar hér og aðkomu Íbúðalánasjóðs því gera það að verkum að hagstjórnartæki Seðlabankans, sem eigi meðal annars að hafa áhrif á einkaneyslu, ekki virka sem skyldi. „Nokkurra þúsunda króna hærri vaxtareikningur á mánuði vegna verðtryggingar breytir litlu um neyslumynstur fólks til langs tíma," segir hann og bendir um leið á að viðvarandi viðskiptahalli valdi líka þrýstingi á gengi krónunnar. „Og viðskiptahallinn stafar ekki bara af fjárfestingu heldur líka að stórum hluta af einkaneyslu. Fyrr en við getum verið hér með hagstjórnartæki sem koma við buddu hins almenna launamanns virka hagstjórnartækin ekki." Karl slær fram sem áhugaverðum valkosti til lausnar á efnahagsvandanum afnámi verðtryggingar lána og upptöku fljótandi vaxta á íbúðalán. Karl leggur að sama skapi áherslu á að greint verði á milli almennrar húsnæðislánastarfsemi til fólks með góðar tekjur sem bankarnir eru fullfærir um að sinna og hins vegar þeirrar stefnu að styðja efnaminna fólk til þess að eignast eigið húsnæði. „Þannig mætti nota Íbúðalánasjóð til að aðstoða þá sem ekki ráða sjálfir við að koma sér upp þaki yfir höfuðið en ekki þannig að allir landsmenn njóti niðurgreiddra íbúðavaxta. Íbúðalánasjóður á að fullnægja brýnum þörfum efnaminna fólks en ekki ýta undir aukna eyðslu þeirra sem hafa nóg á milli handanna." Með því að fella niður tolla, bæði á landbúnaðarvörur og annan varning þar sem ríkið fái ráðið, og beita hagstjórnartækjum sem virki segir Karl að hér mætti ná niður verðbólgu og þá væri hægt að lækka hér vexti til jafns við það sem gerist í Evrópu. „En auðvitað er það mikilvægast að hið opinbera gangi alltaf á undan með góðu fordæmi og dragi úr útgjöldum sínum til að draga úr þenslu í hagkerfinu."
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira