Bankahólfið: Glatt á hjalla 19. mars 2008 00:01 Hluthafar Bakkavarar voru hæstánægðir á aðalfundi félagsins í Þjóðleikhúsinu á föstudag í síðustu viku. Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, átti stórleik á Stóra sviðinu þegar hann lauk hefðbundinni tölu um ganginn á fyrirtækinu, gekk fram fyrir pontu og ræddi vítt og breitt um reksturinn næstu ár. Ekki minnkaði gleðin þegar Ágúst sleit fundinum og bauð gestum upp á veitingar. Bakkavör hefur í gegnum árin gert vel við hluthafa sína og virðist lítið lát á, því stjórnendur höfðu flutt inn bæði mat og kokka frá þeim þremur heimsálfum sem félagið starfar í. Úrvalið var eftir því: þrjú hlaðborð með réttum frá hverri heimsálfu og kokkum sem fræddu gesti um töfra matargerðarlistarinnar. Ekki feitirÍ gegnum árin hefur það af og til valdið miklum úlfaþyt í samfélaginu þegar starfsmenn fjármálafyrirtækja fá kauprétt í félögum sem þeir starfa hjá. Hefur það nánast alltaf verið ávísun á mikinn hagnað þar sem gengið í slíkum samningum er hagstætt miðað við þróun á mörkuðum. Þannig fengu starfsmenn Kaupþings kauprétt í bankanum í desember 2006 sem þeir máttu nýta nú í febrúar að einum þriðja hluta. Hins vegar er ólíklegt að nokkur þeirra hafi nýtt sér þennan kauprétt. Gengið bréfanna í samningnum í ár var 830. Það er ekki gáfulegt að kaupa Kaupþingsbréf á því gengi þegar gengi bankans í febrúar var nær 700. Það eru sem sagt fleiri en stóru hákarlarnir sem verða fyrir barðinu á lækkunum þessar vikurnar. Fólkið á gólfinu missir líka spón úr aski sínum.Samruni?Í nokkurn tíma hefur verið rætt um mögulega samruna á fjármálamarkaði og þá helst horft til smærri fyrirtækja í þeim geira. Glöggir samsæriskenningasmiðir voru hins vegar ekki lengi að sjá út „líklegan“ samruna þegar Straumur-Burðarás frestaði aðalfundi sínum frá 3. apríl til 15. apríl og gefa lítið fyrir þær skýringar að yfirmenn bankans hafi ekki getað mætt á fyrri dagsetninguna sökum einhverra anna. Aðalfundur Landsbankans, sem raunar var fyrstur bankanna til að birta uppgjör í janúar, er nefnilega á dagskrá 23. apríl, og er bankinn þá síðastur í hópnum til að halda aðalfund. Væntanlega liggur þó fyrir 7. apríl hvort á dagskránni verður yfirtaka á Straumi, en þá verða tillögur til aðalfundar teknar fyrir í stjórn bankans. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Hluthafar Bakkavarar voru hæstánægðir á aðalfundi félagsins í Þjóðleikhúsinu á föstudag í síðustu viku. Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, átti stórleik á Stóra sviðinu þegar hann lauk hefðbundinni tölu um ganginn á fyrirtækinu, gekk fram fyrir pontu og ræddi vítt og breitt um reksturinn næstu ár. Ekki minnkaði gleðin þegar Ágúst sleit fundinum og bauð gestum upp á veitingar. Bakkavör hefur í gegnum árin gert vel við hluthafa sína og virðist lítið lát á, því stjórnendur höfðu flutt inn bæði mat og kokka frá þeim þremur heimsálfum sem félagið starfar í. Úrvalið var eftir því: þrjú hlaðborð með réttum frá hverri heimsálfu og kokkum sem fræddu gesti um töfra matargerðarlistarinnar. Ekki feitirÍ gegnum árin hefur það af og til valdið miklum úlfaþyt í samfélaginu þegar starfsmenn fjármálafyrirtækja fá kauprétt í félögum sem þeir starfa hjá. Hefur það nánast alltaf verið ávísun á mikinn hagnað þar sem gengið í slíkum samningum er hagstætt miðað við þróun á mörkuðum. Þannig fengu starfsmenn Kaupþings kauprétt í bankanum í desember 2006 sem þeir máttu nýta nú í febrúar að einum þriðja hluta. Hins vegar er ólíklegt að nokkur þeirra hafi nýtt sér þennan kauprétt. Gengið bréfanna í samningnum í ár var 830. Það er ekki gáfulegt að kaupa Kaupþingsbréf á því gengi þegar gengi bankans í febrúar var nær 700. Það eru sem sagt fleiri en stóru hákarlarnir sem verða fyrir barðinu á lækkunum þessar vikurnar. Fólkið á gólfinu missir líka spón úr aski sínum.Samruni?Í nokkurn tíma hefur verið rætt um mögulega samruna á fjármálamarkaði og þá helst horft til smærri fyrirtækja í þeim geira. Glöggir samsæriskenningasmiðir voru hins vegar ekki lengi að sjá út „líklegan“ samruna þegar Straumur-Burðarás frestaði aðalfundi sínum frá 3. apríl til 15. apríl og gefa lítið fyrir þær skýringar að yfirmenn bankans hafi ekki getað mætt á fyrri dagsetninguna sökum einhverra anna. Aðalfundur Landsbankans, sem raunar var fyrstur bankanna til að birta uppgjör í janúar, er nefnilega á dagskrá 23. apríl, og er bankinn þá síðastur í hópnum til að halda aðalfund. Væntanlega liggur þó fyrir 7. apríl hvort á dagskránni verður yfirtaka á Straumi, en þá verða tillögur til aðalfundar teknar fyrir í stjórn bankans.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira