Er þetta lausnin? 27. febrúar 2008 05:45 Rósa Guðbjartsdóttir skrifaði í Fréttablaðið, laugardaginn 23. febrúar, grein um hvernig hækka ætti laun kennara. Þessi sama grein birtist í Fjarðarpóstinum fimmtudaginn 21. febrúar. Það er gott mál að fólki finnist að laun og kjör kennara verði að bæta verulega. En er þetta virkilega lausnin? Að binda kennara frá kl. 8-17 og hækka þannig launin. Það er ekki kauphækkun. Af hverju er lausnin á kjaramálum kennara alltaf að auka vinnuna eða binda okkur niður? Af hverju er ekki bara hægt að hækka launin, punktur? Með þessari aðgerð væri algjörlega verið að koma í veg fyrir að ungt fólk á barneignaraldri verði kennarar. Meðan annars staðar í þjóðfélaginu er verið að auka sveigjanleika á vinnutíma, koma til móts við barnafólk og gera störfin fjölskylduvænni, þá á að binda vinnutíma kennara í ákveðinn ramma. Nú þegar er búið að lengja skólaárið og lengja skólatíma nemenda. Kennarar þurfa að sinna ákveðinni viðveruskyldu í skólanum sem þeir nota við undirbúning eða frágang. Oftar en ekki þurfa þó kennarar að taka verkefnin með sér heim s.s. á álagstímum í kringum próf og fleira. En það hentar oft ungu fjölskyldufólki að geta sótt börnin sín á skikkanlegum tíma til dagmömmu og í leikskóla og klára síðan vinnuna seinna um kvöldið þegar börnin eru komin í ró. Nei, ég held að ef þetta vinnutímaviðkvæði verður sett í kjarasamninga kennara, þá fyrst mun fólksflótti úr stéttinni aukast. Þess vegna er brýnt að samningsaðilar í komandi kjaraviðræðum grunnskólakennara hlusti eftir því hvað kennarar telja að þurfi að gera svo að hagur þeirra og starfsánægja batni. Höfundur er kennari og fulltrúi í Félagi grunnskólakennara í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir skrifaði í Fréttablaðið, laugardaginn 23. febrúar, grein um hvernig hækka ætti laun kennara. Þessi sama grein birtist í Fjarðarpóstinum fimmtudaginn 21. febrúar. Það er gott mál að fólki finnist að laun og kjör kennara verði að bæta verulega. En er þetta virkilega lausnin? Að binda kennara frá kl. 8-17 og hækka þannig launin. Það er ekki kauphækkun. Af hverju er lausnin á kjaramálum kennara alltaf að auka vinnuna eða binda okkur niður? Af hverju er ekki bara hægt að hækka launin, punktur? Með þessari aðgerð væri algjörlega verið að koma í veg fyrir að ungt fólk á barneignaraldri verði kennarar. Meðan annars staðar í þjóðfélaginu er verið að auka sveigjanleika á vinnutíma, koma til móts við barnafólk og gera störfin fjölskylduvænni, þá á að binda vinnutíma kennara í ákveðinn ramma. Nú þegar er búið að lengja skólaárið og lengja skólatíma nemenda. Kennarar þurfa að sinna ákveðinni viðveruskyldu í skólanum sem þeir nota við undirbúning eða frágang. Oftar en ekki þurfa þó kennarar að taka verkefnin með sér heim s.s. á álagstímum í kringum próf og fleira. En það hentar oft ungu fjölskyldufólki að geta sótt börnin sín á skikkanlegum tíma til dagmömmu og í leikskóla og klára síðan vinnuna seinna um kvöldið þegar börnin eru komin í ró. Nei, ég held að ef þetta vinnutímaviðkvæði verður sett í kjarasamninga kennara, þá fyrst mun fólksflótti úr stéttinni aukast. Þess vegna er brýnt að samningsaðilar í komandi kjaraviðræðum grunnskólakennara hlusti eftir því hvað kennarar telja að þurfi að gera svo að hagur þeirra og starfsánægja batni. Höfundur er kennari og fulltrúi í Félagi grunnskólakennara í Hafnarfirði.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar