Gæti orðið dýrt að halda bréfunum 16. janúar 2008 00:01 „Hvert veltumetið á fætur öðru hefur verið slegið það sem af er ári. Gengi bæði verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa hefur hækkað töluvert. Það er mjög sjaldgæft að við sjáum svona miklar og kröftugar hreyfingar og við höfum orðið vitni að síðustu vikur,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, hagfræðingur hjá greiningu Glitnis. Þegar gengi skuldabréfa hækkar, lækkar ávöxtunarkrafan. Á íbúðabréfum hefur ávöxtunarkrafan lækkað um 25 til 75 punkta það sem af er ár. Hjördís segir þær miklu sveiflur sem verið hafa á skuldabréfamarkaði endurspegla mismunandi væntingar á markaðnum um hvenær vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist. „Við hér í Glitni höfum spáð því að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist í maí, en aðrir hafa talið að það hefjist fyrr á árinu. Ef okkar spá gengur eftir er hætt við því að það verði dýrt að halda bréfunum næstu mánuði, enda eiga menn þá kost á góðum peningamarkaðsvöxtum.“ Verðbólguvæntingar hafa jafnframt áhrif á verðtryggð skuldabréf. Lækkun á gengi krónunnar hefur allajafna þau áhrif að verðbólguhættan eykst og það þýðir að virði verðtryggðra skuldabréfa eykst og ávöxtunarkrafan lækkar. „Yfirleitt er það þannig að þegar krónumarkaðurinn hnerrar þá snýtir skuldabréfamarkaðurinn sér. Það hefur þó aðeins breyst undanfarið og stundum höfum við séð að gengi skuldabréfa lækkar þrátt fyrir lækkanir á gengi krónunnar. Þarna takast á sjónarmið um aukna hættu á verðbólgu og væntingar um að vaxtalækkun sé hugsanlega ekki alveg handan við hornið.“ Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
„Hvert veltumetið á fætur öðru hefur verið slegið það sem af er ári. Gengi bæði verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa hefur hækkað töluvert. Það er mjög sjaldgæft að við sjáum svona miklar og kröftugar hreyfingar og við höfum orðið vitni að síðustu vikur,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, hagfræðingur hjá greiningu Glitnis. Þegar gengi skuldabréfa hækkar, lækkar ávöxtunarkrafan. Á íbúðabréfum hefur ávöxtunarkrafan lækkað um 25 til 75 punkta það sem af er ár. Hjördís segir þær miklu sveiflur sem verið hafa á skuldabréfamarkaði endurspegla mismunandi væntingar á markaðnum um hvenær vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist. „Við hér í Glitni höfum spáð því að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist í maí, en aðrir hafa talið að það hefjist fyrr á árinu. Ef okkar spá gengur eftir er hætt við því að það verði dýrt að halda bréfunum næstu mánuði, enda eiga menn þá kost á góðum peningamarkaðsvöxtum.“ Verðbólguvæntingar hafa jafnframt áhrif á verðtryggð skuldabréf. Lækkun á gengi krónunnar hefur allajafna þau áhrif að verðbólguhættan eykst og það þýðir að virði verðtryggðra skuldabréfa eykst og ávöxtunarkrafan lækkar. „Yfirleitt er það þannig að þegar krónumarkaðurinn hnerrar þá snýtir skuldabréfamarkaðurinn sér. Það hefur þó aðeins breyst undanfarið og stundum höfum við séð að gengi skuldabréfa lækkar þrátt fyrir lækkanir á gengi krónunnar. Þarna takast á sjónarmið um aukna hættu á verðbólgu og væntingar um að vaxtalækkun sé hugsanlega ekki alveg handan við hornið.“
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira