Viðskipti innlent

Novator bætir við sig í Elisa

Björgólfur vill ræða breytingar á samþykktum Elisa í ró og næði. Hann hefur aukið hlut sinn í félaginu.
Björgólfur vill ræða breytingar á samþykktum Elisa í ró og næði. Hann hefur aukið hlut sinn í félaginu.

Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur aukið hlut sinn í finnska fjarskiptafélaginu Elisa.

Novator á nú 14,88 prósenta hlut í Elisa. Samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar í Finnlandi á Novator 15,45 prósenta hlut í Elisa, með framvirkum samningum til 15. febrúar. Novator hefur þá atkvæðisrétt í samræmi við þennan hlut á hluthafafundi sem haldinn verður 21. þessa mánaðar.

Hluturinn minnkar aftur 3. mars, samkvæmt öðrum framvirkum samningi, og á Novator þá 13,71 prósent.

Novator hefur lýst því yfir að á hluthafafundi sem haldinn verður verði lagt til að ný stjórn verði kjörin, en breytingum á samþykktum frestað. Eignlegur aðalfundur Elisa verður haldinn eftir miðjan mars. - ikh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×