Bankahólfið: Á skíðum 27. febrúar 2008 03:00 . Stjórnendur bankanna keppast nú við að gefa út yfirlýsingar um niðurskurð útgjalda. Búið er að taka fyrir að starfsmenn Kaupþings og Glitnis, þessir lægra settu, ferðist um á Saga Class sé þess kostur. Nú verða starfsmenn bankanna sem sagt að fljúgja með almúganum. Einnig hefur verið hætt við áður skipulagðar ferðir hjá Glitni, til dæmis til Cannes. Landsbankamenn standa þó keikir, enda segjast þeir vera í sérstöðu. Sást til Sigurjóns Árnasonar bankastjóra á skíðum í Ölpunum fyrir stuttu ásamt hópi viðskiptavina. Þá sóttu Landsbankamenn og -vinir frægt grímuball í Feneyjum. Gamla góða lífið er ekki búið hjá öllum á þessum síðustu og verstu tímum.SprengjuhöllinÁ þenslutímum hefur líklega ekkert verið skemmtilegra fyrir Davíð Oddsson seðlabankastjóra en að horfa á tónlistarhúsið rísa fyrir utan glugga Seðlabankans. Framkvæmdin mun kosta skattgreiðendur 600 milljónir á ári næstu 35 árin. Ákvörðun um húsið var ekki beint til að slá á verðbólguna og efnahagsvandann. Nú er búið að opna fyrir samkeppni um nafn á húsið. Nokkrar tillögur hafa borist Markaðnum. Útgjaldahöllin, Dómsdagshvelfingin, Spillingardósin, Björgúlfshöll, Legsteinninn og Skattfóníuhús eru allt tillögur sem komnar eru í pottinn. Kannski að það eigi bara að vera skilti fyrir utan sem segir: „Minnismerkið um hinn skattpínda mann." Ekkert bruðl Markaðssérfræðingar furða sig á að Kaupþing skuli ítrekað lenda efst á blaði yfir þau fyrirtæki sem fólk hefur neikvætt viðhorf til samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar. Rúm sjö prósent aðspurðra nefndu Kaupþing þegar spurt var um neikvætt viðhorf til fyrirtækis. Kannski er það vegna þess hve bankinn er stór? Hins vegar hefur bankinn reynt að bæta ímyndina og bauð til dæmis þjóðinni á tónleika síðasta sumar. Þeir klúðruðust hálfpartinn þegar Stuðmenn mættu í Kraftwerk-skapi. Ódýr íbúðalán á sínum tíma breyttu líka litlu. Nú, eða bara ágæt þjónusta. Bónus trónir langefst á toppnum yfir þau fyrirtæki sem jákvæð viðhorf ríkja til. Í ljósi niðurskurðar ætti Kaupþing kannski að taka upp slagorð Bónuss. Kaupþing – ekkert bruðl. Bankahólfið Markaðir Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Stjórnendur bankanna keppast nú við að gefa út yfirlýsingar um niðurskurð útgjalda. Búið er að taka fyrir að starfsmenn Kaupþings og Glitnis, þessir lægra settu, ferðist um á Saga Class sé þess kostur. Nú verða starfsmenn bankanna sem sagt að fljúgja með almúganum. Einnig hefur verið hætt við áður skipulagðar ferðir hjá Glitni, til dæmis til Cannes. Landsbankamenn standa þó keikir, enda segjast þeir vera í sérstöðu. Sást til Sigurjóns Árnasonar bankastjóra á skíðum í Ölpunum fyrir stuttu ásamt hópi viðskiptavina. Þá sóttu Landsbankamenn og -vinir frægt grímuball í Feneyjum. Gamla góða lífið er ekki búið hjá öllum á þessum síðustu og verstu tímum.SprengjuhöllinÁ þenslutímum hefur líklega ekkert verið skemmtilegra fyrir Davíð Oddsson seðlabankastjóra en að horfa á tónlistarhúsið rísa fyrir utan glugga Seðlabankans. Framkvæmdin mun kosta skattgreiðendur 600 milljónir á ári næstu 35 árin. Ákvörðun um húsið var ekki beint til að slá á verðbólguna og efnahagsvandann. Nú er búið að opna fyrir samkeppni um nafn á húsið. Nokkrar tillögur hafa borist Markaðnum. Útgjaldahöllin, Dómsdagshvelfingin, Spillingardósin, Björgúlfshöll, Legsteinninn og Skattfóníuhús eru allt tillögur sem komnar eru í pottinn. Kannski að það eigi bara að vera skilti fyrir utan sem segir: „Minnismerkið um hinn skattpínda mann." Ekkert bruðl Markaðssérfræðingar furða sig á að Kaupþing skuli ítrekað lenda efst á blaði yfir þau fyrirtæki sem fólk hefur neikvætt viðhorf til samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar. Rúm sjö prósent aðspurðra nefndu Kaupþing þegar spurt var um neikvætt viðhorf til fyrirtækis. Kannski er það vegna þess hve bankinn er stór? Hins vegar hefur bankinn reynt að bæta ímyndina og bauð til dæmis þjóðinni á tónleika síðasta sumar. Þeir klúðruðust hálfpartinn þegar Stuðmenn mættu í Kraftwerk-skapi. Ódýr íbúðalán á sínum tíma breyttu líka litlu. Nú, eða bara ágæt þjónusta. Bónus trónir langefst á toppnum yfir þau fyrirtæki sem jákvæð viðhorf ríkja til. Í ljósi niðurskurðar ætti Kaupþing kannski að taka upp slagorð Bónuss. Kaupþing – ekkert bruðl.
Bankahólfið Markaðir Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira