Kólnun á fasteignamarkaði hafin 17. janúar 2008 00:01 Kólnun er hafin á fasteignamarkaði að mati sérfræðinga. Minnkandi eftirspurnar verður vanalega fyrst vart í úthverfunum, en síðar í miðborgum. „Að okkar mati er kólnunin á fasteignamarkaði hafin og við sjáum fyrir okkur að enn frekar dragi úr veltu á næstu mánuðum,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Kaupþings. Velta á fasteignamarkaði síðustu tvær vikur ársins 2007 og fyrstu tvær vikur hins nýja árs nam samanlagt rétt rúmum 3,1 milljarði og dróst saman um tuttugu prósent sé miðað við sama tímabil í fyrra, þegar veltan nam 3,8 milljörðum. Veltan er jafnframt níu prósentum minni en fyrir tveimur árum. Ásdís segir ástæðuna fyrir minnkandi veltu fyrst og fremst vera erfiðara aðgengi að lánsfé. Vextir hafi verið að hækka auk þess sem bankarnir haldi frekar að sér höndum við útlán. Hún segir greiningardeild Kaupþings sjá fram á smávægilega hækkun nafnverðs á árinu. Hins vegar megi búast við um 1,5 prósenta verðlækkun að raunvirði, sé miðað við verðbólgu kringum fjögur prósent. „Við sjáum fyrir okkur áframhaldandi kulda og að markaðurinn fari ekki að glæðast á ný fyrr en í lok árs og upphafi þess næsta.“ Bjarni Þór Óskarsson, einn eigenda fasteignasölunnar Domus, segist ekki hafa fengið tölur í hendur fyrir janúar en tekur fram að vel hafi gengið í desember og að menn hafi ekki orðið þess varir sérstaklega að tekið hefði að hægjast um. „Menn hér eru bjartsýnir í upphafi árs.“- jsk Markaðir Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
„Að okkar mati er kólnunin á fasteignamarkaði hafin og við sjáum fyrir okkur að enn frekar dragi úr veltu á næstu mánuðum,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Kaupþings. Velta á fasteignamarkaði síðustu tvær vikur ársins 2007 og fyrstu tvær vikur hins nýja árs nam samanlagt rétt rúmum 3,1 milljarði og dróst saman um tuttugu prósent sé miðað við sama tímabil í fyrra, þegar veltan nam 3,8 milljörðum. Veltan er jafnframt níu prósentum minni en fyrir tveimur árum. Ásdís segir ástæðuna fyrir minnkandi veltu fyrst og fremst vera erfiðara aðgengi að lánsfé. Vextir hafi verið að hækka auk þess sem bankarnir haldi frekar að sér höndum við útlán. Hún segir greiningardeild Kaupþings sjá fram á smávægilega hækkun nafnverðs á árinu. Hins vegar megi búast við um 1,5 prósenta verðlækkun að raunvirði, sé miðað við verðbólgu kringum fjögur prósent. „Við sjáum fyrir okkur áframhaldandi kulda og að markaðurinn fari ekki að glæðast á ný fyrr en í lok árs og upphafi þess næsta.“ Bjarni Þór Óskarsson, einn eigenda fasteignasölunnar Domus, segist ekki hafa fengið tölur í hendur fyrir janúar en tekur fram að vel hafi gengið í desember og að menn hafi ekki orðið þess varir sérstaklega að tekið hefði að hægjast um. „Menn hér eru bjartsýnir í upphafi árs.“- jsk
Markaðir Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira