77 milljarðar króna geymdir í skattaparadísum 5. mars 2008 00:01 Indriði H. Þorláksson Kannaði hvar eignarhlutir í fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina eiga uppruna sinn. Stór hluti er í eigu félaga með heimilsfesti í Hollandi og Lúxemborg. Mikið er einnig geymt í skattaparadísum. Skattahneykslið í Þýskalandi teygir anga sína víða um lönd, nú síðast allt frá Sviss til Cayman-eyja í Karíbahafi. Þýsk yfirvöld keyptu af uppljóstrara upplýsingar um vel á annað þúsund leynilega bankareikninga í smáríkinu Liechtenstein, sem telst vera í hópi svonefndra skattaparadísa. Víst er að í Þýskalandi einu hefur milljónum og aftur milljónum evra verið stungið undan skatti með því að fela þær á leynireikningum. Ekki er útilokað að Íslendingar eigi einhvern hlut að máli, en skattyfirvöld hér hafa óskað eftir upplýsingum um hvort Íslendingar tengist leynireikningunum ytra. Bent hefur verið á að ekkert sé ólöglegt við að geyma fé á reikningum eða í félögum ytra. Slíkra hluta þurfi hins vegar að geta á skattframtölum. Upplýsingar um hvar eignir liggja eru þó ekki endilega alltaf á yfirborðinu. Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur á vefsíðu sinni birt greinina „Eignarhald á íslenskum fyrirtækjum og skattar“, þar sem hann gerir grein fyrir umfangsmikilli rannsókn sinni á eignarhaldi skráðra íslenskra fyrirtækja og áhrifum þess á skattheimtu að Íslendingar geymi hlutabréf sín í innlendum skráðum félögum í eignarhaldsfélögum sem skráð eru erlendis. Samkvæmt rannsókninni er tæplega þriðjungur eignarhaldsfélaga í Kauphöllinni í erlendri eigu. Þar af eru tæp tíu prósent í Hollandi og ríflega tíu prósent í Lúxemborg. Rúm fjögur prósent eru geymd á lágskattasvæðum, eða skattaparadísum, eins og Bresku Jómfrúaeyjum og eyjum á Ermarsundi. Sex og hálft prósent eru geymd í öðrum löndum. HringfjárfestingarIndriði vekur athygli á því að fjárfestingar Íslendinga í tilteknum löndum hafi vaxið mikið og bendir á að fjárfesting hér frá þessum sömu löndum hafi aukist til samræmis. Hann birtir í grein sinni yfirlit yfir þessar fjárfestingar. Samkvæmt tölum Seðlabankans hafi bein fjármunaeign erlendra aðila hér á landi í hittiðfyrra numið tæpum 540 milljörðum króna. Langstærstur hluti þessa komi frá Lúxemborg, Hollandi og aflandssvæðum, eða skattaparadísum. Hlutdeild Lúxemborgar og Hollands, auk skattaskjóla, hafi aukist frá því að vera tíu prósent fyrir fáum árum og yfir 80 prósent í hitteðfyrra. „Ólíklegt verður að teljast að fjármagn til fjárfestinga hér á landi frá framangreindum löndum sé raunverulega upprunnið þar og sé í eigu aðila sem þar eru heimilisfastir í reynd,“ segir Indriði í greininni. Íslenskt annars staðar„Í ljósi þessara upplýsinga úr skýrslu Seðlabankans má gera ráð fyrir að bein erlend fjármunaeign hér á landi sé að stórum hluta fjármunir í eigu íslenskra aðila sem flutt hafa fé þangað og nota til að fjárfesta aftur á Íslandi,“ segir Indriði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, benti á það ekki alls fyrir löngu að erlent eignarhald fyrirtækja í Kauphöllinni hefði í september numið 41 prósenti og hefði aukist mikið frá sama tíma í fyrra. Aukningin væri merki um aukna erlenda fjárfestingu hérlendis þótt ljóst væri að mikið væri um að Íslendingar geymdu eign sína í erlendum félögum. Þriðjungur innlendrar eignar erlendisAthugun Markaðarins leiddi í ljós að í stærstu fyrirtækjunum í Kauphöllinni væri að líkindum stór hluti erlendrar eignar í raun íslenskur. Svo nokkur dæmi séu tekin ætti Exista B.V., félag sem skráð er í Hollandi, næstum fjórðungshlut í Kaupþingi. Exista B.V. er að öllu leyti í eigu Exista hér heima. Exista er svo aftur í eigu Bakkabraedur Holding B.V., félags sem skráð er í Hollandi. Þá væri næststærsti eigandi Kaupþings Egla Invest B.V., félag í eigu íslenskra aðila. sem einnig er skráð í Hollandi. Stærsti eigandi Alfesca er Kjalar Invest B.V. sem er í eigu Íslendinga. FL Group geymir þriðjungshlut sinn í Glitni í hollenskum félögum. Þetta staðfestist í athugun Indriða H. Þorlákssonar. Hann fór yfir hluthafalista skráðra félaga en gekk skrefinu lengra. hann hafði uppi á ársskýrslum félaga hjá Ársreikningaskrá. Í ársskýrslu á að geta um alla sem eiga tíu prósenta hlut eða meira í félagi. Þannig má komast lengra og komst hann þannig til að mynda að því að félög sem skráð eru til heimilis í skattaskjólum eigi hlutabréf í skráðum íslenskum félögum. Samkvæmt athugun hans eru um tíu prósent hlutafjár í íslenskum félögum í eigu aðila í Hollandi. Annað eins, og raunar lítillega meira, í eigu aðila í Lúxemborg. En það sem sjálfsagt vekur mesta athygli er að 4,1 prósent eignarhalds íslenskra skráðra félaga er hjá félögum sem skráð eru á aflandssvæðum, eða skattaparadísum. Milljarðatugir geymdir í skattaskjólumVerðmæti hlutabréfa hér á landi hefur hrunið á undanförnum mánuðum. Markaðsverðmæti allra skráðra félaga er nú um 1.895 milljarðar króna, Samkvæmt því má ætla að virði þeirrar hlutabréfaeignar sem geymd er í fyrirtækjum með heimilisfesti í skattaskjólum nemi ríflega 77 milljörðum króna. Hátt í fjögur hundruð milljarða króna hlutabréfaeign er skráð í Hollandi og Lúxemborg. Fram kemur í grein Indriða að í Lúxemborg sæti eignarhaldsfélög útlendinga lítilli eða engri skattlagningu á tekjur sem koma erlendis frá. Þaðan fáist ennfremur takmarkaðar upplýsingar um félögin og eigendur þeirra. Hvað Holland varðar sé skattalöggjöf þar áþekk því sem gerist í flestum ríkjum Evrópu. Tvennt kunni þó að skýra íslenskar fjárfestingar þar sérstaklega. „Fyrrum nýlendur Hollands, sem nú eru svokölluð verndarsvæði, og teljast sum hver til skattaparadísa, njóta sérstöðu í Hollandi í skattalegu tilliti sem gerir það að verkum að auðvelt er að færa óskattlagt fé á milli.“ Hitt sem kunni að hafa áhrif sé að enginn afdráttarskattur sé lagður á arð sem greiddur sé milli Íslands og Hollands, samkvæmt tvísköttunarsamningi landanna. „Má því gera ráð fyrir að hagnaður sem þangað er fluttur eigi sér greiða leið annað,“ segir Indriði í greininni. Hvaða fyrirtæki eru þetta?Indriði H. Þorláksson sundurgreinir ekki eignarhald í einstökum fyrirtækjum eða hlutdeild einstaklinga. Hins vegar kemur fram í grein hans að í hópi þeirra fyrirtækja, þar sem erlenda eignaraðildin er stærst séu einkum fjármálafyrirtæki, bankar og stór eignarhaldsfélög. Þessi félög séu Straumur-Burðarás, Bakkavör Group, Landsbanki Íslands, Össur, Exista, Eimskipafélagið, Kaupþing, Alfesca, Glitnir og Flaga Group. Í þessum fyrirtækjum er, samkvæmt grein Indriða, yfir helmingur eignarhaldsins erlendur. Sé eignarhaldið sundurgreint eftir svæðum er tæplega fimmtungur í eigu aðila í Hollandi, tæplega fimmtungur í Lúxemborg og 6,2 prósent eru í eigu aðila sem hafa heimilisfesti á aflandssvæðum, eða í skattaparadísum. Arðurinn úr landi?Stærstu fjármálafyrirtæki landsins greiddu tæpan fjórðung af hagnaði sínum í hitteðfyrra út sem arð í fyrra. Alls fengu þúsundir hluthafa samanlagt um 71 einn milljarð króna í sinn hlut. Samkvæmt lögum um fjármagnstekjuskatt hefði tíund af þessu, eða um sjö milljarðar króna, átt að renna í ríkiskassann. Indriði bendir hins vegar á í grein sinni að í tilviki þeirra félaga sem áður voru nefnd eigi erlendir aðilar að jafnaði yfir helming hlutafjár. Hin erlenda eignaraðild sé að fjórum fimmtu hlutum frá félögum í Hollandi, Lúxemborg eða aflandssvæðum. „Einungis um fjórðungur eignarhalds í þeim er hjá félögum þar sem líkur eru á að þau eða eigendur þeirra greiði skatt hér á landi af úthlutuðum arði eða söluhagnaði. Aðrir eigendur eru annað hvort lífeyrissjóðir, sem eru skattfrjálsir, eða erlendir aðilar sem litlar líkur eru á að greiði hér skatt sem nokkru nemur,“ segir Indriði. Hvað eru skattaparadísir?Indriði segir að aflandssvæði, eða skattaparadísir, séu lönd eða landsvæði þar sem erlendir aðilar fái skattaskjól. Með öðrum orðum séu ekki lagðir skattar á erlenda aðila og erlendum yfirvöldum séu veittar takmarkaðar upplýsingar um félög sem þar starfa. Yfirleitt sé félagalöggjöf þar í molum, engar kröfur séu gerðar um reikningshald og fleira. Þá sé skráning félags oftar en ekki málamyndagjörningur, enda séu þúsundir félaga sem skráð séu á þessum svæðum einungis skúffufyrirtæki. Skattaparadísir sem tengist skráðum félögum í Kauphöllinni séu einkum Bresku Jómfrúaeyjar og eyjar á Ermarsundi. Aðrar skattaparadísir, samkvæmt lista OECD, eru til að mynda Andorra, Belís, Mónakó, Hollensku Antillur og Maldíveyjar. Ekki ólöglegt að skrá eign erlendisÞótt eignin sé geymd í erlendum félögum er ekki þar með sagt að menn svíki undan skatti eða að skráningin sé í sjálfu sér ólögleg. Til að mynda verður ekkert fullyrt um slíkt þótt félög séu skráð í Lúxemborg, á Ermarsundi eða á Kýpur. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að skattyfirvöld hérlendis fylgist með þessum erlendu skráningum „en það er í sjálfu sér ekkert ólöglegt við þær“. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að fyrir fáum árum hafi skattsvikamál með erlendum tengingum verið nær óþekkt. Hins vegar hafi slíkum málum fjölgað mikið undanfarin ár. Ætla má að skattsvik í gegnum erlend félög hafi numið um fimmtán milljörðum króna undanfarin þrjú ár. Fram kemur í skýrslu starfshóps sem mat umfang skattsvika hér á landi árið 2003 að ætla megi að slík skattsvik nemi um einu til einu og hálfu prósenti af tekjum ríkisins. Rétt er að taka fram að hér er ekkert fullyrt um að einstakir aðilar, menn eða félög, stundi skattsvik með því að skrá félag eða félög erlendis. Þörf á lagabreytingum?Indriði fullyrðir í grein sinni að erlent eignarhald á íslenskum félögum, raunverulegt eða dulið íslenskt eignarhald, hafi mikil áhrif á tekjur ríkissjóðs. Hluti af tekjum og hagnaði falli til aðila eða félaga erlendis sem ýmist greiði skatta þar eða alls ekki, séu félögin skráð „í vafasömu skattaumhverfi“. Indriði segir óviðunandi út frá jafnræðissjónarmiðum og skaðlegt öllu skattasiðferði „að þeir sem til þess hafa vilja og aðstöðu geti sniðgengið íslenska hagsmuni svo freklega sem þeim sýnist“. Hann segir að skattalög hér hafi ekki þróast með tilliti til aðstæðna. Mestu skipti skortur á svonefndri CFC-löggjöf. Slík lög skylda innlenda aðila til að upplýsa um eignir og tekjur erlendra félaga í þeirra umráðum og skattleggur tekjurnar ef þær sæta ekki almennri skattlagningu í upprunalandinu. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Skattahneykslið í Þýskalandi teygir anga sína víða um lönd, nú síðast allt frá Sviss til Cayman-eyja í Karíbahafi. Þýsk yfirvöld keyptu af uppljóstrara upplýsingar um vel á annað þúsund leynilega bankareikninga í smáríkinu Liechtenstein, sem telst vera í hópi svonefndra skattaparadísa. Víst er að í Þýskalandi einu hefur milljónum og aftur milljónum evra verið stungið undan skatti með því að fela þær á leynireikningum. Ekki er útilokað að Íslendingar eigi einhvern hlut að máli, en skattyfirvöld hér hafa óskað eftir upplýsingum um hvort Íslendingar tengist leynireikningunum ytra. Bent hefur verið á að ekkert sé ólöglegt við að geyma fé á reikningum eða í félögum ytra. Slíkra hluta þurfi hins vegar að geta á skattframtölum. Upplýsingar um hvar eignir liggja eru þó ekki endilega alltaf á yfirborðinu. Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur á vefsíðu sinni birt greinina „Eignarhald á íslenskum fyrirtækjum og skattar“, þar sem hann gerir grein fyrir umfangsmikilli rannsókn sinni á eignarhaldi skráðra íslenskra fyrirtækja og áhrifum þess á skattheimtu að Íslendingar geymi hlutabréf sín í innlendum skráðum félögum í eignarhaldsfélögum sem skráð eru erlendis. Samkvæmt rannsókninni er tæplega þriðjungur eignarhaldsfélaga í Kauphöllinni í erlendri eigu. Þar af eru tæp tíu prósent í Hollandi og ríflega tíu prósent í Lúxemborg. Rúm fjögur prósent eru geymd á lágskattasvæðum, eða skattaparadísum, eins og Bresku Jómfrúaeyjum og eyjum á Ermarsundi. Sex og hálft prósent eru geymd í öðrum löndum. HringfjárfestingarIndriði vekur athygli á því að fjárfestingar Íslendinga í tilteknum löndum hafi vaxið mikið og bendir á að fjárfesting hér frá þessum sömu löndum hafi aukist til samræmis. Hann birtir í grein sinni yfirlit yfir þessar fjárfestingar. Samkvæmt tölum Seðlabankans hafi bein fjármunaeign erlendra aðila hér á landi í hittiðfyrra numið tæpum 540 milljörðum króna. Langstærstur hluti þessa komi frá Lúxemborg, Hollandi og aflandssvæðum, eða skattaparadísum. Hlutdeild Lúxemborgar og Hollands, auk skattaskjóla, hafi aukist frá því að vera tíu prósent fyrir fáum árum og yfir 80 prósent í hitteðfyrra. „Ólíklegt verður að teljast að fjármagn til fjárfestinga hér á landi frá framangreindum löndum sé raunverulega upprunnið þar og sé í eigu aðila sem þar eru heimilisfastir í reynd,“ segir Indriði í greininni. Íslenskt annars staðar„Í ljósi þessara upplýsinga úr skýrslu Seðlabankans má gera ráð fyrir að bein erlend fjármunaeign hér á landi sé að stórum hluta fjármunir í eigu íslenskra aðila sem flutt hafa fé þangað og nota til að fjárfesta aftur á Íslandi,“ segir Indriði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, benti á það ekki alls fyrir löngu að erlent eignarhald fyrirtækja í Kauphöllinni hefði í september numið 41 prósenti og hefði aukist mikið frá sama tíma í fyrra. Aukningin væri merki um aukna erlenda fjárfestingu hérlendis þótt ljóst væri að mikið væri um að Íslendingar geymdu eign sína í erlendum félögum. Þriðjungur innlendrar eignar erlendisAthugun Markaðarins leiddi í ljós að í stærstu fyrirtækjunum í Kauphöllinni væri að líkindum stór hluti erlendrar eignar í raun íslenskur. Svo nokkur dæmi séu tekin ætti Exista B.V., félag sem skráð er í Hollandi, næstum fjórðungshlut í Kaupþingi. Exista B.V. er að öllu leyti í eigu Exista hér heima. Exista er svo aftur í eigu Bakkabraedur Holding B.V., félags sem skráð er í Hollandi. Þá væri næststærsti eigandi Kaupþings Egla Invest B.V., félag í eigu íslenskra aðila. sem einnig er skráð í Hollandi. Stærsti eigandi Alfesca er Kjalar Invest B.V. sem er í eigu Íslendinga. FL Group geymir þriðjungshlut sinn í Glitni í hollenskum félögum. Þetta staðfestist í athugun Indriða H. Þorlákssonar. Hann fór yfir hluthafalista skráðra félaga en gekk skrefinu lengra. hann hafði uppi á ársskýrslum félaga hjá Ársreikningaskrá. Í ársskýrslu á að geta um alla sem eiga tíu prósenta hlut eða meira í félagi. Þannig má komast lengra og komst hann þannig til að mynda að því að félög sem skráð eru til heimilis í skattaskjólum eigi hlutabréf í skráðum íslenskum félögum. Samkvæmt athugun hans eru um tíu prósent hlutafjár í íslenskum félögum í eigu aðila í Hollandi. Annað eins, og raunar lítillega meira, í eigu aðila í Lúxemborg. En það sem sjálfsagt vekur mesta athygli er að 4,1 prósent eignarhalds íslenskra skráðra félaga er hjá félögum sem skráð eru á aflandssvæðum, eða skattaparadísum. Milljarðatugir geymdir í skattaskjólumVerðmæti hlutabréfa hér á landi hefur hrunið á undanförnum mánuðum. Markaðsverðmæti allra skráðra félaga er nú um 1.895 milljarðar króna, Samkvæmt því má ætla að virði þeirrar hlutabréfaeignar sem geymd er í fyrirtækjum með heimilisfesti í skattaskjólum nemi ríflega 77 milljörðum króna. Hátt í fjögur hundruð milljarða króna hlutabréfaeign er skráð í Hollandi og Lúxemborg. Fram kemur í grein Indriða að í Lúxemborg sæti eignarhaldsfélög útlendinga lítilli eða engri skattlagningu á tekjur sem koma erlendis frá. Þaðan fáist ennfremur takmarkaðar upplýsingar um félögin og eigendur þeirra. Hvað Holland varðar sé skattalöggjöf þar áþekk því sem gerist í flestum ríkjum Evrópu. Tvennt kunni þó að skýra íslenskar fjárfestingar þar sérstaklega. „Fyrrum nýlendur Hollands, sem nú eru svokölluð verndarsvæði, og teljast sum hver til skattaparadísa, njóta sérstöðu í Hollandi í skattalegu tilliti sem gerir það að verkum að auðvelt er að færa óskattlagt fé á milli.“ Hitt sem kunni að hafa áhrif sé að enginn afdráttarskattur sé lagður á arð sem greiddur sé milli Íslands og Hollands, samkvæmt tvísköttunarsamningi landanna. „Má því gera ráð fyrir að hagnaður sem þangað er fluttur eigi sér greiða leið annað,“ segir Indriði í greininni. Hvaða fyrirtæki eru þetta?Indriði H. Þorláksson sundurgreinir ekki eignarhald í einstökum fyrirtækjum eða hlutdeild einstaklinga. Hins vegar kemur fram í grein hans að í hópi þeirra fyrirtækja, þar sem erlenda eignaraðildin er stærst séu einkum fjármálafyrirtæki, bankar og stór eignarhaldsfélög. Þessi félög séu Straumur-Burðarás, Bakkavör Group, Landsbanki Íslands, Össur, Exista, Eimskipafélagið, Kaupþing, Alfesca, Glitnir og Flaga Group. Í þessum fyrirtækjum er, samkvæmt grein Indriða, yfir helmingur eignarhaldsins erlendur. Sé eignarhaldið sundurgreint eftir svæðum er tæplega fimmtungur í eigu aðila í Hollandi, tæplega fimmtungur í Lúxemborg og 6,2 prósent eru í eigu aðila sem hafa heimilisfesti á aflandssvæðum, eða í skattaparadísum. Arðurinn úr landi?Stærstu fjármálafyrirtæki landsins greiddu tæpan fjórðung af hagnaði sínum í hitteðfyrra út sem arð í fyrra. Alls fengu þúsundir hluthafa samanlagt um 71 einn milljarð króna í sinn hlut. Samkvæmt lögum um fjármagnstekjuskatt hefði tíund af þessu, eða um sjö milljarðar króna, átt að renna í ríkiskassann. Indriði bendir hins vegar á í grein sinni að í tilviki þeirra félaga sem áður voru nefnd eigi erlendir aðilar að jafnaði yfir helming hlutafjár. Hin erlenda eignaraðild sé að fjórum fimmtu hlutum frá félögum í Hollandi, Lúxemborg eða aflandssvæðum. „Einungis um fjórðungur eignarhalds í þeim er hjá félögum þar sem líkur eru á að þau eða eigendur þeirra greiði skatt hér á landi af úthlutuðum arði eða söluhagnaði. Aðrir eigendur eru annað hvort lífeyrissjóðir, sem eru skattfrjálsir, eða erlendir aðilar sem litlar líkur eru á að greiði hér skatt sem nokkru nemur,“ segir Indriði. Hvað eru skattaparadísir?Indriði segir að aflandssvæði, eða skattaparadísir, séu lönd eða landsvæði þar sem erlendir aðilar fái skattaskjól. Með öðrum orðum séu ekki lagðir skattar á erlenda aðila og erlendum yfirvöldum séu veittar takmarkaðar upplýsingar um félög sem þar starfa. Yfirleitt sé félagalöggjöf þar í molum, engar kröfur séu gerðar um reikningshald og fleira. Þá sé skráning félags oftar en ekki málamyndagjörningur, enda séu þúsundir félaga sem skráð séu á þessum svæðum einungis skúffufyrirtæki. Skattaparadísir sem tengist skráðum félögum í Kauphöllinni séu einkum Bresku Jómfrúaeyjar og eyjar á Ermarsundi. Aðrar skattaparadísir, samkvæmt lista OECD, eru til að mynda Andorra, Belís, Mónakó, Hollensku Antillur og Maldíveyjar. Ekki ólöglegt að skrá eign erlendisÞótt eignin sé geymd í erlendum félögum er ekki þar með sagt að menn svíki undan skatti eða að skráningin sé í sjálfu sér ólögleg. Til að mynda verður ekkert fullyrt um slíkt þótt félög séu skráð í Lúxemborg, á Ermarsundi eða á Kýpur. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að skattyfirvöld hérlendis fylgist með þessum erlendu skráningum „en það er í sjálfu sér ekkert ólöglegt við þær“. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að fyrir fáum árum hafi skattsvikamál með erlendum tengingum verið nær óþekkt. Hins vegar hafi slíkum málum fjölgað mikið undanfarin ár. Ætla má að skattsvik í gegnum erlend félög hafi numið um fimmtán milljörðum króna undanfarin þrjú ár. Fram kemur í skýrslu starfshóps sem mat umfang skattsvika hér á landi árið 2003 að ætla megi að slík skattsvik nemi um einu til einu og hálfu prósenti af tekjum ríkisins. Rétt er að taka fram að hér er ekkert fullyrt um að einstakir aðilar, menn eða félög, stundi skattsvik með því að skrá félag eða félög erlendis. Þörf á lagabreytingum?Indriði fullyrðir í grein sinni að erlent eignarhald á íslenskum félögum, raunverulegt eða dulið íslenskt eignarhald, hafi mikil áhrif á tekjur ríkissjóðs. Hluti af tekjum og hagnaði falli til aðila eða félaga erlendis sem ýmist greiði skatta þar eða alls ekki, séu félögin skráð „í vafasömu skattaumhverfi“. Indriði segir óviðunandi út frá jafnræðissjónarmiðum og skaðlegt öllu skattasiðferði „að þeir sem til þess hafa vilja og aðstöðu geti sniðgengið íslenska hagsmuni svo freklega sem þeim sýnist“. Hann segir að skattalög hér hafi ekki þróast með tilliti til aðstæðna. Mestu skipti skortur á svonefndri CFC-löggjöf. Slík lög skylda innlenda aðila til að upplýsa um eignir og tekjur erlendra félaga í þeirra umráðum og skattleggur tekjurnar ef þær sæta ekki almennri skattlagningu í upprunalandinu.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira