Sviptingar í hópi ríkustu Íslendinga 12. mars 2008 00:01 Pálmi Haraldsson og Gísli Reynisson eru hástökkvararnir á lista yfir ríkustu einstaklinga landsins. Markaðurinn/Anton Í úttekt Sirkus, fylgiblaðs Fréttablaðsins, í maí í fyrra voru feðgarnir Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson í tveimur efstu sætunum en Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, í þriðja sæti. Miðað við hræringar á hlutabréfamörkuðum frá miðju síðasta ári er hins vegar útlit fyrir að Jón hafi tekið annað sætið af Björgólfi. Þá hefur talsvert rót orðið á lista yfir 25 ríkustu Íslendingana og sumir hverjir, sem trónuðu ofarlega á honum í fyrra, fallið mun neðar. Miðað við grófa útreikninga á eignastöðu ríkustu einstaklinga Íslands færast þeir sem byggja auð sinn á skráðum eignum neðar á meðan þeir sem festa fé sitt í óskráðum eignum hafa færst ofar. Hafa ber í huga að erfiðara er að áætla virði óskráðra eigna en hinna. Þannig eru þeir Bakkabræður, Lýður og Ágúst Guðmundssynir, sem voru í 4. til 5. sæti á listanum í fyrra með eignir upp á 80 milljarða hvor, komnir í hóp tuttugu ríkustu einstaklinga landsins. Auður þeirra liggur að mestu í fjármálaþjónustufyrirtækinu Existu, sem hefur fallið um rúm 65 prósent frá því Sirkus birti listann í fyrra. Þeir eru síður en svo á flæðiskeri staddir enda nema eignir hvors um sig tæpum 30 milljörðum króna. Sama skýring liggur á bak við sætaskipti Björgólfs eldri en stærstu eignir hans liggja í Landsbankanum og tengdum félögum. Á sama tíma hafa þeir Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone og Aska Capital, og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa og Alfesca, færst ofar. Pálmi Haraldsson, meirihlutaeigandi í Fons, og Gísli Reynisson, stærsti hluthafinn í Nordic Partners, eru hástökkvararnir á lista yfir ríkustu einstaklinga landsins á milli ára. Pálmi var í 13. til 14. sæti á lista Sirkus í fyrra en skellir sér í fimmta sætið nú. Gísli, sem var í 15. sæti í fyrra, vermir 6. sætið nú, samkvæmt útreikningum Markaðarins. Undir smásjánni Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Í úttekt Sirkus, fylgiblaðs Fréttablaðsins, í maí í fyrra voru feðgarnir Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson í tveimur efstu sætunum en Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, í þriðja sæti. Miðað við hræringar á hlutabréfamörkuðum frá miðju síðasta ári er hins vegar útlit fyrir að Jón hafi tekið annað sætið af Björgólfi. Þá hefur talsvert rót orðið á lista yfir 25 ríkustu Íslendingana og sumir hverjir, sem trónuðu ofarlega á honum í fyrra, fallið mun neðar. Miðað við grófa útreikninga á eignastöðu ríkustu einstaklinga Íslands færast þeir sem byggja auð sinn á skráðum eignum neðar á meðan þeir sem festa fé sitt í óskráðum eignum hafa færst ofar. Hafa ber í huga að erfiðara er að áætla virði óskráðra eigna en hinna. Þannig eru þeir Bakkabræður, Lýður og Ágúst Guðmundssynir, sem voru í 4. til 5. sæti á listanum í fyrra með eignir upp á 80 milljarða hvor, komnir í hóp tuttugu ríkustu einstaklinga landsins. Auður þeirra liggur að mestu í fjármálaþjónustufyrirtækinu Existu, sem hefur fallið um rúm 65 prósent frá því Sirkus birti listann í fyrra. Þeir eru síður en svo á flæðiskeri staddir enda nema eignir hvors um sig tæpum 30 milljörðum króna. Sama skýring liggur á bak við sætaskipti Björgólfs eldri en stærstu eignir hans liggja í Landsbankanum og tengdum félögum. Á sama tíma hafa þeir Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone og Aska Capital, og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa og Alfesca, færst ofar. Pálmi Haraldsson, meirihlutaeigandi í Fons, og Gísli Reynisson, stærsti hluthafinn í Nordic Partners, eru hástökkvararnir á lista yfir ríkustu einstaklinga landsins á milli ára. Pálmi var í 13. til 14. sæti á lista Sirkus í fyrra en skellir sér í fimmta sætið nú. Gísli, sem var í 15. sæti í fyrra, vermir 6. sætið nú, samkvæmt útreikningum Markaðarins.
Undir smásjánni Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira