Niðursveiflan að nálgast netbóluna 27. febrúar 2008 06:00 Í Sundahöfn má sjá merki kólnunar í innflutningi, en þar bíða í hrönnum nýir bílar þess innan um gáma að fara í sölu. Markaðurinn/GVA Þrengingar þær sem fjármálafyrirtæki heimsins ganga nú í gegnum eru með þeim þungbærustu síðustu áratugi. Snjóbolti skuldavafninga tengdra undirmálslánum í Bandaríkjunum hefur hlaðið meira utan á sig en svartsýnustu menn gerðu ráð fyrir. Íslenskir bankar þykja þó betur búnir undir að takast á við þrengingar sem þessar en margir erlendir bankar eftir nokkuð gagngera tiltekt í rekstri árið 2006 og átaki í að fjármagna starfsemi sína fram í tímann. Hriktir í stoðum EvrópuÁ Spáni eru bankar nær alfarið upp á Seðlabanka Evrópu komnir hvað varðar fjármögnun og í Þýskalandi lýsa menn stórfelldum áhyggjum af bönkum í ríkiseigu, en þar hefur ríkið þurft að hlaupa undir bagga með peningainngjöf til að forða þeim frá falli. Í nýlegri úttekt í Der Spiegel er velt upp þeirri spurningu hvort yfirstandandi fjármálakreppa sé sú versta í sögunni síðan árið 1931, en þar í landi, segir Wolfgang Reuter í grein sem hann ritaði fyrir helgi, munu „opinberir“ bankar hafa tekið jafnvel enn meiri áhættu tengda amerískum undirmálslánavafningum en bankar í Bandaríkjunum gerðu.Í Bretlandi bíða svo eftirvæntingarfullir fjármálasérfræðingar eftir uppgjörum stórra banka sem væntanleg eru um og upp úr mánaðamótum. Bankar þar í landi, svo sem Northern Rock sem var þjóðnýttur síðasta föstudag eftir að ekki náðist á hálfu ári niðurstaða um sölu bankans, hafa ekki farið varhluta af fjármálaóróleikanum. Áður en til þjóðnýtingar Northern Rock kom hafði verið hafnað tilboði í bankann frá Richard Branson þar sem það var mat stjórnvalda að það næði ekki að bæta breskum skattgreiðendum þá 24 milljarða punda (rúmlega 3.100 milljarða króna) sem notaðir höfðu verið honum til stuðnings.Núna er vandi breskra banka sagður tvíþættur því ofan á afskriftir vegna undirmálslána bætist niðursveifla á breskum húsnæðismarkaði. Fjárfestar bíða því fregna úr uppgjörum stærstu banka á næstu dögum, hvort þar gæti enn afskrifta vegna undirmálslána sem veikt gætu stöðu þeirra og stuðlað að lækkandi markaðsverði. „Búist er við að HSBC, sem birtir niðurstöður 3. mars næstkomandi, færi tap upp á meira en einn milljarð Bandaríkjadala [nærri 67 milljarða króna] í tengslum við bandarískar undirmálseignir,“ segir í umfjöllun Mark Scott um bresku bankana í Spiegel fyrir helgi.Ljóst má því vera að yfir gengur alvöru kreppa í fjámálaheiminum. Íslenskir bankar fara ekki varhluta af henni, þrátt fyrir góða fjármögnun og þá staðreynd að vera lausir við skuldbindingar vegna undirmálslána. Á alþjóðlegum fjármálamörkuðum þar sem bankar fjármagna sig með sölu skuldabréfa virðast miðlarar hafa vantrú á íslensku efnahagslífi og meta stöðu íslensku bankanna svo að skuldabréf þeirra skuli bera áhættuálag umfram aðra sambærilega banka. Álagið er svonefnt skuldatryggingarálag (CDS) og nemur frá tveimur prósentustigum ofan á almenna millibankavexti, upp í um fimm prósentustig. Sérfræðingar íslensku bankanna hafa bent á að álagið sé óverðskuldað og úr tengslum við undirliggjandi stærðir í rekstri bankanna. Þau skilaboð virðast ná eyrum einhverra, en í umfjöllun Dow Jones Financial News síðasta mánudag um skuldatryggingarálag og horfur á þeim markaði er sérstaklega haft orð á því að CDS verð á skuldabréf íslensku bankanna sé orðið vel yfir „skynsamlegu“ álagi og að of mikið sé gert úr veikleikum bankakerfisins hér. Rifjað er upp að CDS-álag íslensku bankanna hafi hækkað mest þegar franski bankinn Société Générale tilkynnti nýverið um tap vegna miðlaramistaka og tenginga við undirmálslán, en á hvorugu efni hafa íslensku bankarnir hönd í bagga.Markaðssveiflur bornar samanFjármálaóróleikinn hefur svo áhrif út á markaðinn og hefur stuðlað að lækkun á verði hlutabréfa um heim allan. Á fundi sem Félag um fjárfestatengsl hélt í Háskólanum í Reykjavík um miðjan janúar, þar sem fjallað var um stöðu fjármálafyrirtækja hér, kom fram í erindi Eddu Rósar Karlsdóttur, forstöðumanns greiningardeildar Landsbanka Íslands, að hér hafi fimm sinnum í sögu markaðsviðskipta komið til niðursveiflu á markaði sem varir lengur en 60 daga samfleytt. Samanburðurinn leiðir í ljós að niðursveiflan núna er sú næstdýpsta á eftir því sem gerðist þegar netbólan sprakk árið 2000. Sú niðursveifla stóð í rúmt ár, en lækkanir hafa nú staðið í rúma átta mánuði og ekki hægt að slá því föstu að sjái fyrir endann á þeim.Fyrsta langvinna lækkunin átti sér hér stað árið 1997 þegar markaðurinn lækkaði um 25 prósent. Sá lækkunarferill tók um 190 daga áður en til viðsnúnings kom á ný. „Árið 2000 kom svo til netbólan, þegar met sem enn stendur var sett í lækkun á markaði, en hann fór niður um 48 prósent. Lækkunin tók rúmt ár,“ benti Edda Rós á og bætti við að eitt og hálft ár hefði tekið fyrir markaðinn að fara í hæsta gildi „nethæðarinnar“ á ný. „Erlendir markaðir voru hins vegar mun lengur að ná sér eftir netbóluna. Þannig var bandaríski markaðurinn rúmu ári lengur í lækkun en hér gerðist. Þar kemur ýmislegt til sem blés fyrr lífi í markaðinn hér, svo sem einkavæðing bankanna, skattalækkanir og þau áhrif sem urðu í kjölfar þessa.“ Árið 2004 varð svo leiðrétting á markaði með lækkun upp á tæp 19 prósent og þar á eftir kom til „íslensku míníkreppunnar árið 2006 þar sem íslenska hagkerfið þótti ótraust erlendis og hlutabréf lækkuðu um 24 prósent,“ segir Edda Rós.Nýjasta sveiflan er svo sú sem enn stendur yfir og hófst á haustmánuðum síðasta árs, þótt færa megi fyrir því rök að lækkun hafi staðið allt frá hæsta gildi Úrvalsvísitölunnar í Kauphöllinni 18. júlí síðastliðinn, en þá sló hún í fyrsta skipti (og eina sinn til þessa) yfir níu þúsund stigin, fór í 9.016. Síðasta föstudag var Úrvalsvísitalan 5.025 stig og hefur því lækkað um rúm 44 prósent. „Við erum langt komin í netbólulækkunina,“ segir Edda Rós, en bætir um leið við að hafa megi í huga að þegar netbólan sprakk hafi hér svo sem ekki verið mörg netfyrirtæki. „Þá lækkuðu nú bara öll fyrirtæki. Núna er í gangi fjármálavandi og við svo sannarlega með fyrirtækin sem eru þar í eldlínunni. Hins vegar er það ekki svo að fyrirtækin okkar séu full af þeim vanda sem veldur þrengingunum heldur taka þau þessum alþjóðlegu afleiðingum,“ segir Edda Rós og bætir við að sérstaða íslensku bankanna verði svo aftur til þess að fjármálakerfið hér finni meira fyrir afleiðingunum en ella. „Það er vegna þess hversu mikill vöxturinn hefur verið og hvernig við erum flokkuð sem nýmarkaður.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Þrengingar þær sem fjármálafyrirtæki heimsins ganga nú í gegnum eru með þeim þungbærustu síðustu áratugi. Snjóbolti skuldavafninga tengdra undirmálslánum í Bandaríkjunum hefur hlaðið meira utan á sig en svartsýnustu menn gerðu ráð fyrir. Íslenskir bankar þykja þó betur búnir undir að takast á við þrengingar sem þessar en margir erlendir bankar eftir nokkuð gagngera tiltekt í rekstri árið 2006 og átaki í að fjármagna starfsemi sína fram í tímann. Hriktir í stoðum EvrópuÁ Spáni eru bankar nær alfarið upp á Seðlabanka Evrópu komnir hvað varðar fjármögnun og í Þýskalandi lýsa menn stórfelldum áhyggjum af bönkum í ríkiseigu, en þar hefur ríkið þurft að hlaupa undir bagga með peningainngjöf til að forða þeim frá falli. Í nýlegri úttekt í Der Spiegel er velt upp þeirri spurningu hvort yfirstandandi fjármálakreppa sé sú versta í sögunni síðan árið 1931, en þar í landi, segir Wolfgang Reuter í grein sem hann ritaði fyrir helgi, munu „opinberir“ bankar hafa tekið jafnvel enn meiri áhættu tengda amerískum undirmálslánavafningum en bankar í Bandaríkjunum gerðu.Í Bretlandi bíða svo eftirvæntingarfullir fjármálasérfræðingar eftir uppgjörum stórra banka sem væntanleg eru um og upp úr mánaðamótum. Bankar þar í landi, svo sem Northern Rock sem var þjóðnýttur síðasta föstudag eftir að ekki náðist á hálfu ári niðurstaða um sölu bankans, hafa ekki farið varhluta af fjármálaóróleikanum. Áður en til þjóðnýtingar Northern Rock kom hafði verið hafnað tilboði í bankann frá Richard Branson þar sem það var mat stjórnvalda að það næði ekki að bæta breskum skattgreiðendum þá 24 milljarða punda (rúmlega 3.100 milljarða króna) sem notaðir höfðu verið honum til stuðnings.Núna er vandi breskra banka sagður tvíþættur því ofan á afskriftir vegna undirmálslána bætist niðursveifla á breskum húsnæðismarkaði. Fjárfestar bíða því fregna úr uppgjörum stærstu banka á næstu dögum, hvort þar gæti enn afskrifta vegna undirmálslána sem veikt gætu stöðu þeirra og stuðlað að lækkandi markaðsverði. „Búist er við að HSBC, sem birtir niðurstöður 3. mars næstkomandi, færi tap upp á meira en einn milljarð Bandaríkjadala [nærri 67 milljarða króna] í tengslum við bandarískar undirmálseignir,“ segir í umfjöllun Mark Scott um bresku bankana í Spiegel fyrir helgi.Ljóst má því vera að yfir gengur alvöru kreppa í fjámálaheiminum. Íslenskir bankar fara ekki varhluta af henni, þrátt fyrir góða fjármögnun og þá staðreynd að vera lausir við skuldbindingar vegna undirmálslána. Á alþjóðlegum fjármálamörkuðum þar sem bankar fjármagna sig með sölu skuldabréfa virðast miðlarar hafa vantrú á íslensku efnahagslífi og meta stöðu íslensku bankanna svo að skuldabréf þeirra skuli bera áhættuálag umfram aðra sambærilega banka. Álagið er svonefnt skuldatryggingarálag (CDS) og nemur frá tveimur prósentustigum ofan á almenna millibankavexti, upp í um fimm prósentustig. Sérfræðingar íslensku bankanna hafa bent á að álagið sé óverðskuldað og úr tengslum við undirliggjandi stærðir í rekstri bankanna. Þau skilaboð virðast ná eyrum einhverra, en í umfjöllun Dow Jones Financial News síðasta mánudag um skuldatryggingarálag og horfur á þeim markaði er sérstaklega haft orð á því að CDS verð á skuldabréf íslensku bankanna sé orðið vel yfir „skynsamlegu“ álagi og að of mikið sé gert úr veikleikum bankakerfisins hér. Rifjað er upp að CDS-álag íslensku bankanna hafi hækkað mest þegar franski bankinn Société Générale tilkynnti nýverið um tap vegna miðlaramistaka og tenginga við undirmálslán, en á hvorugu efni hafa íslensku bankarnir hönd í bagga.Markaðssveiflur bornar samanFjármálaóróleikinn hefur svo áhrif út á markaðinn og hefur stuðlað að lækkun á verði hlutabréfa um heim allan. Á fundi sem Félag um fjárfestatengsl hélt í Háskólanum í Reykjavík um miðjan janúar, þar sem fjallað var um stöðu fjármálafyrirtækja hér, kom fram í erindi Eddu Rósar Karlsdóttur, forstöðumanns greiningardeildar Landsbanka Íslands, að hér hafi fimm sinnum í sögu markaðsviðskipta komið til niðursveiflu á markaði sem varir lengur en 60 daga samfleytt. Samanburðurinn leiðir í ljós að niðursveiflan núna er sú næstdýpsta á eftir því sem gerðist þegar netbólan sprakk árið 2000. Sú niðursveifla stóð í rúmt ár, en lækkanir hafa nú staðið í rúma átta mánuði og ekki hægt að slá því föstu að sjái fyrir endann á þeim.Fyrsta langvinna lækkunin átti sér hér stað árið 1997 þegar markaðurinn lækkaði um 25 prósent. Sá lækkunarferill tók um 190 daga áður en til viðsnúnings kom á ný. „Árið 2000 kom svo til netbólan, þegar met sem enn stendur var sett í lækkun á markaði, en hann fór niður um 48 prósent. Lækkunin tók rúmt ár,“ benti Edda Rós á og bætti við að eitt og hálft ár hefði tekið fyrir markaðinn að fara í hæsta gildi „nethæðarinnar“ á ný. „Erlendir markaðir voru hins vegar mun lengur að ná sér eftir netbóluna. Þannig var bandaríski markaðurinn rúmu ári lengur í lækkun en hér gerðist. Þar kemur ýmislegt til sem blés fyrr lífi í markaðinn hér, svo sem einkavæðing bankanna, skattalækkanir og þau áhrif sem urðu í kjölfar þessa.“ Árið 2004 varð svo leiðrétting á markaði með lækkun upp á tæp 19 prósent og þar á eftir kom til „íslensku míníkreppunnar árið 2006 þar sem íslenska hagkerfið þótti ótraust erlendis og hlutabréf lækkuðu um 24 prósent,“ segir Edda Rós.Nýjasta sveiflan er svo sú sem enn stendur yfir og hófst á haustmánuðum síðasta árs, þótt færa megi fyrir því rök að lækkun hafi staðið allt frá hæsta gildi Úrvalsvísitölunnar í Kauphöllinni 18. júlí síðastliðinn, en þá sló hún í fyrsta skipti (og eina sinn til þessa) yfir níu þúsund stigin, fór í 9.016. Síðasta föstudag var Úrvalsvísitalan 5.025 stig og hefur því lækkað um rúm 44 prósent. „Við erum langt komin í netbólulækkunina,“ segir Edda Rós, en bætir um leið við að hafa megi í huga að þegar netbólan sprakk hafi hér svo sem ekki verið mörg netfyrirtæki. „Þá lækkuðu nú bara öll fyrirtæki. Núna er í gangi fjármálavandi og við svo sannarlega með fyrirtækin sem eru þar í eldlínunni. Hins vegar er það ekki svo að fyrirtækin okkar séu full af þeim vanda sem veldur þrengingunum heldur taka þau þessum alþjóðlegu afleiðingum,“ segir Edda Rós og bætir við að sérstaða íslensku bankanna verði svo aftur til þess að fjármálakerfið hér finni meira fyrir afleiðingunum en ella. „Það er vegna þess hversu mikill vöxturinn hefur verið og hvernig við erum flokkuð sem nýmarkaður.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira