Bankahólfið: Leitin mikla 9. janúar 2008 00:01 Peter Lehmann Shiraz rauðvín Það vakti nokkra undrun að Jón Karl Ólafsson, fráfarandi forstjóri Icelandair, skyldi látinn taka pokann sinn. Svo virðist sem núverandi eigendur hafi ekki verið ánægðir með störf hans eða þá að menn hafi ekki náð að ganga og tala í takt. Reynsla Jóns Karls á rekstri flugfélaga er nokkur og hann er góður talsmaður skráðs félags. En það voru engar biðraðir í starf hans samkvæmt heimildum Markaðarins. Talað var við að minnsta kosti sjö einstaklinga og þeim boðinn stóllinn áður en Björgólfur Jóhannsson sagði já. Skiljanleg ákvörðun hjá Björgólfi enda stendur Icelandair illa og björgunarleiðangurinn hafinn. Ræða kynlíf eftir símafundBúast má við miklu fjöri á hluthafafundi Elisa 21. janúar þar sem Björgólfur Thor Björgólfsson og Orri Hauksson munu þurfa að kljást við þjóðarsál Finna til að breyta þessu rótgróna símafyrirtæki. Margir hluthafar eiga seturétt og ef til vill mun blása köldu í átt að Íslendingum enda fundurinn haldinn í skautahöllinni í Helsinki. Eftir að prúðbúnir hluthafar og ný stjórn ganga út úr höllinni tekur enn fjörugri fundur við. Þá verður einhvers konar kynlífsráðstefna haldin í skautahöllinni undir nafni Sexhibition. Fólk úr þeim geira kemur þá saman og ræðir sameiginlega hagsmuni iðnaðarins. Varla munu þessir hópar skarast mikið og vonandi truflar kynlífsráðstefnan ekki þjóðarsál Finna eins mikið og Íslendinga þegar fólki var úthýst af Hótel Sögu í fyrra.Gott partíNokkur geðshræring greip um sig þegar Kaupþing sendi lykilmönnum Fjármálaeftirlitsins rauðvín um jólin. Forstjóri eftirlitsins ánafnaði starfsmannasjóðnum flöskurnar og verður líklega haldið gott partí á næstunni þar sem veigarnar verða teygaðar. Þessir heilögu Kínamúrar eru auðvitað nauðsynlegir til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið megi ekki þiggja rauðvínsflösku frá fjármálafyrirtækjum þá er það svo að fjármálafyrirtækin standa straum af rekstri eftirlitsins á hverju ári. Það mun varla hafa áhrif á viðhorf starfsmanna FME til skjólstæðinga stofnunarinnar enda má segja það hreina og beina skattheimtu. Og varla rennur króna af þeirri fjármögnun til kaupa á rauðvíni eða öðrum veigum í ferðum starfsmanna eða uppákomum. Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Það vakti nokkra undrun að Jón Karl Ólafsson, fráfarandi forstjóri Icelandair, skyldi látinn taka pokann sinn. Svo virðist sem núverandi eigendur hafi ekki verið ánægðir með störf hans eða þá að menn hafi ekki náð að ganga og tala í takt. Reynsla Jóns Karls á rekstri flugfélaga er nokkur og hann er góður talsmaður skráðs félags. En það voru engar biðraðir í starf hans samkvæmt heimildum Markaðarins. Talað var við að minnsta kosti sjö einstaklinga og þeim boðinn stóllinn áður en Björgólfur Jóhannsson sagði já. Skiljanleg ákvörðun hjá Björgólfi enda stendur Icelandair illa og björgunarleiðangurinn hafinn. Ræða kynlíf eftir símafundBúast má við miklu fjöri á hluthafafundi Elisa 21. janúar þar sem Björgólfur Thor Björgólfsson og Orri Hauksson munu þurfa að kljást við þjóðarsál Finna til að breyta þessu rótgróna símafyrirtæki. Margir hluthafar eiga seturétt og ef til vill mun blása köldu í átt að Íslendingum enda fundurinn haldinn í skautahöllinni í Helsinki. Eftir að prúðbúnir hluthafar og ný stjórn ganga út úr höllinni tekur enn fjörugri fundur við. Þá verður einhvers konar kynlífsráðstefna haldin í skautahöllinni undir nafni Sexhibition. Fólk úr þeim geira kemur þá saman og ræðir sameiginlega hagsmuni iðnaðarins. Varla munu þessir hópar skarast mikið og vonandi truflar kynlífsráðstefnan ekki þjóðarsál Finna eins mikið og Íslendinga þegar fólki var úthýst af Hótel Sögu í fyrra.Gott partíNokkur geðshræring greip um sig þegar Kaupþing sendi lykilmönnum Fjármálaeftirlitsins rauðvín um jólin. Forstjóri eftirlitsins ánafnaði starfsmannasjóðnum flöskurnar og verður líklega haldið gott partí á næstunni þar sem veigarnar verða teygaðar. Þessir heilögu Kínamúrar eru auðvitað nauðsynlegir til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið megi ekki þiggja rauðvínsflösku frá fjármálafyrirtækjum þá er það svo að fjármálafyrirtækin standa straum af rekstri eftirlitsins á hverju ári. Það mun varla hafa áhrif á viðhorf starfsmanna FME til skjólstæðinga stofnunarinnar enda má segja það hreina og beina skattheimtu. Og varla rennur króna af þeirri fjármögnun til kaupa á rauðvíni eða öðrum veigum í ferðum starfsmanna eða uppákomum.
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira